Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 26
PISA og Reykjavík Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherra-nefndarinnar um vinnu- markaðs- og menntamál á Norður- löndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norður- löndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reyk- vískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reyk- vískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðal tali nemenda í OECD-ríkjun- um. Árangur nemenda á landsbyggð- inni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í nátt- úruvísindum í norrænum saman- burði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúru- vísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærð- fræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nem- enda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nem- endur í Reykjavík og öðrum sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undir- strikar verulegan mun á árangri nem- enda eftir búsetu, landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamála- yfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árang- urinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæð- isins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágranna- sveitarfélögunum: Kópavogi, Garða- bæ og Mosfellsbæ. Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykja- vík en við viljum horfa til fleiri mæli- kvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megin- dráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykja- vík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á lands- byggðinni. Þetta á bæði við um sam- ræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum. Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtíma- bili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsis- málum, þ.m.t. er stóraukin kennslu- ráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjöl- menningarlegs leikskólastarfs á þessu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlög- in af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðar- ljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna. Skúli Helgason formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingar- innar Framlög til íslenskukennslu og fjölmenningarstarfs hafa verið tvöfölduð. Fjarskiptastofnun Banda-ríkjanna, FCC, hefur afnumið reglur þar í landi um nethlut- leysi. Nethlutleysi er sú hugmynd að upplýsingar sem flæða um fjarskiptanet eigi jafnan forgang, ferðist jafn hratt, og berist jafn örugglega þangað sem því er ætlað, óháð uppruna, efnisinnihaldi eða áfangastað. Þessar reglur tryggja öllum jafnan tilvistarrétt á netinu, en án þeirra er hætta á að stærri fyrir- tækjum sé gert hærra undir höfði en þeim sem síður geta greitt fyrir forgangsþjónustu, að keppinautum sé bolað út af hlutum netsins, og að neytendur þurfi að fara að velja sér „pakka“ með ákveðnum vefsíðum eða þjónustum, en borga meira fyrir aðgang að hinu opna neti. Nethlutleysi er grundvöllurinn Að brjóta gegn nethlutleysi er að brjóta gegn grundvallarhönnun internetsins. Sem betur fer er nethlutleysi á Íslandi tryggt með lögum sem útfærðu Evróputil- skipun. Þeim reglum verður ekki kippt úr sambandi af hentisemis- ákvörðun einnar stofnunar. En þessi kúvending á rekstrarum- hverfi tæknifyrirtækja í Bandaríkj- unum fær mann til að spyrja sig hvers konar umhverfi fyrirtæki þurfa til að geta vegnað vel í dag. Þessara spurninga eru ansi margir farnir að spyrja sig í alþjóð- legu samhengi. Í Bretlandi eru þús- undir tæknifyrirtækja sem mörg hver eiga tilvist sína undir óheftum aðgangi að Evrópumarkaði. Brexit opnar spurningu gagnvart þeim fyrirtækjum, eins og afnám net- hlutleysis í fyrirtækjum í Banda- ríkjunum, hvort ekki sé tímabært að hugsa sér til hreyfings. Við getum betur Flest þessara fyrirtækja gætu tækni- lega séð starfað hvar sem er, en þau þurfa örfáa hluti í starfsumhverfi sínu. Aðgangur að mörkuðum er lykilatriði. Nethlutleysi skiptir töluverðu máli fyrir flest tækni- fyrirtæki. Þá skiptir máli að hafa öruggt rafmagn og hratt net, vel menntað vinnuafl, og flest kunna best við sig í umhverfi þar sem er góður stuðningur vegna rannsókna og þróunar, auðvelt að fá atvinnu- leyfi fyrir sérfræðinga sem og maka þeirra, góðir alþjóðlega vott- aðir skólar fyrir börnin og frjálslynt lagaumhverfi almennt. Ísland uppfyllir mörg þessara skilyrða, en ekki öll. Við getum augljóslega gert betur. En það er til mikils að vinna. Flest fyrir- tækjanna sem ákveða að færa sig um set munu enda á stöðum eins og Berlín, Amsterdam og Stokk- hólmi, en einhver þeirra munu fara annað. Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðar lega jákvæður, og ég held að með fáeinum úrbótum á starfs- umhverfi fyrirtækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Auðvitað eigum við ekki að vera eftirbátar annarra landa í þessum efnum. Við þurfum að bæta stuðn- ingsregluverkið fyrir nýsköpunar- fyrirtæki, að tryggja alþjóðlega vottun íslenskra grunnskóla, ein- falda ferlið við að flytja til Íslands, og setja afl í beina markaðssetningu á Íslandi sem heppilegri bækistöð fyrir fyrirtækin sem munu móta framtíðina. Lokkum tæknifyrirtækin til Íslands Orðstír Íslands alþjóðlega er gríðarlega jákvæður, og ég held að með fáeinum úr- bótum á starfsumhverfi fyrir- tækja megi lokka til landsins áhugaverð fyrirtæki og stórar fjárfestingar með þeim. Smári McCarthy þingmaður Pírata Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þús- und milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur. „The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur for- stöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru slá- andi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnrík- um hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi. En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arf- leifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrif- aðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólun- um á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu. Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vís- indalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjár- hagsbreytum við val á fjárfestinga- kostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðar- horfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrir- tæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættu- minni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum. Kjánakúrfan: Hæfileikum kastað á glæ Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson forstjóri Kaup- hallarinnar, Nasdaq Iceland Konur eru um 40% sér- fræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur fram- kvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. ✿ Kjánakúrfan The Stupid Curve Útskrifaðir háskóla- nemar 2017 Sérfræðingar Forstöðumenn Framkvæmda- stjórar Forstjórar 67% 41% 38% 27% 12% 33% 59% 62% 73% 88% Konur Karlar 8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r26 s K o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 5 -1 7 E 4 1 F 2 5 -1 6 A 8 1 F 2 5 -1 5 6 C 1 F 2 5 -1 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.