Víkurfréttir - 21.12.2017, Side 54
54 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
+ Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS
fyrir 15. janúar 2018 I www.igs.is
Icelandair Ground Service er hjartað sem knýr æðakerfi Keflavíkurflugvallar. Við tökum á móti
farþegum alls staðar að úr heiminum. Hlutirnir þurfa að ganga fljótt og vel fyrir sig á fjölfarinni,
alþjóðlegri skiptistöð og hver einasti starfsmaður okkar skiptir þar miklu máli.
Okkur vantar kraftmikið og þjónustulundað fólk í fjölbreytt og skemmtileg störf við farþega
afgreiðslu. Unnið er á breytilegum vöktum.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að
sækja undirbúningsnámskeið.
HÆFNISKRÖFUR:
n 20 ára lágmarksaldur
n Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði
n Almenn ökuréttindi
n Góð tungumála og tölvukunnátta
n Samskiptahæfni, reglusemi og stundvísi
VILTU VINNA ÞAR SEM HJARTAÐ SLÆR?
Störf í farþegaafgreiðslu IGS
Eitt skref af ótal mörgum
Undir jól og áramót ár hvert hyggja menn að næsta ári og hafa
oftast uppi góðar vonir. Á yfirstandandi ári urðu stjórnmálamenn
og kjósendur að takast á við stjórnarslit og nýjar kosningar. Í
desember tókst að setja saman nýja ríkisstjórn með nokkuð
óvæntu mynstri, jafnvel mjög umdeildu meðal kjósenda og fé-
laga flokkanna.
Félagsmálastjórn
Stjórnarsamningurinn er vissu-
lega sáttmáli; málamiðlun milli
mjög ólíkra, jafnvel andstæðra,
stjórnarmiða og stefna. Félags-
hyggja er þar með sterkum svip
en allmörg málefni látin liggja
milli hluta eða þau sett í skoðun.
Samsteypustjórnin verður til
við sérstakar aðstæður þar
sem pólitískar línur og skilaboð
reyndust flókin. Lögð verður
að þessu sinni aðaláhersla á að
koma af verulegum þunga á
móts við ákall fólks um úrbætur
lífsskilyrða eftir neyðarvið-
brögð vegna fjármálahrunsins
í fyrstu og svo of hægar endur-
bætur eftir þau. Verkefnin eru
ærin, hvort sem horft er til heil-
brigðis-, skóla- eða almanna-
tryggingarmála, til rannsókna,
nýsköpunar, byggðamála, jafn-
réttis eða gegnsæis í stjórnkerfi
og hagsmunatengslum, hvað þá
launamála, atvinnuvega og inn-
viða í samgöngum.
Inn í flest öll fyrrgreind málefna-
svið fléttast umhverfismál og
þá sér í lagi aðgerðir í loftslags-
málum, allt frá orkuskiptum í
samgöngum og útgerð til endur-
heimta landgæða og bindingar
kolefnis.
Sjáum til
Verkin tala og koma mun í ljós
hvort vonir fólks, sem m.a. má
lesa að dálitlu leyti úr fyrstu
viðhorfskönnunum, gangi eftir.
Félagshyggjufólk einsetur sér
að vera málsvari hins vinnandi
manns og gerir sitt besta til
að svo fari á næstu árum. Til
langrar framtíðar þörfnumst við
nýs hagskerfis sjálfbærni, jöfn-
uðar og hófsemdar, grænna og
mannúðlegra viðmiða, og jafn-
vægis milli náttúrunytja og nátt-
úruverndar. Ég tel okkur taka
smáskref í þá átt með samstarfi
þriggja ólíkra flokki á Alþingi að
þessu sinni. Takist það bærilega,
er tíma á þingi eins vel varið og
kostur er í núverandi stöðu.
Lesendum og öllum íbúum
Suðurkjördæmis sendi ég hlýjar
hátíðarkveðjur.
Ari Trausti Guðmundsson
Höfundur er þingmaður VG
í Suðurkjördæmi.
Tímamót í starfi
Miðflokksins
Tímamót voru í starfi Miðflokksins miðvikudaginn 13.
desember sl. þegar fyrsta kjördæmafélag flokksins,
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis, var stofnað á Sel-
fossi. Mikill fjöldi sótti stofnfundinn víða að úr kjör-
dæminu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður
Miðflokksins, og Birgir Þórarinsson, þingmaður
Suðurkjördæmis, ávörpuðu fundinn.
Hlutverk kjördæmafélagsins nú í upphafi verður að
styðja við félagsstarf innan Suðurkjördæmis, aðstoða
við stofnun staðarfélaga og ýta úr vör í samráði við
félagsmenn í kjördæminu undirbúningi fyrir sveitar-
stjórnarkosningar sem fram fara vorið 2018. Þeir sem
hafa áhuga á því að taka þátt í málefnastarfi flokksins
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 geta nú haft
samband við stjórn félagsins í Suðurkjördæmi.
Stjórn og varamenn félagsins skipa Einar G. Harðarson
formaður, Óskar H. Þórmundsson, Sverrir Ómar Vic-
torsson, Margrét Jónsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir,
Sigrún Gísladóttir Bates varaformaður, G. Svana Sigur-
jónsdóttir og Sæmundur Jón Jónsson.
Mótaðu framtíðina með okkur,
Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi
www.facebook.com/midflokkurinn.is/
sudur@midflokkurinn.is