Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 11
Jón Þór Ólason, formaður Stang-veiðifélags Reykjavíkur og lög-maður, skrifar grein í Frétta- blaðið 6. mars og svarar grein sem ég hafði ritað í sama blað. Greinar- höfundur hafnar því að unnt sé að stunda laxeldi í sjó í sátt við nátt- úruna. Þetta er skýr og afdráttarlaus skoðun og virðist fela í sér bann við atvinnurekstri sem þegar er hafinn, þar sem fjárfest hefur verið fyrir tugi milljarða, hundruð starfa orðið til og er orðinn burðarás í atvinnulífi byggðarlaga á landsbyggðinni, svo fátt eitt sé nefnt. Meginforsenda greinarhöfundar er röng og því fellur málflutningur hans um sjálfan sig. Fiskeldi umfangsmeira en veiðar á villtum fiski Hér á landi starfar fiskeldi sam- kvæmt mjög ströngum reglum sem byggjast á lagafyrirmælum og reglugerðum sem ætlað er að tryggja að hér megi byggja upp fisk- eldi í góðri sátt við náttúruna. Fisk- eldi er stundað um allan heim og er snar þáttur í fæðuframboði sem fer vaxandi með ári hverju. Þannig stefna stjórnvöld hvarvetna að því að auka fiskeldi sitt, jafnframt því að setja strangar reglur um starf- semina. Nú er svo komið að í gegn um fiskeldi í heiminum verður til meiri fiskframleiðsla en sem nemur veiðum og vinnslu á villtum fiski. Á síðasta ári nam laxeldi eitt og sér um 2,5 milljónum tonna í heiminum. Fiskeldi á grundvelli varúðarsjónarmiða Hér á landi höfum við byggt upp fiskeldi á grunni mikilla varúðar- sjónarmiða. Árið 2004 var sett reglu- gerð sem bannaði í raun sjókvíaeldi á laxi í nágrenni við helstu laxveiði- ár okkar. Þetta fyrirkomulag hefur sannað gildi sitt. Til viðbótar við þetta hafa verið innleiddar strangar kröfur um búnað, sem sannað hafa gildi sitt í Noregi, þar sem búnaðurinn hefur verið í notkun um árabil. Sést það meðal annars á því að slysaslepp- ingar á laxi eru nú brotabrot af því sem áður var. Hér á landi er gert burðarþols- mat á fjörðum og hafsvæðum, sem felur í sér „mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið“, eins og segir í lögum um fiskeldi. Lítil áhrif á náttúrulega stofna Í fyrrasumar gerði Hafrannsókna- stofnun áhættumat vegna mögu- legrar erfðablöndunar á milli eldislaxa og náttúrulegra laxa- stofna. Meginniðurstaða þess mats var að „líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár“. Og í skýrslu stofnunarinnar er einmitt vakin athygli á því að vegna þess að sjókvía eldi getur eingöngu farið fram hér við land fjarri helstu lax- veiðiám sé staðan að þessu leyti allt önnur en í ýmsum öðrum löndum þar sem eldissvæðin séu „oft í mik- illi nálægð við helstu laxveiðiár“. „Lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna“ Í sömu skýrslu segir einnig: „Það verður þó að hafa í huga að aðeins lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna. Langflestir strokulaxar eiga í erfiðleikum með að afla sér fæðu í villtri náttúru eða forðast afræningja. Afkomu- möguleikar þeirra ráðast verulega af nálægð sleppistaðar við árósa og einnig af aldri við strok. Almennt má þó segja að langflestir stroku- laxar hverfi í hafi og syndi aldrei upp í ár til að hrygna.“ Vöktun við veiðiár Til viðbótar við þetta hafa laxeldis- fyrirtækin lagt til, að fram fari vökt- un við laxveiðiár svo að koma megi í veg fyrir að eldislax valdi tjóni. Slíkt fyrirkomulag er þekkt til að mynda í Noregi og hefur gefist vel. Fram kom í máli Kevins Glover, prófessors við Björgvinjarháskóla í Noregi, á fundi Erfðanefndar landbúnaðarins nýverið að um þetta er gott sam- starf á milli laxeldisfyrirtækjanna og laxveiði aðilanna. Því verður ekki trúað að hið sama verði ekki uppi á teningnum hér, enda fara hagsmun- irnir þarna augljóslega saman. Fiskeldi er komið til að vera Það er ljóst að fiskeldi hér á landi er komið til að vera. Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Haf- rannsóknastofnunar gerir ráð fyrir, eins og sést af skýrslu sem Byggða- stofnun vann um byggðaleg áhrif fiskeldis og gefin var út 23. ágúst sl. Í sátt við náttúruna Sannarlega þarf að standa vel að verki og vinna í góðri sátt við náttúr- una, þar með talið villta laxastofna. Til þess stendur vilji laxeldismanna sem sammæltust um það með veiði- réttareigendum og fulltrúum sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis, að „framtíð fiskeldis skuli grundvallast á vísinda- legum rannsóknum, eldistilraunum og vöktun í ám“. Og enn fremur: „mikilvægt sé að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar og verði þannig sterk og öflug atvinnugrein.“ „Fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein“ Einar K. Guðfinnsson formaður Lands- sambands fisk- eldisstöðva Það er ljóst að fiskeldi hér á landi er komið til að vera. Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fisk- eldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsókna- stofnunar gerir ráð fyrir. Hann er kominn til landsins og tilbúinn í ævintýrin með þér; nýr KAROQ – með snjallar lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri. Komdu og sjáðu nýjan ŠKODA KAROQ og endurnýjaðu tengslin við það sem drífur þig áfram í lífinu. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.skoda.is KAROQ OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Í LÍFINU NÝR ŠKODA KAROQ KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. 5 ár a áb yr gð fy lg ir fó lk sb ílu m H EK LU a ð up pf yl ltu m á kv æ ðu m á by rg ða rs ki lm ál a. Þ á er a ð fin na á w w w .h ek la .is /a by rg d S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 1 3 . m A R S 2 0 1 8 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 C -4 3 6 8 1 F 2 C -4 2 2 C 1 F 2 C -4 0 F 0 1 F 2 C -3 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.