Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 12

Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 12
Bjarnheiður Hallsdóttir, fram­ kvæmdastjóri ferðaþjónustufyrir­ tækisins Katla DMI, var kjörin for­ maður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi í gær. Auk hennar buðu Margeir Vilhjálmsson, framkvæmda­ stjóri bílaleigunnar Geysis, Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, og Róbert Guðfinnsson, stjórnar formaður Rauðku, sig fram. Bjarnheiður tekur við formennsk­ unni af Grími Sæmundsen. – jhh Bjarnheiður nýr formaður SAF „Stefna okkar er að útvega með­ limum okkar gæðavörur á lægsta mögulega verðinu og engin breyting hefur orðið á því, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ segir Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um verðhækkanir á vörum verslunarinnar hér á landi að undanförnu. Verðathuganir Fréttablaðsins hafa sýnt að verð á völdum vörum hefur verið að hækka jafnt og þétt undanfarna mánuði auk þess sem meðlimir hafa kvartað sáran yfir gríðarlegum hækkunum á hinum ýmsu vörum á samfélagsmiðlum. Margir meðlimir hafa hótað því að endurnýja ekki aðildarkort sín þegar þau renna út á næstu mán­ uðum. Fréttablaðið leitaði skýringa á þessum hækkunum hjá stjórnend­ um Costco og í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins segir Barnett að þær séu nokkrar. Barnett segir að frá opnun hafi verð vissulega hækkað en einnig lækkað af ýmsum ástæðum. „Við erum að flytja inn vörur frá fjölda landa um allan heim og það hafa verið þó nokkrar sveiflur í gengi gjaldmiðla frá opnun sem hafa orðið til þess að við höfum neyðst til að hækka verð. Ég vil þó benda á að af sömu ástæðu höfum við einnig getað lækkað verð, í ein­ hverjum tilfellum. “ Forsendur flutningsleiða hafa einnig haft nokkuð að segja að sögn Barnetts. Costco hafi neyðst til að nota flug í meiri mæli en gert hafði verið ráð fyrir. „Sökum flutningstíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur sem bundnar eru tilteknum dagsetningum í meiri mæli en upphaflega stóð til. Við telj­ um þetta bæta gæði og tryggja með­ limum okkar lengra hillulíf vara, en á endanum kostar það meira. Við reynum ávallt að lágmarka þessar hækkanir eins og við getum.“ Barnett segir að þá hafi Costco neyðst til að halda aukalager af vinsælustu vörum verslunarinnar í tímabundnu geymsluhúsnæði til að tryggja að eiga nóg af viðkomandi vörum. „Þetta hefur einnig átt sinn þátt í auknum kostnaði,“ segir Barnett. Svo virðist sem virkt aðhald og verðsamanburður fjölmiðla og almennings á Íslandi hafi ekki farið fram hjá stjórnendum Costco erlendis. Barnett segir að verð­ samanburðurinn hafi í sumum til­ fellum verið á vörum sem hafi tíma­ bundið hillulíf og renni út (e. date sens itive items). Í þeim tilfellum þar sem vara nálgast það að renna út lækki Costco verð á þeirri vöru til að tryggja að neytendur fái samt sem áður gott verð. Aðferð Costco við þessar breytingar hafi þó valdið ruglingi. „Upphaflega breyttum við ein­ faldlega verðinu og margar vörur sem fólk hefur verið að benda á eru afrakstur þessa. Til að forðast rugling gefum við nú upp upphaf­ legt verð og afsláttinn bæði á hillu­ merkingum og kvittun. “ Barnett segir að lokum að Costco stundi virkt eftirlit með verðlagi til að tryggja meðlimum sínum lægra verð og betri kjör. mikael@frettabladid.is Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði Viðskiptastjóri Costco segir dýrari flutningsleiðir en gert hafði verið ráð fyrir, gengissviptingar og aukið lagerhald á vinsælum vörum hafa leitt til verðhækkana hjá versluninni á Íslandi. Verðkannanir Fréttablaðs- ins hafa sýnt fram á töluverðar hækkanir og margir viðskiptavinir fengið sig fullsadda á síhækkandi verði. Viðskiptavinir Costco hafa margir tekið eftir verðhækkunum undanfarið og eru ekki ánægðir. Fréttablaðið/Ernir Sökum flutnings- tíma og tafa erum við nú að flytja inn með flugi viðkvæmari vörur í meiri mæli en upphaflega stóð til. Steve Barnett, viðskiptastjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn og sjö þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen Transporter kostar frá 4.180.000 kr. (3.344.000 kr. án vsk) BYGGIR Á TRAUSTUM GRUNNI Volkswagen Transporter 4Motion FJÓRHJÓLADRIFI FÁANLEGUR MEÐ Við látum framtíðina rætast. Til afhendingar strax! Fjárfestingar olíusjóðsins í Nor­ egi í spilavítum í Makaó, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, nema milljörðum norskra króna, að því er segir í frétt á norska viðskipta­ vefnum E24. Kínverska mafían er talin tengjast spilavítum í Makaó. Haft er eftir Steve Vickers, sem gegnt hefur yfirmannsstöðu hjá leyniþjónustunni í Hong Kong, að rekstur spilavítanna sé löglegur. Sérstakir milliliðir, sem lokka auð­ uga spilara frá Kína til Makaó með gylliboðum, séu hins vegar taldir tengjast mafíunni í Kína. Slíkir hópar þyki nauðsynlegir til að inn­ heimta spilaskuldir. Bent er á að bandaríska þingið hafi árið 2013 birt skýrslu þar sem segir að velta spilavítanna í Makaó hafi verið sex sinnum meiri en greint hafi verið frá og gefi það til kynna peningaþvætti. – ibs  Olíusjóður fjárfestir í mafíuspilavíti ríkir spilarar eru lokkaðir í spilavíti með gylliboðum. nOrDiCPHOtOS/GEttY markaðurinn 2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 4 -E E 7 8 1 F 4 4 -E D 3 C 1 F 4 4 -E C 0 0 1 F 4 4 -E A C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.