Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 26
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Erna Einarsdóttir fatahönnuður í peysu úr Skugga-Sveinsfatalínunni en rauði, blái og hvíti liturinn er eitt af einkennum línunnar. MYND/StEfáN KarlSSoN Prjónaefni og þá helst íslensk ull og mynstur úr íslenskri ullarhefð eru áberandi í hönnun Ernu Einarsdóttur fyrir Geysi. MYND/EliSabEth toll í SaMStarfi við EiNar hjá E&Co Erna lærði fatahönnun í hol-lenska lista- og hönnunar-háskólanum Gerrit Rietveld Academie og Central Saint Martins í London þaðan sem hún útskrifað- ist árið 2012 með starfstilboð frá tískuhúsi Yves Saint Laurent upp á vasann en aðaláhersla hennar á lokasýningu skólans var flíkur úr prjónaefni. Þar starfaði hún með Hedi Slimane sem þá var nýráðinn yfirhönnuður tískuhússins. „Svo varð ég ólétt og flutti heim,“ segir Erna hlæjandi. „Á meðan ég var í fæðingarorlofi átti ég í samtali við eigendur Geysis sem lauk með því að ég tók að mér að byggja upp Geysisvörumerkið og vera yfir- hönnuður. Skugga-Sveinn er línan okkar fyrir haust og vetur 2017 og það er sú lína sem er að fá verð- laun.“ Aðspurð um innblástur að verð- launalínunni segir Erna hann koma úr ýmsum áttum. „Upphaflega var ég mikið að skoða málverk eftir Guðmundu Andrésdóttur en svo fékk ég ábendingu um að leiktjöld eftir Sigurð málara frá sýningu Þjóðleikhússins á Skugga-Sveini væru til sýnis í Þjóðminjasafninu og ég fór að skoða þau og þetta tvennt varð mér innblástur að Skugga- Sveinsfatalínunni.“ Hún segist hanna fyrst og fremst á konur fyrir Geysi. „Vöru- merkið sem við höfum byggt upp í nokkrum ullarflíkum hjá Geysi er fyrst og fremst kvenlína og áherslan er mest á prjónið,“ segir Erna. „Fyrst vorum við mest í íslensku ullinni en höfum svo skoðað ýmiss konar efni og erum að bæta við efnum og saumuðum flíkum. Við höfum gert stöku karlmannaflíkur og ég hef svo stundum stolist til að skjóta inn nokkrum barnaflíkum með fram, aðallega göllum og peysum.“ Hún segir samt aðaláhersluna vera á Geysiskonuna. „Hún er borgarkona en með sterka tengingu við íslenska arfleifð í litum og mynstrum,“ segir Erna. „Við förum ekki eftir tískustraumum heldur viljum að þetta séu vandaðar og sígildar flíkur sem hægt er að eiga í skápnum lengi,“ segir Erna en viðurkennir að hún fái stundum að sletta úr klaufunum. „Við viljum bæði hafa þessar klassísku línur en hafa líka spennandi föt sem krydda línuna. Þannig að þetta eru ekki bara praktískir rúllukragabolir heldur fæ ég stöku sinnum að leika mér.“ Hún segir að Grapevine viður- kenningin skipti sig miklu máli. „Við búum í landi þar sem er ekki auðvelt fyrir fatahönnuð að búa til vörumerki og halda því úti og það skiptir máli að hafa einhvern þétt við bakið á sér. Það er gott að vita að maður er að gera eitthvað rétt og einhver sér það, tekur eftir því, skilur og sýnir áhuga. Persónulega er þetta mjög mikil hvatning fyrir mig.“ Geysislínan hefur fest sig vel í sessi á Íslandi og margir velta fyrir sér hvort það sé útrás í kortunum. Erna segir að þau fari mjög varlega í það enda hafi uppbygging merkis- ins gengið fyrir. „Við höfum aðeins þreifað fyrir okkur í Kaupmanna- höfn en það er klárlega næsta verkefni hjá okkur að skoða þetta nú þegar við erum búin að staðsetja okkur vel á þessum markaði. Það er ekki auðvelt að halda fjölbreytni og metnaði á svona litlum markaði eins og Ísland er og því stærri sem við erum, því meiri fjölbreytni getum við boðið.“ Þægilegur Skugga-Sveinn Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, hlaut á dög- unum hönnunarverðlaun Grapevine fyrir haust og vetrar- línuna 2017 sem heitir Skugga-Sveinn. Erna hefur starfað hjá Geysi frá 2012 en var áður hjá tískuhúsi YSL í París. UMSÖGN DÓMNEfNDar GraPEviNE UM SKUGGa-SvEiN: Sterk litapallettan samanstendur af dumbrauðum, dökkbláum og hvítum og áherslan er á aðsniðna hálfsíða kjóla og víðar ullarpeysur þar sem saman fara stórir litafletir og breiðar rendur sem gefa bæði nútímalegt yfirbragð og eru með Norðurlandablæ. Helstu höfundar- einkenni Geysislínunnar leyna sér ekki, einföld og skýr hönnun úr gæðaefnum, flíkur sem eru bæði þægilegar og klæðilegar og hugmyndin er öll vel unnin, bæði hvað varðar útlit, kynningu og markaðssetningu. Allt fer fullkom- lega saman. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-58 KRINGLUNNI | 588 2300 Nýjar vörur Opið til kl. 21 í kvöld 8.995 Dúkur 1.495 Skál 5.495 Kanína 1.495 Eggjabikar 2.795 Egg 2.295 Stór diskur1.495 Lítill diskur 695 Munnþurrka 4 KYNNiNGarblað fÓlK 2 2 . M a r S 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 5 -0 C 1 8 1 F 4 5 -0 A D C 1 F 4 5 -0 9 A 0 1 F 4 5 -0 8 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.