Fréttablaðið - 22.03.2018, Blaðsíða 32
4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . m A R s 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R NoRÐuRLANd
Tveir þingmenn
Norðausturkjör-
dæmis eru sam-
mála um að allar
forsendur séu fyrir
góðu mannlífi og
öflugu atvinnulífi
á næstu árum á
Norðurlandi.
Anna Kolbrún Árnadóttir sett-ist á þing fyrir Miðflokkinn á síðasta ári en hún hefur búið
á Akureyri stærstan hluta ævi sinnar.
Hún segir helstu styrkleika Norður-
lands liggja m.a. í frjóu mannlífi auk
þess sem þau séu svo lánsöm að hafa
góða skóla á öllum skólastigum sem
styðji hverjir aðra bæði í formlegu
og óformlegu samstarfi. „Þetta sam-
starf leiðir svo af sér góða tengingu
við atvinnulíf, menningu, ferða-
mennsku og margt fleira.“
Hún sér fyrir sér góðan vöxt á
svæðinu næsta áratuginn en þar
þurfi þó allir hagaðilar að vinna
áfram saman og móta sameigin-
lega stefnu þannig að svæðið nái
sem bestri stöðu. „Mér finnst mest
spennandi að þróa svæðið þannig
að vel verði staðið að fjölskyldum og
að við tökum utan um einstaklinga
frá vöggu til grafar. Að allir njóti
aðstoðar þurfi þeir á henni að halda
og að einstaklingar upplifi sig sem
hluta af heild. Ég vil gjarna sjá fleiri
fyrirtæki á svæðinu með fjölbreytta
starfsemi og samhliða því vil ég sjá
aukna nýsköpun sem laðar þá að
fleiri til þess að búa hér og heldur
vonandi í alla þá sem annars myndu
flytja burt. Það finnst mér mest
spennandi og jafnframt töluverð
áskorun.“
Hún segir Norðlendinga með ein-
dæmum hjálpsamt fólk. „Ef einhver
festir sig t.d. í skafli á bílnum þá eru
um leið komnir allavega tveir eða
þrír jeppar til að draga viðkomandi
af stað. Þetta sést sjaldan á höfuð-
borgarsvæðinu er ég viss um.“
Aðspurð hvort hún geti nefnt
nokkrar faldar perlur sem íslenskir
ferðalangar ættu að kynna sér segist
hún ekki beint vilja auglýsa þær. „En
ætli það sé ekki auðvelt að benda
á öll litlu söfnin sem eru á Norður-
landi. Eins er hægt að velja að pakka
nesti og fara í sveitaferð, svo eru
ýmiss konar kaffihús og veitinga-
staðir sem öll hafa sína sérstöðu.“
Háskólinn í lykilhlutverki
Njáll Trausti Friðbertsson hóf
formlega afskipti af bæjarmálum á
Akureyri árið 2010 sem varabæjar-
fulltrúi og fjórum árum síðar sem
bæjarfulltrúi. Hann settist á þing
árið 2016 fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og segir stóra málið vera uppbygg-
ingu meginflutningskerfis raforku á
Norðurlandi. „Sú ótrúlega staða sem
komin er upp hér á Norðurlandi í
þessum málaflokki er með hreinum
ólíkindum. Lélegt dreifikerfi hefur
haft afar slæm áhrif á atvinnuupp-
byggingu á svæðinu undanfarinn
áratug og það þarf að laga strax.“
Aðspurður um helstu styrkleika
Norðurlands nefnir hann fyrst
Háskólann á Akureyri sem gegni
lykilhlutverki í framþróun svæðisins
og um leið mikilvægu hlutverki á
landsbyggðinni. „Hlutverk skólans nú
þegar við förum inn í fjórðu iðnbylt-
inguna verður stórt og mikilvægt og
vonandi tekst að byggja upp frekara
nám sem snýr að tækni og raun-
greinum á næstu misserum. Okkar
góðu framhaldsskólar gegna líka
stóru hlutverki í þessu samhengi.“
Hann nefnir einnig ferðaþjónust-
una sem hefur styrkst ásamt öllum
innviðum hennar. „Við erum að
sjá mun fjölbreyttari þjónustu við
ferðamenn en áður og það hefur
gefist vel. Menningarlífið hefur einn-
ig verið öflugt á svæðinu og er mikil
gróska á þeim vettvangi.“
Allar forsendur eru fyrir hendi
fyrir góðu mannlífi og öflugu
atvinnulífi á næstu árum á Norður-
landi segir Njáll. „Það eru gríðarlega
miklir möguleikar í uppbyggingu
ferðaþjónustunnar á svæðinu og
þá gegna góðar samgöngur inn á
svæðið lykilhlutverki og þá sér-
staklega ef það á að nást árangur
við að byggja upp heilsársferða-
þjónustu á svæðum sem eru lengst
frá Keflavíkur flugvelli. Það er gaman
að fylgjast með öflugri uppbyggingu
ferðaþjónustunnar hér á Norður-
landi með fjölbreyttu úrvali afþrey-
ingar fyrir ferðamenn.“
Hann nefnir nokkrar náttúru-
perlur sem hann hvetur Íslendinga
til að skoða á ferð sinni um
Norðurland. „Þar má m.a. nefna
Flateyjardal, Grímsey, Fjörðurnar
og Laxárdal. Ekki má síðan gleyma
norðausturhorni landsins sem mig
grunar að margir Íslendingar hafi
ekki kynnt sér, t.d. Melrakkasléttu
og Þistilfjörð. Það er af nógu að taka
og fjölbreytileiki svæðisins til ferða-
laga er mikill.“
Tækifærin eru til staðar á Norðurlandi
Anna Kolbrún
Árnadóttir,
þingkona mið-
flokksins.
mYNd/ERNIR
Njáll Trausti
Friðbertsson,
þingmaður
sjálfstæðis-
flokks.
mYNd/AuÐuNN
Icelandair Hótel Akureyri | Þingvallastræti 23 | Akureyri | 518 1000
Lifa
borða
njóta
Lífsins lystisemdir bíða þín á Icelandair hótel Akureyri. Njóttu góðrar hvíldar í björtu herbergi með fallegu útsýni yfir bæinn
og gómsætrar máltíðar á glæsilega veitingahúsinu okkar, Aurora Restaurant.
Við tökum vel á móti þér!
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
2
2
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
4
-D
0
D
8
1
F
4
4
-C
F
9
C
1
F
4
4
-C
E
6
0
1
F
4
4
-C
D
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
1
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K