Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 22.03.2018, Qupperneq 50
Svava talaði beint inn í þennan tíma og gekk fram af mörgum því hún var algjörlega vægðar lauS og reif í Sundur goðSögnina um hina ham- ingjuSömu konu. Leikrit Svövu Jakobs-dóttur verða leiklesin í Hannesarholti í mars og apríl. Fyrst á dag-skrá er leikritið Hvað er í blýhólknum? undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, sem verður leiklesið í kvöld, fimmtu- dagskvöld, klukkan 20.00. Helstu leikendur eru: Anna Einarsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Hanna María Karls- dóttir, Jón Magnús Arnarsson og Sigurður Skúlason. Hvað er í blýhólknum? var frum- sýnt árið 1970 í leikstjórn Maríu Kristjánsdóttur. „Mér er afskaplega minnisstætt þegar ég sá leikritið árið 1970,“ segir Þórhildur. „Þetta var sýning sem stimplaði sig inn í huga fólks því hún var afar nýstár- leg og notaði ýmis meðul sem höfðu ekki sést mikið í íslensku leikhúsi. Leikstjórinn María Kristjánsdóttir var nýkomin frá námi í Þýskalandi og þetta var frumraun hennar. Þarna sló María nýjan tón. Leikritið talaði beint inn í þá umræðu sem þarna var að hefj- ast um stöðu kvenna og óánægju þeirra. Umræðan var komin í bull- andi gang þótt hún væri ekki komin upp á yfirborðið. Á sama tíma var Rauðsokkahreyfingin stofnuð í kjölfar þess að konur gengu niður Laugaveginn með Lýsiströtu á herð- unum og áletruninni: Manneskja en ekki markaðsvara. Svava talaði beint inn í þennan tíma og gekk fram af mörgum því hún var algjörlega vægðarlaus og reif í sundur goðsögnina um hina hamingjusömu konu. Henni tókst að fanga frústrasjónir kvenna sem lokast inni á heimilum, talsvert hlutverkalausar, nema þegar mest gengur á í barnauppeldi, og sitja svo einar eftir þegar börnin hafa yfir- gefið heimilið. Samfélagið gekk svo sannarlega upp í því að deyfa þessar konur og sálfræðingarnir tóku fullan þátt í því. Það voru heilu fræðigreinarnar skrifaðar um það að konur væru ánægðastar í þessu hlutverki, þótt þær héldu sjálfar eitthvað annað.“ Áratugir eru síðan Hvað er í blý- hólknum? var frumsýnt og margt hefur breyst á þeim tíma. Hefur leikritið staðist tímans tönn? „Þetta er vel skrifað verk og skemmti- legt,“ segir Þórhildur. „Hin form- lega umgjörð um líf kvenna hefur breyst, en ég held að nýjustu tíðindi, MeToo-byltingin, sýni að feðraveld- ið stendur enn föstum fótum með öllum sínum birtingarmyndum.“ kolbrunb@frettabladid Algjört vægðarleysi Svövu Jakobsdóttur „Feðraveldið stendur enn föstum fótum,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir. Fréttablaðið/SteFán TónlisT HHHHH Gautaborgarsinfónían flutti verk eftir Beethoven, R. strauss og sibelius. Einleikari: Hélène Grimaud. stjórnandi: santtu- Matias Rouvali. eldborg í Hörpu Sunnudaginn 18. mars Góðir píanóleikarar eru óteljandi. Þeir sem ætla að slá í gegn þurfa því eitthvað meira en bara að vera góðir. Hélène Grimaud hefur ákveðna sér- stöðu fyrir tengsl sín við úlfa. Fyrir hundrað árum hefði það hvarflað að manni að hún væri varúlfur. Hún eyðir svo miklum tíma með úlfum að það er hreinlega ekki einleikið. Hún ræktar þá og stofnaði á sínum tíma miðstöð í Bandaríkjunum þeim til verndar. Grimaud segir frá þessu í sjálfs- ævisögu sinni. Nótt eina fyrir tæpum tuttugu árum fór hún út til að viðra hund vinar síns. Þá rakst hún á skringilegan náunga sem bjó skammt frá. Hann átti gæludýr sem hún telur að hafi verið hálfur úlfur og hálfur hundur. Úlfhundurinn kom til henn- ar og hún rétti út höndina. Hann leyfði henni að snerta sig og hún segir að þá hafi rafstraumur farið um sig sem hafi kveikt undarlegan söng í sál hennar. Það var líkt og óþekktur forn kraftur kallaði á hana. Það var svo sem ekkert varúlfa- legt við Grimaud þegar hún lék ein- leik með Gautaborgarsinfóníunni í Hörpu á sunnudagskvöldið. Þvert á móti var leikur hennar í upphafi mjög blíðlegur, enda á dagskránni fjórði píanókonsertinn eftir Beet- hoven. Byrjun konsertsins er eins og í hugleiðslu, en svo magnast hann og rís upp í marga hápunkta. Formið er þó alltaf agað, hrynjandin óskeikul, hröð tónahlaup upp og niður hljóm- borðið ávallt í takt við hljómsveitina. Leikur Grimaud var akkúrat og fátt sem kom á óvart. En svo byrjaði ein- leiksþátturinn í lok fyrsta kaflans, kadensan svokallaða. Hún myndaði skemmtilega andstæðu við allt þetta fyrirsjáanlega í samspili einleikarans og hljómsveitarinnar. Hér var spila- mennska Grimaud full af ástríðu og drama, túlkunin var áköf og hitti beint í mark. Í heild var flutningurinn á kons- ertinum lifandi og skemmtilegur, auk þess sem hann var tæknilega öruggur. Annað á efnisskránni var sömuleiðis frábært. Svíta úr óperunni Rósariddarinn eftir Richard Strauss var einhver magnaðasti tónlistar- viðburður sem hefur átt sér stað á landinu, leyfir undirritaður sér að fullyrða. Hið margbrotna tónmál var útfært af ótrúlegri nákvæmni og smekkvísi undir kraftmikilli stjórn Santtu-Matias Rouvali. Litir hljóm- sveitarraddanna voru svo dásamlega skýrir og sterkir að það var alveg einstakt. Gautaborgarsinfónían er stærri en sú íslenska, en ekki bara það. Samspilið var það fágað að smæstu blæbrigði voru unaður áheyrnar og ofsafengnir kaflar raf- magnaðir. Framvindan í túlkuninni var líka sérlega spennuþrungin. Ekki var fyrsta sinfónían eftir Sibelius síðri. Tónlistin er viðburða- rík, það er alltaf eitthvað að gerast, laghendingar rísa og falla, alls konar hrynjandi kemur við sögu og risið í lokin er voldugt. Verkið er vissulega ekki eins flott og ýmislegt annað eftir Sibelius, en flutningurinn var samt í fremstu röð, svo fallega mót- aður og tæknilega fullkominn að það gerist ekki betra. Jónas Sen niðuRsTaða: Frábærir tónleikar með flottum einleikara og himneskri hljóm- sveit. Úlfurinn við píanóið Spilamennska Grimaud var full af ástríðu og drama, túlkunin áköf og hitti beint í mark, segir í dómnum. nordicPHotoS/Getty þórhildur þorleifs- dóttir stjórnar í kvöld leiklestri í hannesarholti á hvað er í blýhólkn- um? eftir Svövu jakobsdóttur. 2 2 . M a R s 2 0 1 8 F i M M T u D a G u R30 M E n n i n G ∙ F R É T T a B l a ð i ð 2 2 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 4 -C B E 8 1 F 4 4 -C A A C 1 F 4 4 -C 9 7 0 1 F 4 4 -C 8 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 1 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.