Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 57

Víkurfréttir - 21.12.2017, Síða 57
57FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg. Bjarki Sigmarsson er mikið jólabarn, hann sér ekki um jólabaksturinn á sínu heimili en hann er mikill matgæðingur og elskar allan jólamatinn. Hann heldur ekki fast í gamlar hefðir en súkkulaðikakan á aðfanga- dagskvöld er ómissandi partur af jólahátíðinni. Ertu mikið jólabarn? Já, ég myndi segja að ég væri talsvert jólabarn. Heldur þú fast í gamlar jóla- hefðir? Nei, ég er ekki mjög fastheldinn á jólahefðir, en þó hefur skapast sú hefð á mínu heimili að konan bakar alltaf Sufflé (súkkulaðiköku) seint á aðfangadagskvöld þegar búið er að opna gjafir og allt komið í ró. Hvað er ómissandi á jólunum? Umrædd súkkulaðikaka er algjörlega ómissandi með ís og rjóma. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? Skemmti- legast þykir mér núorðið allur þessi matur (það sést nú á mér). Bakar þú smákökur fyrir jólin? Nei, ég baka nú ekkert bara svona yfir höfuð, konan sér alfarið um það. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Jólagjafainn- kaup eru alfarið í höndum konunnar, ég er gjörsamlega með allt lóðbeint niður um mig þegar kemur að því yfirleitt. Hvenær setur þú upp jólatréð? Það er misjafnt hvenær við setjum upp jólatré, yfirleitt þó einhvern tímann í vikunni fyrir jólin. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Eftirminni- legasta jólagjöfin sem ég hef fengið er sennilega Fisher Price leikfangalest sem ég fékk þegar ég var 4 eða 5 ára held ég. Hún er enn til á æskuheimilinu í fullkomnu lagi og hafa mín börn og börn systra minna leikið sér mikið að henni í gegnum tíðina. Núorðið þykir mér vænst um gjafirnar sem börnin mín gefa mér. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Jólin eru komin fyrir mér þegar ég heyri í kirkjuklukk- unum í útvarpinu á aðfanga- dagskvöld kl. 18. „Þykir vænst um gjafirnar sem börnin mín gefa mér“ GRIPGÆÐI Á ÖLLUM, ALLT ÁRIÐ Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., Vatnsnesvegi 16, 230 Reykjanesbæ, sími 421 4546 Sendum starfsmönnum og viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með kærum þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í þrjátíu og fimm ár. Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf. Björn Marteinsson og Þórður Ingimarsson Tímabundið húsnæði grunnskóla við Dalsbraut í Innri Njarðvík er strax orðið of lítið. Ráðast þarf í stækkun á húsnæðinu og hefur bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkt að hefja framkvæmdir við stækkun á húsnæðinu. Í bráðabirgðahúsnæðinu er Akurskóli með aðstöðu til að kenna nemendum úr 1. til 3. bekk sem búa í Dalshverfi 1 og 2. Húsnæðið er úr sérsmíðuðum gámaeiningum sem komu frá Sló- veníu og er húsið það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Í húsinu eru kennslustofur og samrými sem er fjölnota. Kostnaður við bygginguna sem tekin var í notkun sl. haust er í kringum 150 milljónir með allri jarðvinnu og komu allar einingarnar tilbúnar þar á meðal með pípulögnum sem sparar heilmikinn tíma. Einungis tók þrjár vikur að reisa bráðabirgðaskólann. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðs- stjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að um sé að ræða rétt rúmlega 100 fermetra stækkun. Hún er gerð svo hægt sé að hafa skólann einsetinn fyrir 1. til 4. bekk og því þurfu ekki að senda 4. bekkinga aftur í Akurskóla. Kostnaður við stækkunina er um 45 milljónir króna en stækkuninni á að vera lokið í lok júní á næsta ári. Tímabundið skólahús- næði þarf að stækka Tók framúr löggunni á 180 km. hraða Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanes- braut í vikunni sem leið var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lög- reglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst í við- ræðum við lögreglumenn hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en ekki hafa séð að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Hámarkshraði á umræddum vegar- kafla er 90 km á klukkustund. Öku- mannsins bíður ákæra og dómur. Þá var nokkuð um umferðaróhöpp í umdæminu í síðustu viku sem flest voru rakin til hálku á vegum. Þau voru ekki stórvægileg og engin al- varleg slys á fólki. Þó valt bifreið út af Garðvegi og endaði á toppnum. Öku- maður slapp ómeiddur. Mikil hálka var á veginum og dekkjabúnaður bif- reiðarinnar ekki sem skyldi. Erlendur ferðamaður á bílaleigubif- reið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var til- kynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrí- tugsaldri. Konan sú gat ekki sýnt fram á að hún hefði greitt fyrir bensínið og óku lögreglumenn henni til Njarð- víkur þar sem hún gerði upp sín mál og var frjáls ferða sinna að því loknu. Ferðamaður stakk af með fullan tank AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.