Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 10
dómsmál „Okkur þótti náttúrlega mjög fúlt að vera dæmd fyrir að fara illa með eigin félaga,“ segir Svein- björn Eyjólfsson, formaður Veiði- félags Grímsár og Tunguár í Borgar- firði. Í Fréttablaðinu á mánudag sagði frá sjónarmiðum hjónanna Steinars Bergs Ísleifssonar og Ingibjargar Páls- dóttur sem reka ferðaþjónustu við Grímsá á jörð sinni Fossatúni. Þau gagnrýna framgöngu veiðifélagsins, sem þau sjálf eiga aðild að, vegna útleigu á sínum tíma á veiðihúsinu við Grímsá utan laxveiðitíma í sam- keppni við þau sjálf. Hjónin unnu dómsmál gegn veiðifélaginu vegna þess. Síðan þá hefur Alþingi breytt lögum svo veiðifélögum er heimilt að stunda  slíka útleigu. Þetta telja hjónin hafa verið gert sér til höfuðs eftir fyrirmæli frá Landssambandi veiðifélaga. Steinar og Ingibjörg hafa sett á fót sérstaka vefsíðu um þessi málefni. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnu- starfsemi í skjóli þess,“ var vitnað til síðunnar í Fréttablaðinu á mánudag. Í undirfyrirsögn fréttarinnar sagði að hjónin segðu veiðifélagið hafa stund- að svarta atvinnustarfsemi. Svein- björn kveðst telja að þessi útlegging í undirfyrirsögninni sé rangtúlkun á orðum hjónanna. „Til þessa hafa þau sagt að ein- hverjir aðrir hafi gert það í skjóli okkar – enda höfum við ekki verið með neina starfsemi til þess að geta rekið svarta. Þau eru örugglega ekki að vísa til veiðifélagsins,“ undirstrikar Sveinbjörn. Hann vísar þar til þess að veiðifélagið hafi sjálft ekki staðið í rekstri heldur leigt húsið öðrum aðilum. „Þetta er álíka eins og að þú eigir gróðurhús og leigir það undir rósa- rækt og vaknar svo upp við það einn daginn að löggan kemur í heimsókn og kennir þér um að vera að rækta hass þar – bara af því að þú átt húsið.“ Sveinbjörn segir málflutning Fossatúnshjónanna á margan hátt mjög ósanngjarnan gagnvart veiði- félaginu. „En á ýmsan hátt er líka ömurlegt fyrir þau að hafa þurft að standa í þessum málarekstri. Það var ömurlegt fyrir okkur í veiðifélaginu að hafa komið þannig fram við félags- menn en við stóðum í þeirri mein- ingu að þetta væri okkur heimilt,“ segir hann. Fossatúnshjónin fullyrða á síðu sinni að formaður Landssambands veiðifélaga hafi, eftir að  þau unnu málið í Hæstarétti,  gengið á fund sjávar útvegs- og landbúnaðarráð- herra, fullyrt að dómurinn væri rang- ur og í kjölfarið verið falið að vinna að lagabreytingu með starfsmönnum ráðuneytisins. „Þetta er út af fyrir sig ágætis skáld- skapur en hið rétta er að dómurinn hafði þau réttaráhrif að veiðifélög gátu ekki á fundi tekið meiriháttar ákvarðanir um eignir með atkvæða- greiðslu heldur þurfti til samþykki allra félagsmanna,“ segir Óðinn Sig- þórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, um þetta atriði. „Þessi niðurstaða kallaði einfaldlega á að sett yrðu ákvæði í lögin um lax- og silungsveiði þar sem kveðið væri á um málsmeðferðarreglur þegar ráð- stafa skyldi eignum veiðifélags.“ Ennfremur segir Óðinn að breyt- ingin á lögunum hafi því ekkert haft með hjónin í Fossatúni að gera annað en það að þau hafi leitt óskýrleika í lögunum í ljós með málarekstri sínum. „Það er því algjörlega fráleitt að lögin hafi verið sett til höfuðs þeim.“ gar@frettabladid.is Ekki svört starfsemi og harma málaferli Formaður Veiðifélags Grímsár undirstrikar að félagið sjálft sé ekki sakað um að hafa stundað svarta starfsemi í veiðihúsi sínu sem leigt hafi verið út til annars aðila. Það sé hins vegar ömurlegt að hafa staðið í málarekstri við eigin félagsmenn í dómsmáli sem tapaðist. Þetta er út af fyrir sig ágætis skáld- skapur. Óðinn Sigþórs- son, formaður Landssambands veiðifélaga Hjónin í Fossatúni reka þar umsvifamikla veitinga- og gistiþjónustu. Fréttablaðið/VilHelm Sveinbjörn eyjólfsson, for- maður Veiði- félags Grímsár og tunguár. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Alvöru atvinnubíll Dacia Dokker Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. Verð: 2.340.000 kr. m. vsk. Verð án vsk.: 1.887.000 kr. * V ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri . / B ún að ur b íls á m yn d ka nn a ð ve ra fr áb ru gð in a ug lý st u ve rð i E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 6 8 D a c ia D o k k e r 5 x 2 0 a lm e n n f e b 8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U d a G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 5 -2 1 C 4 1 F 2 5 -2 0 8 8 1 F 2 5 -1 F 4 C 1 F 2 5 -1 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.