Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 22
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . m A R s 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R heILsuRæKt Ég missti móður mína fyrir fimm árum og þá hrundi heimurinn,“ segir Aldís. „Og ég þurfti að vinna mikið til að koma mér upp úr því. Þegar maður missir sinn besta vin þarf stundum að grafa djúpt til að finna löngunina til að halda áfram. Ég upplifði sterkt að ég væri ekki nóg, fékk þung- lyndi og taugaáföll og í heilt ár hugsaði ég á hverjum morgni hvort ég gæti staðið upp eða ekki. Ég reyndi að vera góð við mig með því að panta skyndibita, sem er bæði mjög dýrt og óhollt, leggjast upp í sófa og horfa á þætti heilu kvöldin og borða mikið nammi. Svo kom vendipunktur fyrir svona tveimur árum þegar ég fór að taka andlegu líðanina í gegn og þá sá ég hvað hollur matur og það að hugsa um hvað ég er að setja ofan í mig lætur mér líða miklu betur.“ Aldís fór að einbeita sér að því að líða betur andlega, og hóf and- lega meðferð sem kallast Lærðu að elska þig. „Þetta er fjarnámskeið hjá yndislegri konu sem heitir Ósk og býr á Balí og það hjálpaði mér mjög mikið til að finna hvernig ég vil sjá lífið og að þykja vænt um sjálfa mig. Ég leitaði einnig til Stígamóta vegna áfalla sem ég hafði orðið fyrir. Ég hélt, eins og margir, að málin mín væru miklu minni en annarra en það er mikilvægt að viðurkenna hvað hefur komið fyrir þig og gera það upp. Þú skiptir máli líka. Ég er núna með markþjálfa sem hjálpar mér að halda áfram. Þegar fortíðin hefur verið gerð upp er gott að leita sér aðstoðar til að finna hvernig er best að halda áfram.“ Meðfram þessu fann Aldís smám saman hvað andleg líðan og líkamleg héldust í hendur hjá henni og fór að hreyfa sig, stunda hugleiðslu og jóga. „Með því að hugsa betur um andlega hlutann þá hugsa ég líka betur um hvað ég læt ofan í mig og fer að taka réttar ákvarðanir í mataræði. Ég fann það út að til þess að bæta líkamlega heilsu þarf ég að pæla fyrst í minni andlegu heilsu og lít vel inn á við til að líta vel út á við.“ Hún segist ekki vera neinn engill eða öfga- full að neinu leyti. „Ég legg mesta áherslu á að borða góðan morgun- mat, hafragraut og egg eða eitthvað annað sem stendur vel með manni. Ég er farin að elda meira sjálf og vanda mig við að velja gott hráefni og spái meira í hvað er í matnum. Þar sem ég er svo heppin að vera úr sveit fæ ég kjöt beint frá býli, nánar tiltekið frá bóndanum í Brekku- bæ,“ segir Aldís brosandi. Aldís er tónlistarkona sem hefur verið að syngja síðan hún man eftir sér og nú hefur hún gefið út sitt fyrsta lag sem sólólistamaður, lagið The End. „Það er svolítið eins og að opna hjartað sitt og skella því út í alheiminn,“ segir hún en bætir við: „Þetta var líka hluti af því að þora, að gera það sem ég vildi gera og hugsa um mig. Og ég nota listina til að koma því út sem ég þarf að koma út.“ Aldís semur bæði lag og texta en Stefán Örn útsetur. Og við- tökurnar hafa farið fram úr vonum. „Ég gerði þetta fyrir mig fyrst og fremst en svo er dásamlegt hvað ég er búin að fá góðar viðtökur. Allir mínir nánustu segja bara: Loksins ertu farin að gera það sem þú hefur átt að vera að gera öll þessi ár!“ Og Aldís er hvergi nærri hætt því hún stefnir á plötuútgáfu í nóvember. „Ég finn það núna hvað ég get sjálf haft mikið að segja um hvernig mér líður með því að hugsa um hvað ég borða og hreyfa mig og annast mig andlega og líkamlega. Ég finn að ég hef val.“ ekki gleyma að þú skiptir máli Aldís Fjóla tón- listarkona hlúir vel að sál og líkama. mYND/ INGIBjöRG toRFA- DóttIR Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Borgfjörð söng- kona komst að því fyrir tveimur árum hvað and- leg og líkamleg líðan haldast þétt í hendur. ( HEIMA Heilsa Vellíðan Daglegt líf NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sími 563 1400 Sóltúni 2, 105 Reykjavík soltunheima@soltunheima.is www.soltunheima.is PO RT h ön nu n Endurheimtu fyrri styrk Styrktarþjálfun er lykillinn að bættum lífsgæðum á efri árum – aldrei of seint að byrja! SÓLTÚN HEIMAHREYFING Sérsniðnar æfingar tvisvar í viku á heimili eldri borgara með danska æfingakerfinu DigiRehab og aðstoð leiðbeinanda. Grunnáskrift felur í sér 3 mánuði en að því loknu er hægt að halda áfram æfingunum með aðstoð eða á eigin vegum í DigiRehab kerfinu. Sjá nánar áskriftarleiðir á www.soltunheima.is. Verð 34.900 kr. á mánuði. Fyrsta heimsókn ókeypis og án skuldbindingar! Skilar árangri á aðeins 12 vikum* Auðveldar einstaklingum að standa upp úr stól, stíga fram úr rúmi eða ganga upp stiga. Eykur gönguhraða og jafnvægi. Minnkar þörf á notkun hjálpartækja. Bætt andleg og líkamleg heilsa. Persónulegur leiðbeinandi mætir heim tvisvar í viku *Rannsóknir DigiRehab í Danmörku sýna að 60% þátttakenda öðlast marktækt betri hreyfigetu á 12 vikum. 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 C -5 C 1 8 1 F 2 C -5 A D C 1 F 2 C -5 9 A 0 1 F 2 C -5 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.