Fréttablaðið - 22.03.2018, Page 8

Fréttablaðið - 22.03.2018, Page 8
landsbankinn.is 410 4000LandsbankinnLandsbankinn Landsbankinn .is 410 4000 Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verð- bréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sjodir. Sparaðu og við hvetjum þig áfram Byggðaþróun Á síðustu fimm árum hefur íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um liðlega eitt pró- sent. Fjölgun varð hins vegar í fyrra í Húnaþingi vestra, Sveitarfélaginu Skagafirði og á Blönduósi og virðist ferðaþjónusta vera að taka við sér í fjórðungnum að mati sveitarstjóra Húnaþings vestra. Á Norðurlandi vestra eru sjö sveitarfélög. Þar af eru fimm þeirra með innan við þúsund íbúa. Meira en helmingur þeirra 7.170 íbúa sem búa í fjórðungnum búa í hinu víð- feðma sveitarfélagi Skagafirði sem nær út að Almenningi í Fljótum og langt suður fyrir Blöndulón í suðri. Norðurland vestra er stærsta sauðfjárræktarhérað landsins og mikilvæg grunnstoð atvinnulífs landshlutans. Í þeim hremmingum sem steðjað hafa að sauðfjárrækt upp á síðkastið, með erfiðleikum á erlendum mörkuðum, er mikilvægt að vel takist til hjá hinu opinbera að styðja við sauðfjárrækt ef ekki á illa að fara fyrir atvinnugreininni sem hefur bein neikvæð áhrif á byggða- þróun á Norðvesturlandi. „Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna bæði í greininni sjálfri sem og í afleiddum störfum,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitar- stjóri Húnaþings vestra. „Það sem stendur okkur fyrir þrifum er hús- næðisskortur. Markaðurinn er hins vegar að taka við sér, húsnæði er að seljast á hærra verði en áður og fjárfestar vilja byggja til að mynda fimm hæða blokk á Hvammstanga svo dæmi sé tekið. Einnig er sveitar- félagið að úthluta lóðum til nýbygg- inga og við sjáum fram á bjarta tíma þar sem aukin þörf er á vinnuafli í sveitarfélaginu.“ Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, segir sveitar félagið hafa haldið sjó síðustu ár. „Við búum svo vel að við erum með öflugt sjávarútvegsfyrirtæki hérna, með landvinnslu og útgerð, og því eru stoðirnar styrkar hér í Skagafirði ásamt landbúnaði,“ segir Stefán Vagn. „Hins vegar er stærsta byggðamálið í dag að dreifa ferða- mönnum betur um landið og nýta þá auðlind betur en nú ert gert.“ Guðný Hrund segir einnig að efl- ing innviða geri fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heima- hagana. „Brottfluttir eru að flytja aftur heim. Með tilkomu ljósleið- aravæðingar og lagningu hitaveitu um allar sveitir sjáum við aukningu hjá okkur sem er frábær viðbót inn í okkar samfélag.“ sveinn@frettabladid.is Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum Íbúum á NV-landi hefur fækkað um eitt prósent á síðustu fimm árum en nú lítur út fyrir betri tíð. Uppgang- ur í Húnaþingi vestra og sjávarútvegur nærri tvöfaldast í Skagafirði frá 2014. Sveitarstjórinn segir innviði gera fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. Brottfluttir séu því að snúa aftur heim. Skagafjörður er langstærsta sveitarfélag landshlutans með ríflega helming íbúa. Akrahreppur og Skagahreppur eru afar fámennir. FréttAblAðið/PJetur Innviðir hér eru góðir og með aukinni ferðaþjónustu verður til aukin atvinna Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húna- þings vestra 1 Óhugnanleg upptaka spiluð í dómi: „Please help me!“ 2 Reiðum Madsen tíð rætt um kvik myndina Se ven 3 Maður ógnaði fólki á fæðingardeild 4 Vann kostu legt páska egg í gjafaleik Rásar 2 5 Harpa Kára kaupir förðunarskóla Mest lesið 2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T u D a g u r8 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 5 -0 7 2 8 1 F 4 5 -0 5 E C 1 F 4 5 -0 4 B 0 1 F 4 5 -0 3 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.