Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 1
Kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar — M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —5 7 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 8 . M a r s 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKOðun Þórey Vilhjálmsdóttir og Páll Harðarson skrifa um kjána kúrfuna. 26 spOrt Ísland vann Danmörku í vítakeppni á Algarve-mótinu. 30  lÍFið Götumarkaður í Skeifunni mun kynna Íslendingum alvöru „street food“. 54 plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 K R I N G L U K A S T 20–50% AFSLÁTTUR AF NÝJUM VÖRUM 8.–12. MARS Fjórir voru handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Ægisíðu í gærmorgun. Að auki var lagt hald á fíkniefni. Sumir hinna handteknu mættu á staðinn í leigubíl og hófust strax handa við að reyna að brjótast inn í fólksbifreið á staðnum. Ægisíðunni var lokað meðan aðgerðir stóðu yfir. Fréttablaðið/anton HeilbrigðisMál Í fyrra greiddu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) fyrir tólf lið- og augasteinsskiptaaðgerðir sem framkvæmdar voru á erlendri grund. Fjöldi þeirra, sem leituðu út í slíkar aðgerðir, þrefaldaðist milli ára. Kostnaður vegna þessa nam alls tæpum 18,4 milljónum. Tæplega 6,8 milljónir hefðu sparast hefðu aðgerð- irnar verið gerðar hér á landi. Frá árinu 2012 hefur verið í gildi hér á landi Evrópureglugerð sem veitir sjúklingum rétt til að leita út fyrir landsteinana ef bið eftir meðferð hér á landi er óhóflega löng. Embætti landlæknis hefur sett viðmiðunar- mörk um hvenær dráttur er óhóf- legur. Það er til að mynda ef skoðun hjá sérfræðingi fæst ekki innan þrjá- tíu daga eða ef aðgerð eða meðferð sérfræðings hefst ekki innan níutíu daga frá greiningu. Auk þess að greiða fyrir aðgerðina sjálfa endurgreiðir SÍ flug og uppihald vegna ferðarinnar. Í svari Landspítalans (LSH) við fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu á biðlistum kemur fram að í lok janúar hafi 3.400 beðið eftir hinum ýmsu aðgerðum. Þar af hefðu 1.428, eða 42 prósent, beðið lengur en níutíu daga. „Þarna er aukning því kerfið er að molna undan okkur. Þetta eru aðgerðir sem auðveldlega væri hægt að gera hér,“ segir Guðjón S. Brjáns- son, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Langflestir sem bíða eftir aðgerðum eru að bíða eftir liðskiptum á hné eða mjöðm eða skiptum á augasteinum. 2016 var fé veitt í átak til að stytta bið- lista og hefur það gefið góða raun þótt biðin sé enn löng. „Það átak skilaði góðum árangri en er rétt til að halda í horfinu. Innan skamms munu listar lengjast á ný. Allar greiningar benda til þess að þörfin fyrir liðskipti muni aukast samhliða hækkandi aldri og þyngd samfélagsins,“ segir Guðjón. Stjórnvöldum hafi meðal annars verið kynntir möguleikar á að fram- kvæma slíkar aðgerðir á Akranesi og í Keflavík. Þau eru ekki bráðasjúkra- hús og þurfa sjúklingar ekki að víkja þaðan fyrir bráðveikum. „Það þarf meira en tímabundnar aðgerðir. Nauðsynlegt er að greina þörfina og fjármagna spítalana í sam- ræmi við það. Hingað til hefur það því miður ekki gengið,“ segir Guðjón. – jóe Sjúklingar flýja biðlista Sjúklingar sem fóru utan í aðgerð eftir óhóflega bið hér á landi voru þrefalt fleiri í fyrra en árið áður. Sjúkratryggingar greiða aðgerðina, flugfarið og uppihaldið. KJaraMál Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tím- ann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækk- un til ráðsmanna voru samþykktar. Fréttablaðið hefur um nokkurt skeið reynt að kalla fram mynd af launakjörum þeirra er skipa kjara- ráð. Samkvæmt fjárlögum 2017 átti rekstur kjararáðs að kosta 41,2 millj- ónir króna á því ári. Ekki fæst upp- gefið hve stór hluti fjárins rennur til nefndarmanna. – gar / sjá síðu 6 Kjararáð upp um tvo þriðju HúsnÆðisMál „Við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagið hagnaðist um 7,55 ma.kr. í fyrra en hagnaður fyrir fjármagns- liði nam 1,68 ma.kr. – jhh / sjá síðu 4 Félagsbústaðir hækka leiguna 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 4 -C D D 4 1 F 2 4 -C C 9 8 1 F 2 4 -C B 5 C 1 F 2 4 -C A 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.