Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 8
Heimilið 2018 Glæsilegur bæklingur fylgir blaðinu í dag Stórsýning í Skútuvogi alla helgina LÆKNASTOFA Hef flutt læknastofu mína í Læknastöðina Sogavegi, Sogavegi 108, sími 516 2000. Einar Már Valdimarsson Sérgrein: Taugalækningar Málverk eftir Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson og Kristínu Jónsdóttir Studio Stafn, Hátúni 6B, Sími 552 4700. Leitum að góðum blómauppstillingum eftir Kristínu Jónsdóttur og Jón Stefánsson og úrvalsmálverki eftir Jóhannes S. Kjarval fyrir fjársterkan viðskiptavin.“ Ný verk í sölu á: studiostafn.is/listaverkasala Málverk eftir Þorvald Skúlason, Karl Kvaran og Guðmundu Andrésdóttur. Leitum eftir abstraktmálverkum eftir Þorvald Skúlason, Karl Kvaran, Guðmundu Andrésdóttur ofl. fyrir viðskiptavin. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS Aðalfundur VR Aðalfundur VR verður haldinn mánudaginn 19. mars kl. 19:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, laga breytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is. Við hvetjum félagsmenn til að mæta. kjaramál „Þegar ég ákvað að slá til þá ákvað ég að ég vildi ekki einu sinni vita hvað svona verka- lýðsforkólfur er með í laun. En ég er væntanlega að fara að hækka eitthvað hressilega, já,“ segir Sól- veig Anna Jónsdóttir, starfsmaður á leikskóla og nýkjörinn formaður Eflingar, spurð hvort hún muni ekki hækka í launum þegar hún tekur við formennskunni á aðalfundi félags- ins 26. apríl. Hún segist ekki heldur hafa kannað eftir að niðurstaðan varð ljós hver laun hennar yrðu. „Ég er ekki einu sinni búin að sofa almennilega.“ Meirihluti félagsmanna í ASÍ er félagsmenn VR og Eflingar og munu því væntanlega eiga meirihluta full- trúa á sambandsþingi ASÍ sem fer fram í haust. Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, hefur sagt í sam- tali við Fréttablaðið að hann geti hugsað sér að beita sér fyrir hallar- byltingu í ASÍ, eða að VR segi sig úr samtökunum. Sólveig segist ekki vera farin að leiða hugann að því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á forystu ASÍ í kjölfar breytinga á stjórn Eflingar. „Núna erum við bara að njóta þessarar sigurstundar. Við erum bara enn þá þar. Ekki aðeins vinnum við þessa kosningu heldur vinnum við yfirburðasigur. Sem segir okkur það að ekki einungis langaði fólk í breytingar heldur höfðar orðræða okkar, þessi róttæka orðræða, rosa- lega sterkt til fólks þegar henni er beitt. Við lítum því þannig á að við séum með sterkt umboð frá með- limum. Það gefur náttúrlega auga- leið að það verður ekki fetuð sama braut og það eru miklar breytingar í vændum,“ segir Sólveig. B-listinn, framboð Sólveigar og félaga hennar, hlaut 80 prósent greiddra atkvæða í Eflingarkosning- unum. Sólveig segir að yfirburðirnir hafi komið sér og öðrum frambjóðend- um B-listans á óvart. „Ég átti nú ekki von á þessu. Ég verð að viðurkenna það, en við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn,“ segir Sólveig. jonhakon@ frettabladid.is Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. Sólveig segir að hin róttæka orðræða B-listans höfði vel til fólksins í Eflingu. Hún er boðberi breytinga í verkalýðsbaráttunni. FréttaBlaðið/anton Úrslit kosninganna urðu þessi l Á kjörskrá voru 16.578 félags- menn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. l B-listi Sólveigar Önnu Jóns- dóttur fékk 2.099 atkvæði. l A-listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. l Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4. Við lítum þannig á að við séum með sterkt umboð frá meðlimum. Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar Hafnarfjörður „Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björg- vinsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjar- lægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnar- firði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótar- skot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, senni- lega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil. – gar Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ lerkitrjánum við suðurgafl Siggu- bæjar mun hafa verið plantað árið 1926. Mynd/HaFnarFjarðarBær Það ætti í raun að friða þessi tré! Steinar Björgvinsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 8 . m a r s 2 0 1 8 f I m m T u D a G u r8 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 5 -0 E 0 4 1 F 2 5 -0 C C 8 1 F 2 5 -0 B 8 C 1 F 2 5 -0 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.