Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 38
Þessi einfalda aðferð til að festa utan á sig föt, að sníða gat og stinga hnappi í gegnum það, eru þó ekki fyrstu notin sem mannfólk fann fyrir hnappa sem hafa fylgt mannkyn- inu árþúsundum saman. Forn- leifarannsóknir benda til þess að hnappar úr skeljum hafi verið notaðir í Indusdalnum 2800 árum fyrir Krists burð en einnig bæði á bronsöld í Kína og í Rómaveldi. Þá hafa tölur fundist frá landnámsöld hérlendis. Tölur virðast fyrst hafa verið notaðar sem skraut og gjald- miðlar og þá saumaðar í föt eða þræddar upp á festar. Þessar elstu tölur eru úr skeljum, málmum og fallegum leir. Sú aðferð að nota þessa skrautmuni til að halda fötum saman eða láta þau falla betur virðast hafa skotið upp koll- inum í Þýskalandi á 13. öld og öld síðar eru tölur algengar í Evrópu. Tölurnar gerðu kleift að draga fram líkamsvöxt með því að hafa föt þröng eða aðsniðin og ollu þannig byltingu í klæðaburði. Tölur hafa verið gerðar úr nánast öllu mögulegu, bæði náttúrulegu efni og gerviefnum. Til eru dæmi um tölur sem hafa verið búnar til úr steingervingum. Til eru ástríðu- fullir hnappasafnarar sem eiga tölur af öllum stærðum og gerðum, lit og lögun og ásælast eldri og sjaldgæfa hnappa á sama hátt og aðrir safnarar einstaka safngripi. Koumpounophobia, eða óttinn við hnappa, er líka furðu algeng fælni og Steve Jobs er einn af þeim sem þjáðust af henni. Þeim sem eiga við hnappafælni að stríða finnst tölur ógeðslegar og geta ekki gengið í fötum þar sem tölur koma við sögu, finnst tölur skítugar og jafnvel vond lykt af þeim. Víða um heim eru starfrækt hnappasöfn þar sem má sjá sannkölluð tölulistaverk, fallegar myndir eru málaðar á hnappinn og jafnvel glerjað yfir. Slíkar skraut- tölur voru notaðar á sautjándu og átjándu öld jöfnum höndum til að skreyta fatnað og leggja áherslu á einhvern ákveðinn líkamsvöxt. Enn eru tölur öðrum þræði hugs- aðar til skrauts og margir hönnuðir leggja mikið kapp á að tölurnar séu fallegar, sérstakar eða beri jafnvel vörumerki hönnuðarins eins og tíðkast til dæmis mjög á gallabuxnatölum. Árið 1918 lét ríkisstjórn Bandaríkjanna gera stóra rannsókn á tölum og kom í ljós að þá voru framleiddar tölur úr um þrjátíu mismunandi efnum, en meðal þeirra voru postulín, dýra- horn sem hefur lengi verið nýtt til tölugerðar, gler og pappamassi. Í dag er algengast að tölur séu úr plasti, skeljum, málmi og tré. Yfir 60% af tölum heimsins eru fram- leidd í Qiaotou í Yongjia-héraði í Kína. Tískuhönnuðurinn heimsfrægi Izaac Mizrahi er ekki einn af þeim sem fælast tölur heldur segir hann að það séu engar slæmar tölur, aðeins slæmt fólk. Hann gerði á dögunum stutt myndband þar sem hann lofar hönnun og fegurð hnappsins og ekki síst hnappagats- ins sem hann telur eina merkustu uppgötvun tískusögunnar. Áhugafólki um tölur og hnappa er bent á að hægt er að horfa á myndbandið á Facebook-síðunni Small thing Big idea. Hnöppum að hneppa Ekki týna tölunni þótt þú hafir öðrum hnöppum að hneppa. Tölur eru eitt af stóru verkfræðilegu undr- um mannsandans og ótrúlegt hvað þessi litlu fyrir- bæri hafa orðið mannkyninu að miklu gagni. Í dag er algengast að tölur séu úr plasti en einnig finnast tölur úr málmi, skel eða viði. Skrauthnappar tíðkuðust mjög á fyrri öldum og voru margir mikil listaverk. Algengast er að festa tölur á föt með nál og þræði og til þess að tölurnar týnist síður og standi ekki út í loftið eru á þeim tvö til fjögur göt til að sauma tölurnar kyrfilega fastar. KRINGLUNNI | 588 2300 20% AF ÖLLUM VÖRUM Gildir 8.-12. mars Opið til 21 í kvöld Kringlukast Smart föt, fyrir smart konur Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup okt. - des. 2017. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . m A R S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 4 -F 0 6 4 1 F 2 4 -E F 2 8 1 F 2 4 -E D E C 1 F 2 4 -E C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.