Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þessir
kjósendur
hafa ekki
gert banda-
lag við illu
öflin með því
að kjósa
Sjálfstæðis-
flokkinn.
Við lofuðum
stórsókn í
mennta-
málum og við
ætlum að
standa við
það. Það eiga
því allir að
komast að í
framhalds-
skólunum
sem sækja um
Einföld lausn
á hvimleiðu
vandamáli.
Vertu með
fallegar neglur,
alltaf !
Nailner
penninn
við svepp í nögl.
Dreifing: Ýmus ehf
Fæst í apótekum
Íslendingar eru upp til hópa ekki jafn flokkshollir og þeir áður voru og kjósa í meiri mæli en áður eftir eigin tilfinningu hverju sinni. Þessi kjósendahópur er ekki bundinn á klafa einstrengingslegrar flokkshollustu. Einhverjir myndu vilja saka þessa kjósendur um
pólitíska lausung, en þeir líta einfaldlega ekki á það sem
sáluhjálparatriði að festa sig í einum flokki. Þetta er hóf
samt fólk sem er ekki líklegt til að grípa til gífuryrða. Aðrir
sjá um það.
Í umræðu um íslensk stjórnmál og stjórnmálaflokka
er skítkast orðið nær daglegt brauð og svo útbreitt að
flestir eru hættir að kippa sér upp við það. Stjórnmála
flokkar og stjórnmálamenn verða fyrir þessu í mismiklum
mæli. Sennilega hefur enginn stjórnmálaflokkur orðið
að þola jafn mikla og hamslausa gagnrýni og Sjálfstæðis
flokkurinn. Látum vera þótt Jóhanna Sigurðardóttir hafi
stigið í pontu á nýlegu flokksþingi Samfylkingarinnar og
kallað Sjálfstæðisflokkinn spillingarflokk. Hún hefur lengi
séð óvin í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins og
ekki dregið af sér við að vara við fólsku hans og undirferli.
Þetta gerir lukku á ýmsum bæjum en aðrir eru líklegir til að
flokka tal eins og þetta sem innihaldslaus gífuryrði. Svona
er talað á hitastundum í pólitík og er jafnvel talið sjálfsagt,
en er svo sem ekki til sérstaks sóma.
Umræðan á netinu og í einstaka greinaskrifum er heldur
ekki alltaf til sóma. Þar eru of margir einstaklingar sem
svamla í drullupolli og vilja helst hvergi annars staðar vera.
Dónaskapur er allsráðandi í bland við ofstæki. Reynt er að
meiða sem flesta með orðum og þar fá stjórnmálaflokkar
og stjórnmálamenn sinn skammt. Þar er Sjálfstæðisflokk
urinn iðulega stimplaður sem mikil meinsemd í íslensku
þjóðfélagi. Eftir að upplýst var í september á síðasta ári
að faðir Bjarna Benediktssonar hefði veitt dæmdum kyn
ferðis afbrotamanni meðmæli varð fúkyrðaflaumurinn
sem aldrei fyrr. Flokkurinn var sagður vera flokkur barna
níðinga, þar gætu þeir verið öruggir um að eiga skjól. Í
nýlegri grein á vefsíðu Stundarinnar eftir ungan pistlahöf
und er róið á sömu mið og talað um samstarf Sjálfstæðis
flokksins við barnaníðinga. Þeirri grein virðist ætlað að
sjokkera og ögra og það hefur tekist í einhverjum mæli.
Þeir sem leika sér að því að segja Sjálfstæðisflokkinn
flokk barnaníðinga eru ekki bara að ráðast að flokknum
heldur um leið að gera lítið úr kjósendum hans. Stað
reyndin er sú að sómakært fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn í
stórum stíl vegna þess að það sér sitthvað skynsamlegt og
gott í stefnu hans. Sumir kjósa hann í hverjum kosningum,
aðrir merkja við hann einstaka sinnum. Þessir kjósendur
hafa ekki gert bandalag við illu öflin með því að kjósa Sjálf
stæðisflokkinn. Það er heldur ekki hægt að halda því fram
að þeir hafi verið plataðir til fylgilags við hann. Og ekki eru
þeir dregnir nauðugir á kjörstað. Þessir kjósendur, eins og
meginþorri Íslendinga, taka ekki mark á öfgafullum mál
flutningi hatursmanna flokksins.
Hér skal því ekki haldið fram að það felist stórkostleg
frelsun í því að vera staðfastur Sjálfstæðismaður, en það er
sannarlega ekkert glæpsamlegt við það.
Glæpir
Sjálfstæðismanna
Ég vil afnema hina svo kölluðu 25 ára ,,reglu‘‘ við innritun nemenda í framhaldsskóla. Frá árinu 2012 hefur framhaldsskólum verið heimilt að forgangsraða umsóknum um skólavist eftir tiltekinni
flokkun á umsækjendum. Einn liður í reglugerðinni sem
liggur til grundvallar kveður á um að umsækjendum 25
ára og eldri, og njóta ekki forgangs af öðrum ástæðum, er
raðað næstsíðast við flokkun umsókna. Margir túlkuðu
þetta sem svo að framhaldsskólar landsins séu lokaðir
fólki eldra en 25 ára sem hefur áhuga á bóknámi.
Mennta og menningarmálaráðuneytinu hafa ekki
borist umkvartanir vegna synjunar um skólavist sökum
aldurs og líkur á að það reyni á slíkt eru hverfandi. Sér
staklega í ljósi þess að framlög til framhaldsskólastigsins
voru aukin um 1.290 milljónir milli 2017 og 2018 og í
ofanálag eru framlög á nemanda hærri í kjölfar styttingar
náms til stúdentsprófs, en framhaldsskólarnir halda
þeim fjármunum sem sparast vegna styttingarinnar. Ég er
þeirrar skoðunar að einfalda eigi regluverk ef ekki er þörf
fyrir það. Þessi aðgerð er skref í þá átt.
Nú eru drög að breytingum á fyrrgreindri reglugerð
komin í opið samráð á vef samráðsgáttarinnar. Öllum er
frjálst að senda inn umsögn eða ábendingar um drögin í
gegnum samráðsgáttina en markmið hennar er að auka
gagnsæi og möguleika almennings og hagsmunaaðila á
þátttöku í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku
opinberra aðila.
Þess má geta að umsækjendum 25 ára og eldri bjóðast
einnig fjölmörg önnur námsúrræði en nám í framhalds
skóla. Þar er helst að geta framhaldsfræðslu, sem boðin
er um allt land og lögð hefur verið áhersla á að efla og
styrkja með auknum fjárframlögum á síðustu árum. Þá
geta nemendur á þessum aldri sótt aðfaranám í staðnámi
eða fjarnámi.
Við lofuðum stórsókn í menntamálum og við ætlum
að standa við það. Það eiga því allir að komast að í fram
haldsskólunum sem sækja um, uppfylli þeir þau inntöku
skilyrði sem skólarnir setja hverju sinni. Það að vera yngri
en 25 ára er ekki inntökuskilyrði.
Einföldum regluverk –
afnemum 25 ára ,,regluna‘‘
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningarmála-
ráðherra
Gylfi, frekar en Gulli eða Guðni
Vladímír Pútín er í hávegum
hjá dagskrárgerðarfólki og
hlustendum Útvarps Sögu. Þar
hefur verið nokkur kurr vegna
orða Guðlaugs Þórs Þórðar-
sonar utanríkisráðherra um
hugsanlega sniðgöngu íslenskra
stjórnvalda á HM í Rússlandi.
Guðlaugur reyndi í beinni
útsendingu í gær að útskýra
ástæður þess að víða væri var-
hugur goldinn við Pútín og sló
niður þá grillu að til tals kæmi
að láta landsliðið sitja heima.
Það myndi aldrei verða og að í
stóra samhenginu breyti engu
hvort hann eða Guðni [forseti]
láti sjá sig svo lengi sem Gylfi Þór
Sigurðsson mætir til leiks.
Kaldar kveðjur frá Gautaborg
Urgur hefur verið á Sögu vegna
þess að Guðni Th. Jóhannesson
var ekkert að flýta sér að senda
endurkjörnum Pútín heillaóskir.
Hann bætti úr skák í gær og benti
Pútín um leið á að þjóðarleið-
togum bæri ætíð að standa vörð
um friðinn. Hlustandi ársins
2016 á Útvarpi Sögu, Gauta-
borgarbúinn Baldur Bjarnason,
brást illur við friðarboðskap
forsetans og hellti sér yfir hann í
athugasemdakerfi Stundarinnar
þar sem hann sagði Guðna og
þá sem kusu hann (38,49%) eiga
að skammast sín fyrir „strengja-
brúðuna“ Guðna. Greinilega
illa við brúður sem Pútín heldur
ekki í strengina á.
thorarinn@frettabladid.is
2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-C
6
F
8
1
F
4
4
-C
5
B
C
1
F
4
4
-C
4
8
0
1
F
4
4
-C
3
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K