Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 50
8 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r38 B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð I ð Bílar Fréttablaðið brá sér á bílasýning­ una sem nú stendur yfir í Genf og á fyrsta degi hennar á þriðjudaginn var mikið um dýrðir og kynningar á glænýjum bílum. Ein fyrsta kynn­ ingin var snemma dags þar sem Lexus kynnti nýjan og snaggara­ legan jeppling í Compact Crossover flokki og mun hann bera nafnið Lexus UX. Vakti bíllinn eðlilega mikla athygli og dró að sér mikinn fjölda sýningargesta. Þarna fer minnsti bíllinn í jeppa/jepplinga­ flokki Lexus en fyrir eru bílarnir RX og NX og nafnið UX því í rökréttu framhaldi en U í UX stendur fyrir Urban því hér fer sannkallaður borgarjepplingur sem er af smærri gerðinni. Hann er meira að segja 13 cm styttri en Toyota Corolla, eða 4,5 metrar og því ætti að vera auðvelt að finna honum stæði í þröngri borgar­ umferð. Mun öflugri en Toyota CH-R Bíllinn er, eins og eðlilegt má telj­ ast með Lexus bíla, stórglæsilegur að innan og hinn vandaðasti í alla staði. Hann mun bjóðast bæði sem Hybrid­bíll og án Hybrid­aðstoðar og báðar gerðir verða með nýrri 2,0 lítra bensínvél og heita þessar gerðir UX 250h og UX 200. Þessi 2,0 lítra vél er 168 hestöfl og því 24 hestöflum öflugri en vélin í Toyota CH­R sem er ámóta stór borgar­ jepplingur úr smiðju systurmerkis­ ins. Með Hybrid­kerfinu er bíllinn 176 hestöfl og þar sem rafmótor­ inn er að aftan er bíllinn fyrir vikið fjórhjóladrifinn þegar nægt afl er á rafhlöðunum. Lexus UX er með lægsta þyngdarpunktinn í sínum flokki bíla í heiminum og mikla stífni í undirvagni og yfirbyggingu. Hann á að vera með aksturseigin­ leika á við fólksbíl. Lexus UX á að koma á markað í haust í Banda­ ríkjunum og vonandi einnig hér á landi. Ógnarfallegur LF-1 Limitless Concept tilraunabíll Lexus kynnti ekki bara nýjan UX heldur hrikalega fallegan tilrauna­ bíl, LF­1 Limitless Concept, á pöll­ unum í Genf. Þarna er kominn háfættur og stór, en umfram allt áberandi fallegur bíll sem ætti ekki að hræðast torfærurnar. Þessi bíll fer vonandi í framleiðslu hjá Lexus sem fyrst, þótt ekki sé hægt að slá því föstu. Hann yrði þá fjórði bíll­ inn í framleiðslulínu Lexus sem ekki telst fólksbíll og líklegast sá allra glæsilegasti. Þessi þróun kæmi ekki mikið á óvart í ljósi þess að flestir bílaframleiðendur eru að fjölga mjög í jeppa/jepplingaflokki á kostnað fólksbíla, enda eftirspurnin mest þar. Lexus kynnti einnig lengri gerð RX jeppans sem fær stafinn L í endann, enda bíllinn 11 cm lengri og með þrjár sætaraðir. RX 450hL verður enginn letingi með sína 313 hestafla drifrás, en þessi bíll verður bæði markaðssettur í Bandaríkj­ unum og Evrópu á næstunni. Lexus UX prýddi pallana í Genf Ekki var minna um dýrðir hjá Toyota en hjá systurfyrirtæk­inu Lexus á bílasýningunni í Genf og sýndi Toyota bæði nýupp­ færðan smábílinn Aygo sem og nýja þriðju kynslóð Auris, sem nú er orðinn gullfallegur bíll. Smábíll­ inn Aygo hefur slegið í gegn í Evr­ ópu og seldist til að mynda í meira en 85.000 eintökum þar í fyrra og náði 6,6% af markaðshlutdeild í A­stærðarflokki. Toyota ætlar að byggja á þess­ ari velgengni og býður hann nú í miklu fleiri litríkum útfærslum. Hann er þó líka orðinn aksturs­ hæfari bíll því talsvert hefur verið átt við undirvagninn og einnig ytra útlitið og á pöllunum stóðu margar ferlega flottar litaútfærslur hans. Þriðja kynslóð Auris gullfalleg Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Nokkuð þarf þó að bíða eftir þeim snoppu­ fríða því hann mun ekki rata á göturnar fyrr en á nýju ári. Eitt það ánægjulegasta við nýja gerð Auris er 180 hestafla Hybrid­drif­ rásin sem í boði verður í bílnum og því verður þessi fremur netti bíll orðinn mjög sprækur. Toyota sýndi einnig keppnisútfærslu hins nýja Supra­sportbíls sem kemur út síðar í hefðbundinni útfærslu fyrir almenning, en á honum má sjá hvað kaupendur Supra eiga von á góðu. Þá var á pöllum Toyota einnig Dakar­keppnisbíll Tommi Hirvonen og þolakstursbíll Toyota úr Le Mans­keppninni, en Toyota hefur verið að auka þátttöku sína í keppnisakstri ýmiss konar á síð­ ustu árum. Toyota sýndi nýja Aygo og Auris  Audi fylgdi eftir nýjum A8 og A7 bílum með frumsýningu á nýjum Audi A6 og fær hann greinilega talsvert lánað frá ytra útliti A8 bílsins, enda hönn­ uður bílanna allra hinn nýi hönn­ uður Audi, Marc Lichte. Það er ekki leiðum að líkjast þar og vakti grip­ urinn eðlilega mikla athygli. Einna athygliverðast við nýjan Audi A6 er að allar gerðir hans fá svokallað „mild­hybrid“ kerfi sem hjálpar brunavélunum og minnkar eyðslu og mengun. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísilvél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Hann verður líka í boði með 335 hestafla og 3,0 lítra V6 bensínvél. Seinna meir mun A6 líka bjóðast með 2,0 lítra bensín­ vél að sögn Audi manna í Genf. Það eru ekki bara mikil umskipti í véla­ framboði því undirvagninn er nýr og gerður að miklu leyti úr áli og bíllinn mun einnig bjóðast á loft­ púðafjöðrun. Þá mun hann einnig bjóðast með fjórhjólastýringu sem minnkar snúningshring bílsins um 1,1 metra og eykur stöðugleika hans á miklum hraða. Að innan minnir einnig margt á nýjan Audi A8 og mikið af nýrri tækni í bílnum er frá hinum stærri komið. Audi frumsýndi nýjan A6 Lexus kynnti glæ- nýjan smáan UX borgarjeppling sem ekki verður löng bið eftir. Þarna fer minnsti bíllinn í jeppa/jepplingaflokki Lexus en fyrir eru bílarnir RX og NX og nafnið UX því í rökréttu framhaldi en U í UX stendur fyrir Urban. Audi A6 mun bjóðast með 201 hestafls og 2,0 lítra dísilvél og 3,0 lítra V6 dísil- vél í bæði 228 og 286 hestafla útgáfum. Stóra frumsýningin hjá Toyota að þessu sinni var á þriðju kynslóð Auris og þar fer svo ánægjuleg breyting að leitun er að fallegri bíl í þessum stærðarflokki. Þessi ÞróUn kæmi ekki mikið á óvArT í Ljósi Þess Að fLesTir bíLA- frAmLeiðendUr erU Að fjöLGA mjöG í jeppA/jepp- LinGAfLokki á kosTnAð fóLksbíLA, endA efTirspUrn- in mesT ÞAr. 0 8 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 4 -F F 3 4 1 F 2 4 -F D F 8 1 F 2 4 -F C B C 1 F 2 4 -F B 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.