Land & synir - 01.08.2001, Page 16
VERKEFNI í UNDIRBÚNINGI, TÖKUM OG EFTIRVINNSLU.
SENDIÐ UPPLÝSINGAR Á olla.asi@simnet.is
(ný verkefni á skrá feitletruð)
Hilmir Snær Guðnason leikur gistihússeiganda sem
þarf að glíma við erfiða karaktera og enn erfiðari
rekstur í Rvk. Guesthouse - rent a hike sem væntanleg
er innan tíðar.
B í Ó M Y N D I R :
Gæsapartí: Hún er að fara að gifta sig en vinkonur
hennar eru staðráðnar að sýna henni hverju hún
missir af við ráðahaginn. Leikstjóri: Böðvar Bjarki
Pétursson. Handrit: BBP og Pétur Már Gunnarsson.
Framleiðandi: BBP/20 geitur. Áætluð frumsýning í
október.
Rvk. Guesthouse - rent a bike: Gistihússeigandi
glímir við reksturinn og skrautlega karaktera.
Leikstjórar: BjörnThors og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Framleiðandi: Sömu, Börkur Sigþórsson/Réttur
dagsins ehf. STAÐA: I eftirvinnslu. Frumsýningar-
tími er óákveðinn.
Gemsar: Kvikmynd um unglinga: það er ekkert grín að
vera 16 ára þegar maður á bróður í fangelsi, pabba sem
heldur að skellinaðra geri þig vinsælan eða vinkonu sem
skemmtir sér við að sofa hjá Grænlendingum.
Leikstjóri/handritshöfundur: Mikael Torfason.
Framleiðendur: Þórir Snær Sigurjonsson og Skúli Fr.
Malmquist. STAÐA: ( eftirvinnslu. Áætlaður
frumsýningartími: jól 2001
Nói albinói: Nói er vandræðaunglingur í litlu þorpi á
nyrðstu byggðarmörkum heimsins. Hann brennir brýrnar
að baki sér, hverja á fætur annarri, en þegar feigðin blasir
við, er ekki hægt að flýja. Leikstjóri/handritshöfundur:
Dagur Kári Pétursson. Framleiðendur: Þórir Snær
Sigurjonsson og Skúli Fr. Malmquist. STAÐA: Eftirvinnsla
í gangi.
Regína: Dans- og söngvamynd fyrir alla fjölskylduna.
Handrit: Margrét Örnólfsdóttir og Sjón. Leikstjórn: María
Sigurðardóttir. Framleiðandi: Friðrik Þór Friðriksson.
STAÐA: Tökur hefjast í júní. Frumsýning áætluð: jól 2001 •
Fálkar: Spennumynd um fálkaþjófa tekin á íslandi og í
Hamborg. Handrit: Einar Kárason. Leikstjórn: Friðrik Þór
Friðriksson. Framleiðendi Friðrik Þór Friðriksson. STAÐA:
Tökur hefjast í lok september. Frumsýning áætluð eftir
áramót.
1. apríl: Leikin bíómynd um aprílgöbb. Handrit og
leikstjórn. Haukur M. Hrafnsson. Framleiðendur: Haukur
M. Hrafnsson og Friðrik Þór Friðriksson. STAÐA: f
eftirvinnslu. Frumsýning áætluð á næsta ári.
Maður eins og ég: Gamanmynd framleidd til sýninga í
kvikmyndahúsum. Handrit: Róbert I. Douglas og Árni Óli
Ásgeirsson. Leikstjórn: Róbert I. Douglas. Framleiðandi:
Júlíus Kemp. STAÐA: í tökum.
Mávahlátur: Þroskasaga ungrar stúlku í sjávarplássi um
miðja öldina. Handrit: Kristín Atladóttir og Ágúst
Guðmundsson. Leikstjórn: Ágúst Guðmundsson.
Framleiðandi: (sfilm, Ágúst Guðmundsson. STAÐA: í eftir-
vinnslu.
HEIMILDARMYNDIR:
Eldborg 2001: Heimildarmynd um íslenska
útihátíð, tekin á Eldborg 2001. Framleiðandi:
Ingvar H Þórðarson. Stjórnandi: Ágúst Jakobsson.
Spyrlar: Arna Borgþórsdóttir (Glamúr), Jón Atli
Jónasson. (eftirvinnslu.
Rúnturinn: Heimildarmynd til sýninga í
kvikmyndahúsum. Farið á rúntinn í bæjum og þorpum
landsins. Handrit og stjórn: Steingrímur Dúi Másson.
Framleiðendur: Steingrímur Dúi Másson og Friðrik Þór
Friðriksson. STAÐA: í eftirvinnslu, frumsýning áætluð
haust2001.
Tuttugu bit: Um Sigurð Guðmundsson myndlistar-
mann. Handrit og leikstjórn: Ari Alexander Ergis
Magnússon. Framleiðendur: Ari Alexander Ergis
Magnússon, Anna María Karlsdóttir og Friðrik Þór
Friðriksson. STAÐA: ( tökum, frumsýning áætluð haust
2001.
Maður eigi einhamur: Líf og list Guðmundar frá
Miðdal. Handrit og stjórn: Valdimar Leifsson. Fram-
leiðandi: Lífsmynd, Valdimar Leifsson. STAÐA: I
eftirvinnslu, fyrirhuguð sýning í Sjónvarpinu næsta vetur.
Heita vatnið: Handritshöfundar: Kristín Norland og
Sveinn M. Sveinsson. Stjórn: Sveinn M. Sveinsson.
Framleiðandi: Plús film, Sveinn M. Sveinsson. STAÐA: [
eftirvinnslu, verður sýnd í Sjónvarpinu.
Á nyrstu nöf: Ævintýraferð RAX Ijósmyndara til nyrstu
þorpa vestur-Grænlands og nyrstu byggðu bóla veraldar,
Qaanaaq og Shiropoluk sem liggja norðan
herstöðvarinnar á Thule. RAX fer á veiðar með
innfæddum á hundasleðum út á ísinn sem skilur þorpin
og Norðurpólinn. Stjórn: Sveinn M. Sveinsson.
Framleiðandi: Plús film, Sveinn M. Sveinsson. STAÐA:
Eftirvinnslu að Ijúka.
Frosið heimsveldi: Um Vilhjálm Stefánsson
landkönnuð. Handrit: Garðar Baldvinsson/ Sigurjón
Baldur Hafsteinsson. Leiksjóri og framleiðandi: Þór Elís
Pálsson. STAÐA: í klippingu. Frumsýning áætluð í haust.
TEIKNIMYNDIR:
Leifur heppni: 10 mín. teiknimynd. Leikstjóri og
handritshöfundur : Sigurður Örn Brynjólfsson.
Framleiðandi: Taka kvikmyndagerð. STAÐA: Hljóðvinnslu
lokið, verið að teikna, frumsýning um jól 2001.
ÚTHLUTUN ÚR KVIKMYNUASJÚÐIÍSLANUS 2002
Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir umsóknum um framlög og vilyrði til leikinna kvikmynda í fullri lengd.
H æ g t er að sækja um:
Framlag til framleiðslu árið 2002
Framleiðslufyrirtæki geta sótt um, sem telja sig geta
fullfjármagnað og farið f tökur á kvikmynd árið 2002.
Vilyrði til framleiðslu árið 2003
Framleiðslufyrirtæki geta sótt um, sem telja sig þurfa
eitt ár til að fullfjármagna kvikmynd.
Framlag til þróunar árið 2002
Framleiðslufyrirtæki geta sótt um, ef handrit að
kvikmynd liggur fyrir, en þarfnast frekari þróunar
Framlag til handritsskrifa árið 2002
Einstaklingar geta sótt um. Ekki tekið á móti
fullunnum handritum.
• Umsóknir skulu berast Kvikmyndasjóði fyrir kl. 16:00,
1. október 2001, á umsóknareyðublöðum sjóðsins
ásamt umbeðnum fylgigögnum. Hægt er að nálgast
umsóknareyðublöð á vef sjóðsins, www.iff.is
• Umsóknir, sem afhentar eru eða póstlagðar eftir að
umsóknarfrestur rennur út eru ekki gildar.
• Öll umsóknargögn skulu berast I fjórum eintökum.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu
Kvikmyndasjóðs, Túngötu 14, 101 Reykjavík.
• Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað.