Víkurfréttir - 21.12.2017, Blaðsíða 59
59VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. desember 2017 // 50. tbl. // 38. árg.
Sendum öllum Suðurnesjamönnum
bestu jóla - og nýárskveðjur,
þökkum fyrir viðskiptin á árinu
Átján útskrifast
frá Fisktækni-
skóla Íslands
Útskrift frá Fisktækniskóla Íslands fór fram föstudaginn 8. desember
síðastliðinn í Kvikunni í Grindavík við hátíðlega athöfn. Þetta er í áttunda
sinn sem skólinn útskrifar nemendur, en að þessu sinni útskrifaði skólinn
tíu gæðastjóra, sex Marel-vinnslutækna og tvo nemendur í fisktækni. Fyrir
útskriftina höfðu nemendur í Marel-vinnslutækni fengið sérstaka viður-
kenningu frá Marel við hátíðlega athöfn í aðalstöðvum fyrirtækisins í Garða-
bæ. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn útskrifar nemendur af sérbrautum.
Alls hefur skólinn nú útskrifað um
hundrað nemendur frá stofnun 2012
og nú eru um 90 nemendur í námi
í fisktækni samkvæmt námskrá
skólans á fjórum stöðum á landinu.
Innritun í fisktækni og á sérbrautir
fyrir gæðastjóra og Marel-vinnslu-
tækna fyrir vorönn 2018 stendur nú
yfir og hefst kennsla í byrjun janúar.
Frekari upplýsingar má finna á
heimasíðu skólans www.fiskt.is og
á Facebook
HAFNARGÖTU 90 - REYKJANESBÆ
KÆST SKATA, SALTFISKUR, PLOKKFISKUR.
KALT HANGIKJÖT, UPPSTÚF, KARTÖFLUR, RÓFUR, HAMSATÓLG OG HNOÐMÖR.
MARINERUÐ SÍLD, JÓLASÍLD, OG KARRÝSÍLD.
HEITREYKTUR SILUNGUR, GRAFINN SILUNGUR OG VILLIBRÁÐARPATÉ.
RÚGBRAUÐ, FLATKÖKUR, LAUFABRAUÐ OG SMJÖR.
VOLGUR GRJÓNAGRAUTUR MEÐ KANILSYKRI OG KIRSUBERJASÓSU.
VERÐ Á MANN 3.200,-
SKÖTUHLAÐBORÐ Í HÁDEGINU Á ÞORLÁKSMESSU
FRÁ 11:00 TIL 14:00
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR