Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 2
Veður Bjart veður um landið vestan- og norðanvert, en skýjað og dálítil él suðaustan- og austanlands. Allvíða frostlaust yfir daginn á Suður- og Vesturlandi, annars frost að 10 stigum, kaldast í innsveitum fyrir norðan. sjá síðu 16 Góðir dagar undir glerinu Þeir stækka ört græðlingarnir hjá Þorvaldi Snorrasyni garðyrkjufræðingi og starfsfólkinu í Flóru í Hveragerði. „Það er góður vöxtur undir gleri er sólin skín eins og hún hefur gert síðustu daga,“ segir Þorvaldur sem, líkt og gróðurinn, hefur notið blíðunnar sem verið hefur. Fréttablaðið/Eyþór Kjaramál „Þetta var hennar kosn- ingasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Efl- ingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveig- ar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Frétta- blaðið hafa verið staddur í Banda- ríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissu- lega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Efl- ingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“ Bandalag tveggja stærstu stéttar- félaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verka- lýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 pró- sent félagsmanna í ASÍ. Forystu- Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, ræddi við nýjan formann Eflingar í gær eftir utanferð. Tekur ekki ábyrgð á túlkun á þögn hans eftir kjörið. Niðurstaðan sé flott fyrir Sólveigu Önnu. Enn sé óákveðið hvort hann sækist eftir endurkjöri. Sverrir Hermannsson látinn Sverrir Hermanns- son, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést í gær, 88 ára að aldri. Sverrir var sonur Hermanns Hermannssonar og Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur. Hann var stúdent frá MA og viðskipta- fræðingur frá HÍ. Sverrir sat á Alþingi 1971 til 1988 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn 1998 til 2003. Hann var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamála- ráðherra 1985 til 1987. Sverrir var Landsbankastjóri 1988 til 1998. Sverrir kvæntist Gretu Lind Kristjánsdóttur 1953. Hún lést 2009. Þau eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur. menn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosning- arnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfir- höndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins innan úr verkalýðshreyf- ingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“ mikael@frettabladid.is „ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eld- móði,“ segir Gylfi arnbjörnsson. Sigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur sé glæstur. DÓmsmál Landsréttur hefur fellt úr gildi 1,5 milljónar málskostn- aðartryggingu sem Héraðsdómur Reykjavíkur gerði Emmu Caroline Fernandez að setja að kröfu Hjálm- ars Friðrikssonar og Stundarinnar. Emma, sem er læknir, var 2016 í Ungverjalandi dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa byrlað skólasystur sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Árangurslaust fjárnám var gert hjá Emmu í upphafi árs. Mál hafa verið höfðuð gegn henni vegna vanskila. Því féllst héraðsdómari á kröfu Stundarinnar um málskostn- aðartryggingu. Í úrskurði Landsréttar segir að þótt Emma sé líklega ekki borg- unarmaður málskostnaðar, tapi hún málinu, þá myndi tryggingin takmarka stjórnarskrárvarinn rétt hennar til að fá lausn fyrir dóm- stólum. Var einnig vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. „Dómarinn í málinu er Jón Finn- björnsson, sem Stundin hefur fjallað ítrekað um, vegna þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ákvað að skipa hann dómara þótt hann væri metinn 30. hæfasti umsækjand- inn, langt frá þeim fimmtán hæfustu sem óháð dómnefnd valdi. Hann er eiginmaður fyrrverandi sam- starfskonu dómsmálaráðherrans til margra ára, sama ráðherra og skipaði hann með ólögmætum hætti,“ skrifar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stund- arinnar, á Facebook vegna málsins. „Þetta er annað málið sem sami dómari dæmir gegn Stundinni á innan við ári, eftir að umræður hófust um skipun hans,“ bætir Jón við. – jóe Stundarritstjóri hjólar í dómara Jón trausti reynisson 1 3 . m a r s 2 0 1 8 Þ r I ð j u D a G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -3 E 7 8 1 F 2 C -3 D 3 C 1 F 2 C -3 C 0 0 1 F 2 C -3 A C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.