Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörmung- arnar, mann- fyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallar- mannrétt- indum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Nú þegar borgin kemur undan snjónum sést bágt ástand gatna og göngustíga vel. Við-hald hefur verið of lítið og sums staðar eru götur bókstaflega í molum. Það blasir við að í þessum efnum þarf önnur og breytt vinnubrögð. Þrátt fyrir að vindar blási hressilega er svifryk með mesta móti miðað við erlendar borgir. Uppruni svifryksins er að mestu leyti úr götum borgarinnar eða 49% úr malbiki. Næst á eftir kemur sót sem er 31% og á uppruna sinn að miklu leyti úr dísilknúnum farartækjum. Svifryk þarf að stórminnka í borginni. Fara þarf í fyrirbyggjandi aðgerðir eins og kostur er. Við getum dregið úr svifryksmengun með því að leggja slit- sterkara malbik á göturnar en nú er gert. Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar. Jafnframt þarf Reykjavíkurborg að sópa götur og gangstéttir oftar og skola með vatni eftir þörfum. Svifryk endar inni í húsum fólks og lungum þess. Þessu þarf að breyta. Reykjavík getur gert betur Annað mál sem er ekki síður mikilvægt er sorphirða og flokkun á sorpi. Hér getur Reykjavík gert betur. Við sjáum önnur sveitarfélög þar sem meiri metn- aður er lagður í flokkun og sorphirðu. Höfuðborgin Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins, á að sýna gott fordæmi og vera leiðandi í sorphirðu. Í öðrum sveitarfélögum hefur flokkun verið meiri á sorpi en í Reykjavík í mörg ár og þar af leiðandi minni urðun. Til að mynda á Akureyri. Þar munu þrír af hverjum fjórum strætisvögnum ganga fyrir metangasi sem annars gufaði upp af sorphaugunum til skaða fyrir andrúmsloftið. Í Reykjavík gætu Strætó og Sorpa unnið betur saman og minnkað bæði uppgufun metangass af sorphaug- unum sem og losun dísilvéla strætó. Rafmagnsstrætis- vagnar eru áhugaverð lausn en enn hefur enginn vagn komið til landsins. Allt eru þetta mál sem skipta okkur Reykvíkinga máli. Í vor gefst tækifæri til að breyta um stefnu í þessum málum. Gerum betur. Vilji er allt sem þarf. Vorhreinsun Eyþór Arnalds í 1. sæti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðar- þyngstu göturnar. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is Við andlát þurfa aðstandendur að glíma við ýmis praktisk mál sem fylgja því að loka lífi ástvinar. Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur fjallar um þessi mál á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar þann 14. mars kl. 20.00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Allir velkomnir. og dánarbússkipti Erfðamál Pírati eins og ég Píratar hafa blásið í herlúðra. Þannig hefur stjörnublaða- maðurinn Atli Þór Fanndal verið ráðinn sem ráðgjafi og verður meðal annars einstökum fram- bjóðendum innan handar. Þá er kvikmyndaleikstjórinn Róbert Ingi Douglas orðinn kosninga- stjóri höfuðborgarsvæðisins. Hann er einna þekktastur fyrir bíómyndirnar Íslenski draumur- inn, Maður eins og ég og heim- ildarmyndina Mjóddin. Næstu vikur mun mikið mæða á þessum kempum svo íslenskur draumur Pírata, sem eru eins og þeir eru, megi rætast. Að þroskast eða ekki … Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir festi sig rækilega í sessi sem for- maður Viðreisnar á landsþingi flokksins um helgina. Þar varaði hún við Sjálfstæðisflokknum. Sá boðskapur hljómaði einkenni- lega í eyrum veitingamannsins Björns Inga Hrafnssonar sem er með næma pólitíska bragðlauka. „Magnað að heyra boðskap for- manns Viðreisnar í dag þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn megi ekki komast til valda í Reykjavík eftir næstu kosningar. Þar til fyrir skemmstu var Þorgerður Katrín varaformaður og ráðherra þessa sama Sjálfstæðisflokks,“ skrifaði Björn Ingi á Facebook. Stjórn- málaskýrandinn Össur Skarp- héðinsson svaraði að bragði og sagði alla hafa rétt til að þroskast. thorarinn@frettabladid.is Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@frettabladid.is Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt. Rúmlega hálf milljón manna liggur í valnum. Í kringum 85 prósent þeirra sem farist hafa í átökum stríðandi fylkinga eru óbreyttir borgarar. Helmingur allra Sýrlendinga hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Þeir glæpir sem framdir hafa verið af vígasveitum Assads Sýrlandsforseta eru svívirða. Efnavopnum og klasasprengjum hefur verið beitt gegnum borgurum. Skólar, leikskólar og spítalar hafa verið jafnaðir við jörðu, og í þeim umsáturshernaði sem stríðandi fylkingar hafa stundað undanfarin misseri hefur vel- ferð íbúa verið hervædd og misnotuð. Hörmungarnar, mannfyrirlitningin og sú algjöra vanvirða sem grundvallarmannréttindum hefur verið sýnd í átökunum er án fordæma. Þessa mann- fyrirlitningu má finna víða í tengslum við átökin í Sýrlandi. Hana er að finna á vígvellinum, þar sem óbreyttir borgarar, lífsnauðsynlegir innviðir og jafn- vel sjálfboðaliðar hjálparsveita eru skotmörk víga- manna, en einnig í viðbrögðum alþjóðasamfélagsins sem hefur brugðist í hvívetna. Sagnfræðinga fram- tíðarinnar bíður það verðuga verkefni að rýna í það hvernig okkur mistókst svo stórkostlega að koma Sýrlendingum til aðstoðar. Það upplýsingastríð sem geisar um borgarastyrj- öldina er síðan svívirða af öðrum toga. Áróðursvél rússneskra og sýrlenskra yfirvalda hefur sáð fræjum efasemda um flestallt sem viðkemur átökunum og ýtt undir þær með hjálp samsæriskenningasmiða og nettrölla. Tilraunir þessara einstaklinga og hópa hafa sannarlega borið árangur. Öll umræða um átökin í Sýrland er orðin þvæld og nánast óskiljan- leg. Í þessari mannfjandsamlegu heimssýn er ekkert til sem heitir Staðreynd, aðeins áróður og sérhags- munir. Jafnvel Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýgur í átökum upplýsingastríðsins þar sem Hvítu hjálmarnir eru málaliðar Al-Kaída. Þeir sem bera út boðskap rússneskra yfirvalda hafa stuðlað að enn frekara aðgerðaleysi. Almenn- ingur, sem sannarlega hefur burði til að krefjast aðgerða, hefur nú takmarkaðri aðgang að stað- reyndum en áður. Það er augljóslega margt sem við vitum ekki um átökin í Sýrlandi og eðlilegt er að ræða mismunandi hugmyndir og sjónarmið þegar tilurð og tilgangur þessara flóknu, fjölþjóðlegu átaka er annars vegar. Hins vegar er það aðeins til þess fallið að gera illt verra að vilja „opna umræðuna“ með því að hefja hana á forsendum þeirra sem tala fyrir áframhald- andi mannvonsku og hörmungum. Það var raunin í Safnahúsinu á dögunum þegar áhrifamikill bloggari, Vanessa Beeley, sem telur SÞ ljúga um átökin í Sýrlandi, var fengin til að halda erindi á fundi sem bar yfirskriftina „Er verið að segja okkur satt um stríðið í Sýrlandi?“. Hálfri milljón mannslífa seinna, þegar forn og göfug þjóð mætir hörmungunum einangruð og ein- sömul, er þetta umræðan sem við erum hvött til að taka. Upplýsingastríð 1 3 . m a r s 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -4 D 4 8 1 F 2 C -4 C 0 C 1 F 2 C -4 A D 0 1 F 2 C -4 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.