Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 35
13. mars 2018 Tónlist Hvað? KexJazz // Leila Olivesi Hvenær? 20.30 Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu Á næsta Jazzkvöldi Kex hostels, þriðjudaginn 13. mars, kemur fram kvartett franska píanóleikarans Leila Olivesi. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Sigurður Flosa- son á saxófón, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Donald Kon- tomanou á trommur. Leila býr og starfar í París þar sem hún hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir hljóðfæraleik sinn og tónsmíðar. Tónlistin á Kexi hosteli hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Hvað? Sigmar Þór Matthíasson – Áróra Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Bassaleikarinn Sigmar Þór Matthí- asson stefnir á útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu síðar á þessu ári en upp- tökur fara fram í Sundlauginni um miðjan marsmánuð. Sigmar ætlar að prufukeyra efnið með hljómsveit sinni á næstu tónleikum Múlans í Hörpu. Tónlistinni, sem öll er frum- samin, má lýsa sem kraftmikilli blöndu af djassi, poppi og rokki sem ber keim af nokkurri ævintýra- mennsku en þó stöðugleika á köfl- um. Hljómsveitina skipa auk Sig- mars þeir Jóel Pálsson, Helgi Rúnar Heiðarsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Valdemarsson og Magnús Trygvason Eliassen. Viðburðir Hvað? Inniræktun matjurta – Út- gáfuhóf Hvenær? 17.00 Hvar? Garðyrkjufélag Íslands, Síðu- múla Bókin Inniræktun matjurta er gefin út af Forlaginu og þýdd af Helgu Jónsdóttur. Bókin er margþætt með leiðbeiningum um ræktun ýmissa jurta eins og grænmetis, krydds og ávaxta, meðal annars uppsetningu þeirra á heimilum og hvernig má nota þær í matargerð. Jóhanna B. Magnúsdóttir mun flytja erindi um sýn sína á notkun bókarinnar fyrir heimili og leikskóla og um ræktun innanhúss almennt. Jóhanna hefur um árabil lagt leikskólum lið við að nýta matjurtagarða sína. Með hennar hjálp sá börnin og fylgjast með þegar fræ verður að plöntu. Hvað? Rafrettur – kostir og gallar Hvenær? 20.00 Hvar? Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi Fræðslunefnd Náttúrulækninga- félags Íslands efnir til málþings á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, þingsal 2 í dag. Ávarp flytur: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fundarstjóri: Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR. Sýningar Hvað? Computer spirit at Gallery Port & Ekkisens Hvenær? 16.00 Hvar? Ekkisens, Bergstaðastræti og Gallery Port, Laugavegi Computer Spirit býður ykkur inn í veröld óséðra tengsla milli tölvunnar og mannsins, að hliði sýndarveruleikans þar sem dreginn er fram rafmagnaður andi andans, íklæddur holdi af innri hugbúnaði. Hvað? Önnur sæti – verðlaunatillög- ur arkitekta að þekktum byggingum Hvenær? 17.00 Hvar? Arion banki, Borgartúni Á sýningunni er að finna verðlauna- tillögur arkitekta að þekktum bygg- ingum á Íslandi, hugmyndir sem hlutu viðurkenningu í arkitekta- samkeppnum en ekki var byggt eftir. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á arkitektúr, ólíka valmögu- leika og öðruvísi framtíðarsýn, hvernig hlutirnir hefðu mögulega getað orðið. Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is Önnur sæti Sýning á verðlaunatillögum arkitekta Við bjóðum þér á opnun sýningarinnar Önnur sæti í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19 í dag kl. 17. Á sýningunni er að finna verðlaunatillögur arkitekta að þekktum bygging- um á Íslandi, hugmyndir sem hlutu viðurkenningu í arkitektasamkeppnum en ekki var byggt eˆir. Sýningin er unnin í samstarfi við Önnu Dröfn ÁgústsdóŠir sagnfræðing og Guðna Valberg arkitekt, höfunda bókarinnar Reykjavík sem ekki varð sem kom út árið 2014 og vakti mikla athygli. Auk þess hefur grafíski hönnuðurinn Viktoria Buzukina hjá Hvíta húsinu teiknað heillandi mynd- heim úr byggingunum, reistum og óreistum, sem verður hluti af sýningunni. Arion banki er stoltur samstarfsaðili Hönnunarmiðstöðvar og er sýningin hluti af dagskrá HönnunarMars 2018. Allir hjartanlega velkomnir Hilton Nordica 14. mars kl. 09:00 NÝIR TÍMAR VORFUNDUR LANDSNETS Þegar horft er fram á veginn má sjá að straumar nýrra tíma liggja í raforkumálum. Erum við tilbúin að takast á við áskoranir framtíðarinnar? Verið velkomin á vorfund Landsnets á Hilton Nordica, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:00 – 10:30. Skráning fer fram á landsnet.is. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 08:30. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á www.landsnet.is. Þar verður einnig hægt að senda fyrirspurnir og athugasemdir með myllumerkinu #nyirtimar Ávarp ráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ferðamála-, iðnaðar- & nýsköpunarráðherra Nýir tímar Guðmundur Ingi Ásmundsson Forstjóri Landsnets Rafmagn án rifrildis Sigrún Björk Jakobsdóttir Stjórnarformaður Landsnets Ávarp ráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Energy Transition Where are we heading? Alicia Carrusco Sérfræðingur í orkustefnu og markaðsmálum. Fyrrum forstöðumaður hjá Tesla, EMEA og Siemens Fundarstjóri Steinunn Þorsteinsdóttir Upplýsingafulltrúi Landsnets m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19Þ R i ð J U D A g U R 1 3 . m A R S 2 0 1 8 1 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 C -6 5 F 8 1 F 2 C -6 4 B C 1 F 2 C -6 3 8 0 1 F 2 C -6 2 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.