Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Kolbrún Kristínardóttir barna-sjúkraþjálfari hefur lengi haft áhuga á lýðheilsu, útivist og hreyfingu. Hún flutti til Noregs árið 2007 og lauk mastersprófi frá Háskólanum í Lillehammer. Þegar að því kom að velja lokaverkefni ákvað Kolbrún að skoða hvaða gildi og viðhorf íslenskir og norskir foreldrar hafa til frítíma barna, samveru fjölskyldunnar, náttúru- stunda og útiveru. „Niðurstöðurnar sýndu fram á að norskir foreldrar lögðu mikla áherslu á útivist og samverustundir úti í náttúrunni og lýstu jákvæðum áhrifum útiveru fyrir andlega- og líkamlega vellíðan barna sinna. Áhersla íslensku foreldranna var hins vegar meiri á heilsuuppeldi í gegnum skipulagða íþróttaiðkun,“ segir Kolbrún. Hvað vakti áhuga þinn á þessu verkefni? „Eftir að ég flutti til Noregs tók ég eftir því að norskar fjölskyldur virðast verja meiri tíma saman utandyra en íslenskar fjölskyldur. Mig langaði að kanna hvers vegna útivist er rík í norskri menningu en þar er t.d. svokall- aður søndagstur, eða gönguferðir á sunnudegi, nauðsynlegur hluti af lífi margra fjölskyldna. Ég ákvað því að kanna hvort það væri mikill munur á þessum frændþjóðum í þessum efnum.“ Um eigindlega rannsókn er að ræða þar sem gögnum var safnað með hálfopnum viðtölum við for- eldra í Hafnarfirði og Lillehammer. „Ég talaði við fimm fjölskyldur í hvoru landinu. Niðurstöður voru túlkaðar út frá lýðheilsusjónar- miðum, kenningum um foreldra sem fyrirmyndir og kenningum um menningar- og samfélagsleg áhrif. Í raun speglast þær í hinum ýmsu viðjum samfélagsins, þar með töldum lögum, reglugerðum, skólanámskrám og tungumáli. Foreldar í báðum löndum töldu að útileikur barna væri hverfandi og að frjálsi radíusinn, ef svo má segja, í leiknum hefði minnkað,“ segir Kolbrún sem hefur haldið fyrir- lestra um rannsóknina í íslenskum leik- og grunnskólum sem hafa vakið mikla athygli. Foreldrar mikilvæg fyrirmynd Að mati Kolbrúnar er mikilvægt að fjölskyldan fari út og njóti þess saman að vera í útivist. „Að foreldr- ar stundi virka samveru, t.d. útivist, með börnunum sínum hefur tölu- vert forspárgildi um hvort þau velji sér virkan lífsstíl síðar á lífsleiðinni. Útivist hefur ekki aðeins góð áhrif á líkamlega heilsu heldur einnig þá andlegu. Þegar komið er út undir bert loft talar fólk frekar saman og síminn fer í pásu. Við þurfum að vera saman, njóta og upplifa. Foreldrarnir eru mikilvægasta fyrirmynd barnanna og þau læra best það sem þau upplifa og eru þátttakendur í,“ segir hún. Kolbrún telur að áhugi Íslend- inga á útivist hafi almennt aukist mjög undanfarin ár en segir að það sé spurning um hvort fjölskyldan sé öll saman í útivist. „Það virðist vera sem fullorðnir stundi útivist, svo sem fjallgöngur, og taki þátt í keppnum á borð við Landvætti en börnin eru kannski of sjaldan með í útivistinni,“ segir hún. Kolbrún vann einnig við sjúkra- þjálfun barna í Noregi og var meðal annars með börn í ofþyngd í þjálfun. Hún segir að besti árangur- inn hafi náðst þegar fjölskyldan fór saman í göngutúra eða stundaði aðra útivist. Hreyfingarleysi stórt vandamál Kolbrún nefnir að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sé hreyfingarleysi eitt af stærstu vandamálum heimsins í dag. „Það hefur sýnt sig að áhugi og hvatning fyrir hreyfingu er meiri utandyra og víðtækur heilsuávinningur felst í því einu að vera úti í náttúrunni. Við á Íslandi erum svo lánsöm að hafa aðgang að fallegri náttúru allan ársins hring sem við getum nýtt okkur vel. Það er alltaf hægt að finna gönguleiðir sem passa öllum í fjölskyldunni eða fara í léttar fjallgöngur. Best er að miða við getu þess yngsta í hópnum. Foreldrar gegna lykilhlutverki í mótun heilsuhegðunar barna sinna og mótunarárin hafa stór áhrif á heilsu þeirra síðar í lífinu.“ Þegar Kolbrún er spurð um ráð til að koma reglulegri útivist inn í þéttskipaða dagskrá flestra fjöl- skyldan segir hún gott að byrja á að setja sér raunhæf markmið. „Fyrst þarf að koma sér yfir þröskuldinn. Ég mæli með að setja sér hvorki of stór né of háleit markmið. Það gæti t.d. verið sniðugt að byrja á að fara í nestisferð skammt frá heimilinu en það ætti öllum að finnast skemmti- legt. Það gerist eitthvað við að fara út. Það verður einhver önnur nánd. Allir verða afslappaðri því náttúran hefur róandi áhrif á fólk. Vissulega getur verið erfitt að koma sér út um dyrnar en um leið og farið er af stað breytist stemningin.“ Tjaldútilegur allt árið um kring Útivist er stór hluti af lífi Kolbúnar og hennar fjölskyldu. Hún er gift og á tvö börn, 9 og 14 ára, en þau fluttu heim aftur fyrir einu og hálfu ári. „Við förum saman í gönguferðir og fjallgöngur, förum á gönguskíði jafnt sem svigskíði, allt eftir tíma og hvað hentar hverju sinni. Stundum förum við bara rétt út fyrir bæjar- mörkin og eldum okkur kvöldmat úti á prímus eða bökum okkur pönnukökur, enda bragðast allur matur betur utandyra. Við förum í tjaldútilegur allt árið um kring, nú síðast fyrir þremur vikum. Við vöknuðum í snjóhúsi, svo mikið hafði snjóað um nóttina. Þetta er sá lífsstíll sem börnin mín þekkja.“ Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Stendur undir nafni Við á Íslandi erum svo lánsöm að hafa aðgang að fallegri náttúru allan ársins hring sem við getum nýtt okkur vel. Kolbrún segir oft erfiðast að fara yfir þröskuldinn en eftir það sé leikurinn auðveldur. Hún mælir með að setja sér raunhæf markmið varðandi útivist. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er hreyfingarleysi eitt af stærstu heilsufarsvandmálum heimsins í dag, að sögn Kolbrúnar. “Við förum saman í gönguferður og fjallgöngur, förum á gönguskíði jafnt sem svigskíði, allt eftir tíma og hvað hentar hverju sinni. Stundum förum við bara rétt út fyrir bæjarmökrin og eldum kvöldmat úti á prímus,” segir Kolbrún sem hefur alltaf stundað mikla útivist. Hún segir börnin sín vön þessum lífsstíl. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . M A R S 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -5 C 1 8 1 F 2 C -5 A D C 1 F 2 C -5 9 A 0 1 F 2 C -5 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.