Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 12
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Sendibíll ársins 2017. Nýr Crafter. Við látum framtíðina rætast. Alþjóðlegur sendibíll ársins 2017. Nýr Volkswagen Crafter er hannaður með þarfir iðnaðarmanna að leiðarljósi. Fyrsti sendibíllinn með 8 þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Crafter er betri en nokkurn tímann áður en hægt að velja um fjölda útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Sendibíll verð frá 5.970.000 kr. m/vsk Pallbíll verð frá 5.610.000 kr. m/vsk Staðalbúnaður • 270° opnun á afturhurðum • Rennihurðir á báðum hliðum • Hiti í afturrúðum • Composition Media útvarp með 6,5" skjá • Hliðarklæðningar • Vatnsheldur krossviður á gólfi • Comfort seat plus fyrir ökumann • Skilrúm með glugga • Hraðastillir • Bakkmyndavél • Aðgerðastýri • 12V og 230V tengi • Þokuljós að framan • Loftkæling 1 3 . m a r s 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D a G U r12 s p o r t ∙ F r É t t a B L a Ð I Ð sport GoLF Tiger Woods náði sínum besta árangri í tæp fimm ár á PGA-móta- röðinni um helgina þegar hann lenti í 2. sæti á Valspar-mótinu í golfi. Var hann aðeins einu höggi frá því að kreista fram bráðabana en þurfti að horfa á eftir titlinum til breska kylfingsins Pauls Casey. Er þetta besti árangur Tiger á mótaröðinni frá því í ágúst 2013 en með því tók hann stökk upp um 239 sæti á heimslistanum í golfi með því og er kominn í 149. sæti. Byrjaði Tiger árið í 656. sæti en hann bíður enn eftir 80. sigr- inum á ferlinum á PGA- mótaröðinni en hann vantar þrjá sigra til að jafna met Sam Snead yfir flest mót unnin á mótaröðinni (82). – kpt Tiger flýgur upp heimslistann FótBoLtI Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska karlalandsliðsins, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa meiðst í leik Everton gegn Brighton um helgina. Gylfi meiddist á 20. mínútu leiksins en harkaði það af sér og kláraði allar 90 mínúturnar í leiknum. Hann gekkst undir rannsóknir í London í gærkvöld en séu liðböndin sködduð gæti HM verið í hættu hjá þessum lykilmanni íslenska landsliðsins. – kpt Hnémeiðsli að angra Gylfa Gylfi verður frá næstu vikurnar eftir að hafa meiðst á hné um helgina. KörFUBoLtI Jón Axel Guðmunds- son, bakvörðurinn frá Grindavík, verður á fimmtudaginn fyrsti alís- lenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni banda- ríska háskólaboltans, sem kölluð er Marsgeðveikin (e. March Madness). Jón Axel og félagar í Davidson Wildcats unnu síðustu fjóra leiki ársins og tryggðu sér um leið miða á stærsta svið bandaríska körfu- boltans. Kominn á stóra sviðið Eftir sigur í Washington í gær var haldið heim á leið með rútu, sjö og hálfs tíma ferð. Þrátt fyrir það mætti Jón Axel í tíma snemma í gær. „Eftir leikinn var bara farið beint upp í rútu og brunað af stað, þetta voru rúmlega sjö tímar og skólinn tók við í morgun. Við fáum svo frí á æfingu í dag en hittumst aftur á morgun og förum að skipuleggja næsta leik,“ segir Jón Axel sem segir að klappað hefði verið fyrir honum í tíma í morgun. Um er að ræða einn af stærstu íþróttaviðburðum Banda- ríkjanna. „Ég held að þetta sé næststærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna, Super Bowl er stærra en í mars snýst allt um þessa keppni.“ Æskudraumur að rætast Jón Axel er á öðru ári í Davidson- skólanum en einn af draumum hans var að fá að taka þátt í úrslita- keppninni á meðan á skólagöng- unni stæði. „Ég horfði oft á þessa keppni þegar ég var lítill og dreymdi um að taka þátt og maður er að upp- lifa æskudrauminn. Þegar ég valdi Davidson var þetta meðal annars það sem ég horfði til, að komast í úrslitakeppnina, en að ná því á öðru ári er framar mínum vonum. Svo er frábært fyrir elstu strákana í liðinu að fá að fara aftur.“ Jón Axel og félagar koma inn í keppnina með fjóra sigurleiki í röð á bakinu. „Við vorum með þetta í okkar höndum og vorum fegnir að ráða eigin örlögum. Við erum á góðum skriði og vorum yfir allan leikinn í gær þótt þetta hefði verið fullt tæpt þarna undir lokin.“ Curry skilaði kveðju Mótherjinn í næsta leik er gríðar- lega sterkur, Kentucky Wildcats, sem skilar yfirleitt nokkrum NBA- leikmönnum á ári hverju. „Það verður skemmtileg upplifun að prófa sig gegn einum af bestu háskólunum, maður hefur séð þá fara langt ár eftir ár,“ segir Jón sem hræðist ekki Kentucky. „Við förum í leikinn til að vinna hann, þá er allt opið. Það hefur sýnt sig ár eftir ár að það eru lið sem koma á óvart og fara langt og við ætlum okkur það.“ Jón Axel og félagar fengu strax kveðjur frá einni stærstu stjörnu NBA-deildarinnar en Steph Curry lék um árabil með skólanum. „Við komum inn í búningsklefann og þá er þjálfarinn kominn á Face- time með Steph Curry. Hann var að fara á taugum þegar hann horfði á þetta heima en var þvílíkt sáttur með okkur,“ segir Jón Axel og bætir við: „Það sýnir hversu mikil fjöl- skyldustemming er í liðinu, hann er enn í góðu sambandi við þjálfarann þótt hann sé stjarna í NBA í dag.“ kristinnpall@frettabladid.is Þegar við mætum inn í klefa bíður Steph Curry á Facetime Jón Axel Guðmundsson og félagar komust í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans um helgina. Um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð Bandaríkjanna fyrir utan Super Bowl. Um leið og sætið var í höfn vildi Steph Curry, sem lék um árabil með skólanum, óska Jóni Axel og félögum til hamingju með sigurinn. Jón Axel ásamt liðsfélaga sínum þegar sigurinn og um leið sæti í úrslitakeppninni var í höfn. nordiCphotos/Getty 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -4 8 5 8 1 F 2 C -4 7 1 C 1 F 2 C -4 5 E 0 1 F 2 C -4 4 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.