Land & synir - 01.08.2001, Page 15

Land & synir - 01.08.2001, Page 15
tíðum spurningar sem starfsfólki safnsins er gert að svara. Skráning á samtímaefhi er því nauðsynleg og ekki síst eru rannsóknir á eldra efninu aðkallandi með tilliti til þessara spurninga. Hvorugt er gert á kerfisbundin hátt á Kvikmyndasafni íslands og sker safnið sig nokkur úr hvað þetta varðar miðað við önnur kvikmyndasöfn í heiminum. Safnið er hins vegar sá staður sem einn hefur alla burði til þess að sinna slíkum rannsóknum svo vel sé, vegna þess að stofnunin getur boðið uppá skoðun kvikmyndasögunnar í samhengi. Samsetning safnkosts Kvik- myndasafns íslands er þrennskonar eftir efnisflokkum; í fyrsta lagi kvikmyndir (á filmu eða rafrænu formi (myndbönd, DVD, osfr.)), í öðru lagi prentefni sem tengist kvikmyndum og kvikmyndagerð. Og í þriðja lagi gripir sem notaðir eru við framleiðslu og neyslu á kvikmyndum. Mest ásókn gesta safnsins er í kvikmyndaefnið sjálft, enda safnið eina varðveislustofnunin í landinu með lifandi myndir frá fyrstu áratugum kvikmyndamenn- ingar á íslandi. Önnur söfn, eins og safnadeild Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás Eins, sinna söfnun á eigin framleiðslu og ná myndasöfn þeirra því einungis aftur til stofnára þeirra. Vegna þess hversu einstakar margar af þeim kvikmyndum eru sem varðveittar eru í safninu er mikið sótt til þess bæði af innlendum og erlendum kvikmyndagerðarmönn- um og framleiðendum sjónvarps- efnis. Aðstæður til skoðunar á myndefni eru hins vegar ekki mjög góðar á safninu. T.a.m. er óvið- unandi að stærsti hluti safnsins (um eða yfir 80%) er svo gott sem óað- gengilegur vegna þess að ekki eru til vinnukópíur af efninu á myndböndum. Fara þarf því í gegnum frumefni eða varðveislu- eintök þegar verið er að leita að efni í safninu. Út ffá varðveislusjónarmiðum (sem kveða m.a. á um það að verið sé að varðveita myndefni fyrir komandi kynslóðir) er slíkt ástand óbærilegt enda þætti mörgum það sérkennileg fræði og grunnhyggin ef þeir sem áhuga hafa á því að skoða og lesa skinnhandritin þyrftu að fara inní varðveisluhvelfingar Árnastofnunar og fletta þar handritunum með berum höndum. Þannig er hins vegar ástandið þegar kemur að kvikmyndaarfmum. Rannsóknir og miðlun kvikmyndalistar Að endingu er mikilvægt að fjalla aðeins um rannsóknir og miðlunarhlutverk Kvikmynda- safns Islands. Rannsóknir á vegum Kvikmynda- safns íslands hafa verið fáar, en safnið hefur stutt við mörg rannsóknarverkefni sem tengjast innlendri og erlendri kvikmyndasögu. Margir kannast við pistla og greinar sem fyrsti safn- stjóri Kvikmyndasafns Islands, Erlendur Sveinsson, skrifaði í dagblöð um miðjan áttunda áratuginn og fjölluðu m.a. um fyrstu áratugi kvikmyndarinnar hér á landi. Þeir eru hins vegar fáir fræðimennirnir sem hafa lagt sig eftir því að skrifa um íslenska kvikmyndalist og sjást þess glögg merki í bók Guðna Elíssonar, Heimur kvikmyndanna. Kvikmyndasafni Islands er nauðsynlegt að sem flestir grúski í kvikmyndasögu þjóðarinnar og birti niður- stöður rannsókna sinna. Ástæðan fyrir því er sú að án góðrar þekkingar á því sem safnið varðveitir má ekki búast við því að stofnun eins og safnið, menntamálayfirvöld eða almenn- ingur geri sér góða grein fyrir gildi þess sem verið er að varðveita. Það er einnig öllum nauðsyn að geta svarað þeirri spurningu í hvaða tilgangi Islendingar eru að varðveita kvik- myndaarfinn. Þess'ber einnig að geta að þó svo að kvikmyndirnar sjálfar séu bestu fulltrúar sinnar eigin tilveru, þá má ekki draga úr gildi rannsókna til að vekja áhuga fræðimanna og almennings á kvikmyndunum sjálfum. Kvik- myndasafn Islands verður því að stuðla að eflingu rannsókna á kvikmyndum og kvik- myndamenningu almennt til að rækja hlutverk sitt sem best. Hægt er að nefna tvö dæmi um verkefni sem safnið er að vinna að og líta má á sem skref í þá átt að sinna grunnrannsóknum á kvikmynda- og sjónvarpsmenningu íslendinga; fyrra verkefnið er viðtalssería þar sem ætlunin er að beita viðtalsforminu í að afla þekkingar á aðskildum sviðum kvikmynda og sjónvarps í landinu. Fyrirhugað er að gefa út tvær bækur á árinu er tengjast þessu verkefni, aðra með viðtölum við kvikmyndahúsagesti um kvik- myndahúsareynsluna og hina með viðtölum við starfsfólk allra sjónvarpsstöðva á Islandi. Seinna verkefnið er tengt Lofti Guðmundssyni ljós- myndara og kvikmyndagerðarmanni og er unnið að því í samvinnu við Þjóðminjasafn Islands. Markmiðið með því verkefni er að gera framlagi Lofts til ljós- og kvikmyndagerðar góð skil, með ritun æviágrips, söguritunar um kvikmyndaframleiðslu hans og greiningu á kvikmyndum hans svo eitthvað sé nefnt. I lok rannsóknarinnar verður síðan efnt til sýninga á öllum kvikmyndum Lofts. Þessi verkefni eru hins vegar unnin á safninu af meiri áhuga en mætti. Er safnið flutti til Hafnar- fjarðar árið 1996 gerði ríkið samning við Hafnarfjarðarbæ um leigu á Bæjarbíói til 15 ára með það fyrir augum að reka cinematek eða bíótek. Kvik- myndahús af því tagi hafa verið rekin á vegum kvikmyndasafna í ríkjum Evrópu um margra áratuga skeið og hafa þau haft þau markmið að veita almenningi og listamönnum að- gengi að kvikmyndalistinni í sinni breiðustu mynd. Þessar stofnanir hafa jafnframt sinnt mennta- og fræðslustarfi og staðið fyrir því að ala upp áhorfendur sem geta rætt um kvikmyndir af einhverri þekk- ingu. Þennan þátt vantar algjörlega í íslenska mennta- kerfið og einnig í menningarlíf landsins - þrátt fyrir að Kvikmyndasafn Islands hafi haft bíóið í sinni umsjá frá árinu 1996 og eytt miklum tíma og fjármunum í endurgerð hússins. Segja má að kvikmyndaklúbbar hafi að nokkru leyti sinnt þessari menntastarfsemi en starfsemi þeirra hefur yfirleitt verið brokkgeng enda oftast um að ræða framtak áhugamanna sem búið hafa við bága aðstöðu, slakan tækjakost og lítil efni. Safnið hefur hinsvegar alla burði tO að halda úti slíkum rekstri til langframa með hinni ágætu sýningaraðstöðu í Bæjarbíói, jafnframt því sem auðvelt er að útvega myndir út á nafh og stöðu þess, enda hefur Kvikmyndasafn Islands góð tengsl við fjölmörg kvikmyndasöfn víða um heim. Lokaorð Þeir sem hringja í kvikmyndahúsanúmerið 555-6160 fá eftirfarandi símsvörun: “Takk fýrir að hringja í Bæjarbíó, kirkju kvikmyndanna. Starfsemin er ekki ennþá farin í gang. Óskir þú effir frekari upplýsingum er hægt að hringja í Kvikmyndasafn Islands í síma 565-5993.” Málinu þokar áfram á hraða snigilsins, einsog það sé eftir einhverju að bíða. Eftir hverju verið er að bíða er erfitt að segja, en kannski má það verða til þess að hraða þessu mikilvæga menningarmáli að fara að hugsa safnið á þessum nótum, sem Þjóðhildarkirkju eða sem eina af kirkjum þjóðarinnar. Það mæla einfaldlega öll trúarleg og veraldleg rök kvikmyndamenningarinnar íslensku með því. Vonandi hefur einhverju ljósi verið varpað á það með þessari grein. SAGAN VARÐVEITT: "Að mörgu leyti má segja að sögu kvikmyndasafna í Evrópu svipi saman, en mörg þeirra hafa byrjað fyrir tilstilli áhugasamra einstaklinga sem vakið hafa athygli á því að kvikmyndir eyðileggjast (t.a.m. er áætlað að 75 til 80 prósent af þöglum myndum sem gerðar hafa verið í heiminum séu glataðar) og að það þurfi að koma til samstillt átak samfélagsins til þess að bjarga þeim frá glötun" segir Sigurjón Baldur Hafsteinsson m.a. í grein sinni. Myndin er úr kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, en Óskar hefði orðið hundrað ára á þessu ári hefði honum enst aldur. Erlendur Sveinsson mun nánar fjalla um Óskar Gíslason í næsta tölublaði L&S. Land & synir i 5

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.