Fréttablaðið - 22.03.2018, Side 18
Alvöru bókabúð og miklu meira
www.boksala.is
50-70%
afsláttur af erlendum
bókum og völdum
vörum.
15. mars til
20. apríl
Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14.
mars sl. og finnur því flest til foráttu.
Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg mat
vælaframleiðsla, og telur um 2,2 milj
ónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir
í augum þeirra sem telja hættu á að
kynbættur stórlax úr eldi geti spillt
íslenskum laxastofnum og mengað
firði. Þessi umræða er oft og tíðum
öfgakennd og lituð rangfærslum.
Það skal fyrst áréttað að hinn norsk
ættaði eldislax okkar er kynbættur en
ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur
fram. Á þessu er reginmunur, sem
öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita.
Svo virðist sem þeir sem andmæla
sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi
eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera
saman þessa tvo valkosti, en undirrit
aður rak stærstu landeldisstöð heims í
16 ár og er því afar vel kunnugur mála
vöxtum, en hefur varið undanförnum
átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi
við strendur Íslands.
Þegar horft er til vistspors laxa
framleiðslu eða próteinframleiðslu
almennt er gjarnan litið til fjögurra
þátta.
1. Hve mikillar orku krefst fram
leiðslan?
2. Hvað verður um úrgang sem fellur
til?
3. Hver eru áhrif hugsanlegrar gena
blöndunar vegna stroks kynbætts
eldisfisks?
4. Hvað kostar fjárfestingin við fram
leiðslu á hvert kíló í vistspori og
hve mikið er hægt að endurvinna
af búnaðinum?
Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftir
farandi:
1. Það kostar 7 kílóvattstundir af raf
orku að framleiða 1 kg af laxi í land
eldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og
fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi
kostar þetta enga orku. Ísland á
hreina orku, sem hægt er að nota
til þessarar framleiðslu, en hún er
takmörkuð auðlind og ekki mikið
rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala
framleiðslu. Frekari virkjanafram
kvæmdir eru umdeildar.
2. Úrgangsefni, sem verða til við
framleiðsluna í landeldi er hægt
að fanga að miklu leyti og nýta
sem áburð, en eigi að síður endar
seyran inni í stóra nitur og fosfat
hringnum á endanum. Úrgangur
frá sjókvíaeldi fellur að einhverju
leyti til botns en leysist allur upp
að lokum og endar með sama hætti
inni í stóra nitur og fosfathringn
um. Þannig er þessi þáttur með til
liti til vistspors afar umdeilanlegur.
3. Strok verður æ minna með árunum
og búnaðurinn betri og betri með
hverju ári sem líður, með sama
hætti og öll önnur tæki þróast með
tímanum. Enginn framleiðandi vill
að lax sleppi þannig að hvatinn er
augljós. Klárlega má fullyrða að
strok er minna úr strandstöðvum
ef vandað er til verks. Um neikvæð
eða jákvæð áhrif genablöndunar
er erfitt að fullyrða og líffræðingar
eru afar ósammála um þennan
þátt umræðunnar. Það vegur hins
vegar þungt að benda á rauntölur
um afkomu norska laxastofnsins,
sem afleiðu af auknu eldi. Hér er
um sögulegar rauntölur að ræða en
ekki framreiknaðar tölur byggðar á
veikum faglegum grunni og léleg
um rannsóknum. Þar er ekki hægt
að merkja að aukið eldi hafi nei
kvæð áhrif á afkomu laxastofnsins
í Noregi þar sem villilaxastofninn
þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og
laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.
4. Erfitt er að fullyrða að allar bygg
ingar sem byggðar eru í landeldi
séu endurnýjanlegar. Afskriftartími
sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og
kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér
hefur sjókvíaeldi klárlega vinn
inginn.
Frey Frostasyni svarað vegna
vistspors sjókvíaeldis
Uppbygging rannsókna og doktorsnáms við Háskóla Íslands undanfarna tvo áratugi hefur
komið skólanum í fremstu röð alþjóð
legra rannsóknaháskóla. Þjóðir heims
fjárfesta í rannsóknarháskólum til
að byggja upp samfélag sem drifið
er áfram af menntun, rannsóknum
og nýsköpun. Hér á landi hefur verið
stigið skref í þá átt með uppbygg
ingu háskólastigsins en til að byggja
upp blómlegt þekkingarsamfélag á
Íslandi til framtíðar þarf samstillt átak
háskóla, stjórnvalda og atvinnulífs.
Atvinnulífið þarf að sjá sér hag í því
að vinna með háskólum og háskólar
þurfa að sjá ábata af því að vinna
með atvinnulífinu. Þannig er hægt að
tryggja hagnýtingu þekkingar og að
ungt fólk hafi fjölbreytt tækifæri til að
nýta háskólamenntun sína og sjái sér
þannig hag í að búa hér á landi.
Rannsóknir háskóla og doktors
nám er mikilvægur þáttur í þessari
menntasókn. Hagnýting þekkingar
er forsenda þess að hægt sé að takast
á við samfélagslegar áskoranir á borð
við loftslagsbreytingar og misskipt
ingu auðs og til að fyrirtæki geti þróað
starfsemi sína. Opinberar stofnanir,
nýsköpunarfyrirtæki og atvinnulíf
kalla sífellt eftir sérhæfðari þekkingu
og háþróaðri tæknilausnum. Mörg
framsæknustu fyrirtæki heims hafa því
byggt upp öflugt samstarf við háskóla
til að sækja þangað þekkingu og tækni
nýjungar sem sprottnar eru úr grunn
rannsóknum á ólíkum fræðasviðum.
Hátæknirisar á borð við Google og
Apple sækjast t.d. markvisst eftir sam
starfi við háskóla og rannsóknastofn
anir og er þróun þessara fyrirtækja
háð slíkri þekkingarsköpun. Mikil
væg framþróun síðustu áratuga – s.s.
GPStæknin, snertiskjárinn og inter
netið – hefði aldrei náðst án fjárfest
ingar samfélagsins í háskólamenntun,
rannsóknum og doktorsnámi í fjöl
breyttum fræðigreinum.
Háskóli Íslands hefur þegar stigið
markviss skref til að skapa lifandi og
gagnvirkan samstarfsvettvang við
atvinnulífið. Dæmi um þetta er upp
bygging Vísindagarða í Vatnsmýrinni
í samvinnu við Reykjavíkurborg þar
sem Háskólinn og nýsköpunarfyrir
tæki eru leidd saman. Þá hefur Háskól
inn haft forystu um stofnun þekkingar
veitunnar „Auðnu“ sem er vettvangur
til að veita hugverkum og nýrri tækni
úr háskólum og rannsóknastofnunum
til samfélags og atvinnulífs. Erlendar
úttektir hafa sýnt að skortur á slíku
samstarfi og slíkri þekkingarveitu
hefur verið veikleiki kerfisins hér á
landi. Sóknarfærin hér fyrir íslenskt
samfélag eru nánast óþrjótandi.
Beint samband er á milli fjárfest
ingar í rannsóknum, nýsköpun og
þróun annars vegar og framleiðni
aukningar og hagvaxtar hins vegar.
Áhrifin eru víðtækust í þeim ríkjum
sem fjárfesta mest í háskólastarfi. Sýnt
hefur verið fram á að hver aukin króna
til rannsókna og nýsköpunar skilar
vexti þjóðartekna sem nemur fimm
faldri þeirri aukningu. Fjárfesting í
rannsóknum og menntun skilar sér
þannig margfalt til baka til samfélags
ins í auknum hagvexti og lífsgæðum.
Sameiginlegt viðfangsefni
Samkvæmt nýsköpunarvísitölu Sam
einuðu þjóðanna stendur Ísland
sterkt að vígi þegar litið er til árangurs
vísindarannsókna og alþjóðlegs sam
starfs, en síður þegar kemur að þáttum
á borð við nýtingu hátækni, útflutning
og framleiðni. Hluti vandans er að við
verjum ekki nægilegum fjármunum í
rannsóknir og þróun, jafnt í háskólum
sem fyrirtækjum. Við þurfum sam
eiginlega að setja okkur metnaðarfull
markmið til að vera samkeppnishæf
við nágrannaþjóðir okkar.
Evrópusambandið stefnir að því að
verja þremur prósentum af landsfram
leiðslu aðildarríkjanna í rannsóknir og
þróun og skapa með því fjölda nýrra
starfa og auka hagvöxt. Framsækin
ríki á borð við Bandaríkin, Japan og
SuðurKóreu fjárfesta nú þegar þrjú
til fjögur prósent af landsframleiðslu
sinni í rannsóknaháskólum, alþjóða
samstarfi, hagnýtingu og nýsköpun til
að tryggja samkeppnishæfni sína. Slík
fjárfesting skilar sér beint til atvinnu
lífsins og samfélagsins alls.
Það er sameiginlegt viðfangsefni
okkar, háskólasamfélagsins, atvinnu
lífsins og stjórnvalda að stuðla að hag
nýtingu þekkingar í þágu sjálfbærni
samfélagsins, velferðar allra og til að
efla samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Farsæld samfélags okkar til framtíðar
er í húfi.
Þekking er gjaldmiðill
framtíðar
Í Fréttablaðinu 12. mars sl. heldur Kolbrún Bergþórsdóttir því fram að ég hafi látið „sérkennileg orð
falla um múslima“ í aðdraganda
sveitarstjórnarkosninganna 2014.
Þetta hafi leitt til þess að hópur „hat
ursfólks“ hafi kosið mig. Þótt forysta
Framsóknarflokksins hafi brugðist sé
ásýnd flokksins nú orðin „geðþekk
ari“ og sé það vel.
Það sem ég sagði
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosning
anna lýsti ég sem kunnugt er afstöðu
minni til þeirrar ákvörðunar Reykja
víkurborgar að gefa Félagi múslima
á Íslandi lóð til að byggja á mosku. Í
viðtali við blaðamann visir.is þann
23. maí 2014 lýsti ég þeirri skoðun að
afturkalla ætti lóðarúthlutunina. Í því
sambandi vitnaði ég meðal annars til
SádiArabíu og var orðrétt haft eftir
mér: „Það myndu koma peningar að
utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki
spurning. Þeir byrja að streyma inn um
leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“
Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að
SádiArabar hafa verið öðrum þjóðum
duglegri að styrkja byggingu moska í
Evrópulöndum þar sem breidd er út
öfgakennd útgáfa af íslamstrú.
Flestir skildu orð mín sem varnaðar
orð þótt Kolbrún kjósi að líta á þau sem
hatur. Fylgir hún þar borgar stjórnar
efni Samfylkingarinnar í Reykja vík,
Degi B. Eggertssyni, sem vildi ekki gera
mikið úr hættunni og lét hafa eftir sér
að maður stýrði ekki borg með því að
mismuna fólki eftir trúarskoðunum.
Jón og séra Jón
Ég var ekki búin að vera nema örfáa
mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
greindi opinberlega frá því að sendi
herra SádiAraba hefði tjáð honum
að SádiArabar hygðust leggja
umtalsvert fé til byggingar mosku
í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa
orðið „hissa og svo lamaður“ og
brýndi fyrir Íslendingum að vakna
til vitundar um vandann sem fylgdi
öfgafullri íslamstrú. Kvað forsetinn
þann vanda ekki verða leystan með
barnalegri einfeldni og aðgerðum á
sviði umburðarlyndis og félagslegra
umbóta. Í viðtali sem Kolbrún sjálf
tók við forsetann hafði hún orðrétt
eftir honum: „Ég tel líka ástæðu til
að árétta að þau öfl sem hafa fóstrað
og fjármagnað öfgakennda útgáfu
af íslam, stutt staði [lesist „moskur“,
innskot S.B.S.] og skóla þar sem ungt
fólk, einkum karlmenn, eru aldir upp
í öfgakenningum, hafa greinilega
ákveðið að Ísland eigi að vera hluti af
þeirra athafnasvæði.“ Mér vitanlega
hefur Kolbrún ekki gagnrýnt þessi
ummæli forsetans enda ekki tilefni
til. Það er því greinilegt að það skiptir
Kolbrúnu máli hvaðan varnaðarorðin
koma. Ekki er sama hvort þar á í hlut
Jón eða séra Jón.
Borgarstjórarnir
á undan og eftir Jóni
Þessar fréttir urðu hins vegar til þess
að Dagur B. Eggertsson, sem þá hafði
tekið við sem borgarstjóri af Jóni
Gnarr, mælti fyrir um rannsókn á
fjárframlagi SádiAraba. Í ljós kom
að SádiArabar höfðu ákveðið að
leggja allt að 350 milljónir króna til að
reisa mosku í Reykjavík. Fyrrverandi
borgarstjóra og oddvita Samfylking
arinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla
dóttur, var ekki skemmt. Kvaddi hún
sér hljóðs í fjölmiðlum og varaði við
því að Sádar yrðu boðnir hingað vel
komnir. Í viðtali við fréttastofu Ríkis
útvarpsins sagði hún að það væri „frá
leit hugmynd að SádiArabía [fengi]
að setja fjármagn í byggingu mosku í
Reykjavík“. Það þurfti því fyrrverandi
borgarstjóra – konu með bein í nefinu
– til að taka af skarið. Borgarstjórinn
á eftir Jóni treysti sér ekki til að biðja
um meira en skýrslu. Eftir það hefur
ekki heyrst meira frá honum.
Nýju fötin Kolbrúnar
Vera má að ályktanir Kolbrúnar
stafi af vanþekkingu hennar á mál
efnum SádiAraba enda hefur lítið
verið sagt af fréttum hér á landi um
markmið þeirra með uppbyggingu
moska í Evrópu. Kolbrún, sem hefur
á undanförnum misserum starfað
sem ritstjóri DV, ætti þó að muna eftir
því þegar efni úr skýrslu þýsku leyni
þjónustunnar lak í þarlenda fjölmiðla
í árslok 2016. Í skýrslunni kom fram
að SádiArabar hefðu stutt öfgahópa
í Þýskalandi með því að fjármagna
moskur, trúarskóla og trúarleið
toga. Það eru síðan ekki nema örfáar
vikur frá því að fréttir voru sagðar af
því frá Belgíu að SádiArabar hefðu,
eftir þrýsting frá þarlendum stjórn
völdum, samþykkt að hætta öllum
afskiptum af Stórmoskunni í Brussel.
Í frétt Reutersfréttastofunnar, þar
sem fjallað er um þessar vendingar,
er SádiAröbum lýst sem útflytjanda
öfgakenndrar útgáfu af íslam (e. „a
global exporter of an ultraconserv
ative brand of Islam“). Varla telur Kol
brún að stefnda SádiAraba sé önnur
hér á landi en á meginlandinu?
Enda þótt Kolbrún sé nú „fastur
penni“ Fréttablaðsins þýðir ekkert
fyrir hana að reyna að telja lesendum
blaðsins trú um að það hafi verið
sérkennilegt þegar ég setti mig upp
á móti því að hér yrði reist moska
með fjármagni frá SádiArabíu. Það
hljómar eins og nýju fötin keisarans.
Það sem er hins vegar„sérkennilegt“
er að slík ummæli skuli koma úr ranni
einstaklings, sem þar til nýverið var
ritstjóri DV, en á vefmiðlinum dv.is
hafa „virkir í athugasemdum“ um
árabil fengið, að því er virðist óátalið
af hálfu ritstjórans, að spúa hatri yfir
múslima og trú þeirra í athugasemd
um sem þeir rita við fréttir blaðsins.
Hver er ábyrgð Kolbrúnar á því?
Steinn úr húsi Kolbrúnar
Jón Atli
Benediktsson
rektor Háskóla
Íslands
Beint samband er á milli
fjárfestingar í rannsóknum,
nýsköpun og þróun annars
vegar og framleiðniaukning-
ar og hagvaxtar hins vegar.
Áhrifin eru víðtækust í þeim
ríkjum sem fjárfesta mest í
háskólastarfi.
Jónatan
Þórðarson
fiskeldis
fræðingur
Sveinbjörg
Birna Svein
björnsdóttir
óháður
borgarfulltrúi Í aðdraganda sveitarstjórnar-
kosninganna lýsti ég sem
kunnugt er afstöðu minni til
þeirrar ákvörðunar Reykja-
víkurborgar að gefa Félagi
múslima á Íslandi lóð til að
byggja á mosku.
2 2 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-D
5
C
8
1
F
4
4
-D
4
8
C
1
F
4
4
-D
3
5
0
1
F
4
4
-D
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K