Fréttablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 2
Veður
Víða mun rigna með morgninum,
en þegar líður á daginn munu vindar
snúast og létta mun til á austurhluta
landsins. Vestanlands má reikna
með skúrum eða slydduéljum.
sjá síðu 24
TILBOÐ
Nú er tilboð á MS rjóma
í öllum verslunum.
Fáðu góðar hugmyndir
á gottimatinn.is.
Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti
Nemendur úr Oddeyrarskóla gengu fylktu liði frá skólanum sínum og niður að Ráðhúsi Akureyrar í gær til að faðma það. Ástæðan var sú að í gær var
alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Nemendurnir héldust í hendur og mynduðu keðju umhverfis húsið. Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamis-
rétti er haldinn ár hvert. Um alla Evrópu eru haldnir viðburðir undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Fréttablaðið/auðunn níelsson
stjórnsýsla „Bæjarstjórinn svarar
ekki skilaboðum, hann vill ekkert
við okkur tala. Það er bara af því að
við erum litlir karlar,“ segir Valgeir
Jónasson, formaður húsfélags Þorra-
sala 9-11 í Kópavogi.
Valgeir segir að eftir að Þorrasalir
9-11 voru byggðir hafi aðkeyrslu að
bílakjallara næstu blokkar, Þorrasala
13-15, verið breytt þannig að hún sé
milli blokkanna tveggja í stað þess
að vísa að götunni. Húsfélagið kærði
Kópavogsbæ og vann málið fyrir
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála sem felldi úr gildi ákvörð-
un Kópavogsbæjar um að veita
byggingarleyfi varðandi aðkomuna
að bílageymslunni og felldi sömu-
leiðis úr gildi þá ákvörðun bæjarins
að synja kröfu húsfélagsins á númer
9-11 um að beita nágranna þeirra
þvingunarúrræðum vegna inn-
keyrslunnar.
„Þegar þeir koma upp brekkuna
úr bílakjallaranum hjá sér þá lýsast
upp íbúðir á neðstu hæðunum í
Þorrasölum 11. Og svo er náttúrlega
ónæði af því þegar hurðin skellist,“
segir Valgeir um þau óþægindi sem
fylgi hinni breyttu aðkomu að bíla-
geymslunni. Þá eigi að vera göngu-
stígur og aðkoma fyrir slökkviliðs-
bíla milli blokkanna. „En það var
bara klippt af stígnum. Þetta er ekki
eins og það á að vera.“
Valgeir segir að íbúarnir í Þorra-
sölum 9-11 hafi varað við því áður en
ráðist var í framkvæmdir í nágranna-
blokkinni að innkeyrslan í bíla-
kjallarann stæðist ekki lög. Enda hafi
það komið á daginn. Kópavogsbær
vildi síðan að úrskurðarnefndin tæki
málið fyrir að nýju en því var hafnað.
„Síðan höfum við ítrekað reynt að
hafa samband við Kópavogsbæ en
þau hunsa íbúana sem hér eru í 35
íbúðum,“ segir Valgeir um núverandi
stöðu málsins og kveður þannig ekk-
ert hafa þokast. „Þeir ætla bara að
svæfa málið.“
Valgeir segir kröfuna einfaldlega
þá að innkeyrslan verði færð til þess
horfs sem upphaflegt skipulag og
leyfi hafi gert ráð fyrir. „Það er alveg
hægt að gera það,“ segir hann um
slíka framkvæmd. „Og Kópavogsbær
ætti alveg absalútt að bera kostnað-
inn af því. Við héldum aðalfund í
húsfélaginu og þar var einróma sam-
þykkt að halda áfram með málið. En
helst vildum við ná samkomulagi við
bæinn því það er ekkert nema kostn-
aður sem fylgir þessu.“
Fréttablaðið spurðist fyrir um
það hjá Kópavogsbæ hvernig málið
horfi við bæjaryfirvöldum og hvað
þau hyggist gera. „Málið er í vinnslu
hjá Kópavogsbæ og verða viðbrögð
bæjarins við úrskurðinum kynnt
málsaðilum á næstunni,“ er svarið
frá bæjarskrifstofunni.
gar@frettabladid.is
Telja sig vera hunsuð
eftir sigur í kærumáli
Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir
að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var
að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið.
aftan við Valgeir Jónasson sést í innkeyrsluna að Þorrasölum 13-15 sem vísar
að blokkinni þar sem hann er húsfélagsformaður. Fréttablaðið/anton brink
Kópavogsbær ætti
alveg absalútt að
bera kostnaðinn.
Valgeir Jónasson, formaður húsfélags-
ins í Þorrasölum 9-11
VIðsKIPtI Nýjasta tölublað hins
íslenska Glamour, þar sem tón-
listarkonan Björk Guðmundsdóttir
er í forsíðuviðtali, er boðið til sölu
á eBay fyrir ríflega þrefalt söluverð
þess á Íslandi.
Í viðtalinu ræðir Björk meðal
annars um #metoo. „Ef ég ætti að
segja eitthvað við yngri konur og
þykjast vera reynd – ég er ekki mikið
til í að vera einhver fyrirmynd – en
kannski mest vegna þess að ungar
konur hafa beðið mig um að tala,
þá finnst mér mikilvægt að hlusta á
alla. Ekki bara þolendur heldur líka
gerendur og aðrar kynslóðir,“ segir
Björk meðal annars í viðtalinu.
Hér heima er blaðið selt á rúmar
2 þúsund krónur en á eBay er verðið
70 dollarar eða andvirði 7 þúsund
króna. Björk á aðdáendur um víða
veröld og því margir sem ásælast
eintak þrátt fyrir íslenskuna. – jhh
Glamour þrefalt
dýrara á eBay
KjaraMál Grunnskólakennarar
felldu í gær kjarasamning sinn við
Samband íslenskra sveitarfélaga.
Rúm 68 prósent félagsmanna sögðu
nei í atkvæðagreiðslunni. Alls voru
4.697 manns á kjörskrá og greiddu
rúm 80 prósent þeirra atkvæði eða
3.973 félagsmenn. 2.599 greiddu
atkvæði gegn samningnum.
„Auðvitað eru það alltaf von-
brigði þegar það sem maður leggur
fram nær ekki fram að ganga. Við
hefðum ekki fallist á þennan kjara-
samning hefðum við haldið að
lengra yrði komist,“ segir Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara.
Samningurinn kvað meðal annars
á um breytingar á launum, að horfið
yrði frá vinnumati, greitt yrði fyrir
sértæk verkefni og að tími til ann-
arra faglegra starfa yrði minnkaður.
Ólafur segir að strax í upphafi
hafi verið þung herferð gegn samn-
ingnum. Hún hafi átt rætur að rekja
til Framsóknarflokksins í Reykja-
vík. Tveir verðandi stjórnarmenn
í félaginu séu á lista hjá flokknum
í borginni. Vísar Ólafur þar meðal
annars til Ásthildar Lóu Þórsdóttur
en hún skipar þriðja sæti á lista
Framsóknarflokksins í borginni.
Aðspurður um hvað taki nú við
segir Ólafur að það muni skýrast á
næstunni.
„Við hittum samninganefnd
sveitar félaganna á morgun. Núver-
andi stjórn mun gera allt sem hún
getur til að ný stjórn taki við slíku
búi að hún geti náð hámarksárangri
í því verkefni sem fram undan er,“
segir Ólafur. – jóe
Framsókn
hafi herjað á
samninginn
Ólafur loftsson,
formaður
Félags grunn-
skólakennara.
2 2 . M a r s 2 0 1 8 F I M M t u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-C
B
E
8
1
F
4
4
-C
A
A
C
1
F
4
4
-C
9
7
0
1
F
4
4
-C
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K