Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ® ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM VERÐ FRÁ 5.890.000 KR. Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð, leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari, LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur. StjórnSýSla „Af 37 starfandi sendi- herrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrver- andi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að aug- lýsa megi sendiherrastöður og nei- kvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í aug- lýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðu- neytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendi- herra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skip- aðir á undanförum áratug og helm- ingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofn- unum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkis- þjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendi- herraefnum sem búa yfir sambæri- legri þekkingu og reynslu. – aá Þriðjungur sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni eru konur StjórnSýSla „Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðast- liðið haust dróst fundur umboðs- manns um skýrsluna með stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallar- forsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðs- maður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síð- ara tilvikinu sé einhver hræðsla sem Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum Umboðsmaður Alþingis hefur áhyggjur af aðgengi venjulegs fólks að dómstólum vegna mikils kostnaðar. Hann segir mikilvægt að tilmælum sínum til stjórnvalda sé hlýtt. Hann hvetur frjáls félagasamtök til að láta meira í sér heyra og boðar skýrslu um upplýsingagjöf stjórnvalda sem bregðist illa og seint við óskum. Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis HeilbrigðiSmál Dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða í allt að fimm sólarhringa á bráðamót- töku eftir viðeigandi legurými á almennri deild. Vegna skorts á hjúkr- unarfræðingum voru 35 rými lokuð á spítalanum og nýlega þurfti að loka tveimur gjörgæslurýmum af sömu ástæðum. Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra kynnti grafalvarlega stöðu gjörgæsludeildarinnar á fundi ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Auk erfiðleika vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hefur Land- spítalinn bent á aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna en á síðasta ári voru 17 prósent legudaga á gjörgæslu vegna ferðamanna. – jhh Fimm dagar á bráðamóttöku Sjúklingur fær gifs á bráðamóttöku Landpítalans. FréttabLaðið/Ernir Vi ðSki pti Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og framtakssjóðurinn Frumtak hafa selt 37 prósenta hlut sinn í hátæknifyrirtækinu Völku ehf. Í tilkynningu segir að Valka sé leiðandi á heimsvísu í þróun og sölu á tækni fyrir sjávarútveg. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 í bílskúr Helga Hjálmarssonar, framkvæmdastjóra Völku. Hjá því starfa nú um sextíu manns og viðskiptavinir eru víða um heim. Nýsköpunarsjóður atvinnulífs- ins gerðist hluthafi í Völku 2008 og Frumtaki á árinu 2011. – jhh Seldu þriðjungs hlut í Völku tryggi Gunnarsson, umboðsmaður alþingis, segist stundum hafa fengið bágt fyrir störf sín hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins. FréttabLaðið/GVa hamlar og ég hef hvatt fyrirsvars- menn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við: „Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasam- tök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frum- kvæðisathugunar um upplýsinga- gjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virt- ust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upp- lýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upp- lýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsing- um og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar. adalheidur@frettabladid.is 1 3 . m a r S 2 0 1 8 Þ r i ð j U D a g U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -5 2 3 8 1 F 2 C -5 0 F C 1 F 2 C -4 F C 0 1 F 2 C -4 E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.