Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Qupperneq 52

Víkurfréttir - 21.12.2017, Qupperneq 52
52 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Jólin geta verið annasamur tími og jafnvel uppfull af streitu þótt markmið þeirra sé einmitt að njóta og eiga góða samveru með fjölskyldu og vinum. Hver kannast ekki við átakið í kjólinn fyrir jólin en hvað tekur svo við þegar steikin er komin á borðið? Erum við ef til vill að gera of miklar kröfur til okkar sem svo fyllir okkur af samviskubiti þegar við áttum okkur á því að við fengum okkur þrisvar á diskinn af þessu dýrlega hangikjöti, kláruðum allar sörurnar fyrir Þorlák og aðeins rauðu molarnir, sem enginn vill, eru eftir í Machintosh-dósinnni. Við fengum Önnu Margréti Ólafsdóttur jógakennara til þess að gefa okkur einföld og góð ráð um holl jól og sagði hún alveg hægt að njóta og hugsa um heilsuna um leið. Lykillinn sé að finna hið góða jafnvægi þar á milli. FÆTUR UPP Í LOFT Settu fætur upp við vegg og haltu stöðunni í u.þ.b. 15 mínútur. Þetta er frábær leið til að losna við bjúg og örvar sogæðakerfið og meltingarfærin í líkamanum. ÞRÍHYRNINGUR Stattu með fætur gleiðar og hendur út, hallaðu þér svo til hliðar þannig að önnur höndin nemi við ökkla og hin teygir sig upp. Þetta teygir framan á lærum og losar um bakið okkar. HUGLEIÐSLA Hugleiðsla er gott ráð til þess að draga úr streitu og gerir þér um leið kleift að klást við erfiðu frænkuna sem spyr þig á hverju ári í jólaboðinu: „Hefur þú fitnað gæskan?”, jólagjafirnar út á land sem fóru of seint á pósthúsið og verða að öllum líkindum afhentar rétt fyrir gamlársdag, enn eitt árið, eða yngsta barnið sem fór út að leika í rigningunni í nýja jólakjólnum sem þú pantaðir af asos og má alls ekki fara í þvottavél. Þá er nauðsynlegt að muna að anda. Þegar við erum undir álagi er öndunin grynnri og hugleiðsla er ein leið til þess að stjórna önduninni, sem er okkur lífsnauðsynleg. Slíkt má auðveldlega gera heima hjá sér í ró og næði. EINFÖLD JÓLAHUGLEIÐSLA SEM HÆGT ER AÐ GERA HVAR SEM ER Gefðu þér 15 mínútur til þess að hugleiða og áður en þú veist af verða jólin viðráðanlegri og þér alveg sama þótt sósan sé fjólublá eða að kötturinn hafi étið allan graflaxinn. ■■ Taktu frá stund á rólegum stað þar sem þú verður ekki trufluð/-aður. Sestu með fæturna beina á gólfinu og einbeittu þér að önduninni. ■■ Finndu þegar heitur andardrátturinn fer úr líkamanum í gegnum nasirnar og hversu kalt loftið er þegar það fyllir lungun. ■■ Leyfðu líkama þínum smám saman að slaka á. Taktu eftir spennu í líkamanum og slepptu henni. Hlustaðu á kliðið í huganum og leyfðu því að fjara út þar til hugurinn róast. ■■ Reyndu að sitja og vera kyrr í augna- blikinu án þess að hugsa um fortíð eða framtíð. Leyfðu þér einfaldlega að vera. 10 hollráð fyrir jólin 1.Farðu út og njóttu þess að vera úti, í það minnsta færðu súrefni því það er nóg af því hér á Suður- nesjum. 2. Drekktu mikið vatn. Það er gott að kreista hálfa sí-trónu út í soðið vatn áður en þú borðar að morgni. Það hreinsar meltingarveginn og hjálpar líkamanum að losa sig við óæskileg efni, einnig verður kviðurinn minna þaninn og minni líkur eru á brjóstsviða. 3. Farðu á hvolf. Hallaðu þér fram þannig að höfuð sé neðar en hjartað. Þú getur prufað að standa á höndum, höfði eða einfaldlega hallað þér fram. Við þetta minnkar sljóleiki t.d. eftir jólamatinn eða jólabíó- myndina. Að snúa sér við hefur mjög marga kosti í för með sér en svo dæmi sé nefnt er það gott fyrir hjartað, blóðrásina og geðið! 4. Lyftu fótum upp í loft, annað hvort með því að fara í axlarstöðu eða leggjast með fætur upp við vegg og halda stöðunni þannig eins lengi og við þolum, 10-15 mínútur er frábært! Þetta er frábær leið til að losna við bjúg og örva sogæðakerfið og meltingarfærin í líkamanum. 5. Það er mjög gott að teygja psoasinn (hann er beygju-vöðvi í mjöðminni sem liggur frá mjóbaki, fram yfir mjaðmir og festist á innanverðum lærlegg). Ef við erum of mikið í sitjandi stöðu getum við fengið illt í bakið, en ef við teygjum á þessum vöðva með því að standa, gera þríhyrning eða teygja framan á lærum þá erum við að losa um bakið okkar. 6. Við sitjum mikið á jólum; við sitjum í bílnum á leið í jólaboðið, við sitjum við matarborðið og við sitjum þegar við opnum pakkana, lesum eða horfum á sjónvarpið. Það er mjög gott að brjóta þetta upp, prófið að setjast á gólfið eða leggjast á magann. Ef þú getur gengið í jólaboðið eða í kirkjuna þá er það eina vitið. 7. Leyfðu þér að njóta á jólum, ekki fá samviskubit þótt þú hafir borðað of mikið af reyktu kjöti eða varst gripin við það að sleikja síðustu leifarnar af sósunni upp með puttunum. Drekktu þá bara meira af vatni á móti og ekki hafa áhyggjur. 8. Mundu að hlæja og njóttu þess að hitta ættingjana, sem þú hittir kannski ekki oft, og góða vini. Spilaðu fáránleg spil með fjölskyldunni, farðu út að renna eða notaðu ímyndunaraflið til að gera eitthvað sem losar um hláturtaugarnar. Það er ótrúlega hollt að hlægja. 9. Faðmlag er manninum lífsnauðsynlegt. Það er um að gera að sækja sér nógu mikla orku og kærleik og senda hana frá sér til baka inní nýja árið. Þótt þú náir ekki að hitta alla þá sem þig langar að hitta eða hittir einmitt þá sem þið langar ekki að hitta í jólaboðum reyndu þá bara að senda þeim fallegar hugsanir og hlýju, gott faðmlag getur líka losað um leiðindarsamskipti, það þarf kannski ekkert alltaf að orða allt. 10. Jólin eru tími samveru og hún getur reynt á okkur. Ekki taka þessu of alvarlega, hefðir eru góðar en það er líka allt í lagi að breyta til ef maður þarf þess. Ef þú treystir þér bara alls ekki í leiðindarjólaboð þessi jólin þá er betra að láta vita með góðum fyrirvara og vera bara heima. Holl og góð jól Dagný Maggýjar dagny@vf.is VIÐTAL HÖFUÐSTAÐA Það hefur mjög marga kosti í för með sér að standa á haus, það er m.a. gott fyrir hjartað, blóðrásina og geðið. Þú getur líka hallað þér fram þannig að höfuð sé neðar en hjartað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.