Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.jeep.is - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
JEEP GRAND CHEROKEE
MEST VERÐLAUNAÐI JEPPI Í HEIMI
®
Staðalbúnaður m.a: Led/BI-Xenon framljós, 8,4” snertiskjár með bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hiti í sætum, lykillaust aðgengi og ræsing,
rafdrifin framsæti, stillanleg aftursæti, tölvustýrð sjálfvirk miðstöð með loftkælingu,
regnskynjari, aðgerðastýri, raddstýrt útvarp o.mfl.
DÍSEL 3.0L V6 250 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
HÁTT OG LÁGT DRIF
VERÐ FRÁ: 8.690.000 KR.
Sý
nd
ur
b
íll
á
m
yn
d
G
ra
nd
C
he
ro
ke
e
Su
m
m
it.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.VERÐLÆKKUN
LögregLumáL Lögreglunni á Suður-
landi sem fer með rannsókn á alvar-
legri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr
á árinu, var ekki gert viðvart áður
en brotaþolanum, Houssin Bsraoi
hælisleitanda frá Marokkó, var vísað
úr landi 20. febrúar síðastliðinn.
„Ég sé ekki að við höfum fengið
upplýsingar um það og man að þetta
barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís
Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lög-
reglunni á Suðurlandi.
„Ef fólk er á förum af landinu eða
ætla má að það sé að týnast, þá má
fara með það fyrir dóm þar sem það
staðfestir þann framburð sem það
hefur gefið og þá er það afgreitt og
þeim þætti dómsmeðferðarinnar
bara lokið. Ef við hefðum vitað að
maðurinn væri á förum úr landi þá
hefðum við væntanlega sett þetta í
þann farveg en það kom hreinlega
ekki til þess að taka þá ákvörðun því
hann var farinn úr landi áður en við
vissum af því,“ segir Elís og bætir við:
„Það var óheppilegt að tapa
honum út úr málinu án þess að láta
hann staðfesta framburð sinn, ekki
síst þar sem ekki er víst að hann verði
auðfundinn og það gæti verið erfið-
leikum háð að hafa uppi á honum
og fá hann til að staðfesta framburð
sinn.“
Aðspurður segir Elís málið ekki
komið á þann stað að tekin hafi
verið afstaða til þess hvort reynt
verði að hafa uppi á Houssin til að
fá hann aftur til landsins til að gefa
skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin
þarf að klárast hér hjá okkur og fer
svo til saksóknara sem fer yfir hvað
gert verður, hvern skuli ákæra og svo
framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá
tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís.
Hann segir verkefni lögreglunnar
vera að vinna frumrannsókn, tryggja
framburði, læknisvottorð og slíkt.
Elís segir rannsóknina langt
komna og skýrslutökum af vitnum og
grunuðum lokið. Hann segir að um
töluverðan hóp hafi verið að ræða
sem taka þurfti skýrslur af bæði úr
hópi fanga og fangavarða. Beðið er
eftir lokagögnum, læknisfræðilegs
eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíum-
líku og búast má við að rannsókn
ljúki fljótlega eftir páska.
Málið fer til saksóknara þegar
rannsókn er lokið; fyrst til ákæru-
sviðs á Suðurlandi en ef málið varðar
2. mgr. 218. gr. almennra hegningar-
laga, sem tekur til sérstaklega hættu-
legra líkamsárása, þá verður málinu
vísað þaðan til héraðssaksóknara.
Lilja Margrét Olsen, lögmaður
Houssins, hefur lagt áherslu á að
hann fái tækifæri til að gefa skýrslu
fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla
aldrei sama sönnunargildi í sakamáli
og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í
Lilju við vinnslu fréttarinnar.
adalheidur@frettabladid.is
Lögreglu gafst ekki tóm til að
bregðast við brottför Houssins
Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta fram-
burð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. Fengu veður af brottvísun í
fréttum. Rannsókn lýkur fljótlega eftir páska og verður málið þá sent til saksóknara sem ákveður framhald.
Ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttasal fangelsisins að Litla-Hrauni 23. janúar
síðastliðinn. Honum var vísað úr landi mánuði síðar þrátt fyrir yfirstandandi lögreglurannsókn. FréttabLaðið/ViLHeLM
Það var óheppilegt
að tapa honum úr
málinu án þess að láta hann
staðfesta framburð sinn.
Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi
hjá lögreglunni á Suðurlandi
náttúra Heiðlóan er komin til
landsins en fyrstu lóurnar sáust í
Flóanum í gær.
Lóan er nokkrum dögum á eftir
áætlun en þó innan tilsetts tíma-
ramma samkvæmt upplýsingum
frá Fuglavernd.
Aðeins tvisvar hafa lóurnar
komið seinna hingað heim, árin
1999 og 2001. Meðalkomudagur
þeirra hefur verið 23. mars, ef litið
er til áranna 1998 til 2017. Helm-
ingur heimsstofns lóunnar verpir
á Íslandi, eða um 300 þúsund pör.
Fuglavernd segir því ábyrgð Íslend-
inga gagnvart lóunni mikla. Vetrar-
heimkynni eru í Vestur-Evr-
ópu, aðallega á Írlandi en
líka í Frakklandi, Portú-
gal og á Spáni.
– smj
Vorboðinn er
seinn á ferðinni
Fyrstu
lóurnar sáust í
Flóanum í gær.
FréttabLaðið/anton
eVrÓPa Meðalaldur frumbyrja í
ríkjum Evrópusambandsins var 29 ár
árið 2016 en alls fæddist 5,1 milljón
barna í ríkjunum 28, auk Sviss, Liech-
tenstein, Noregs og Íslands. Hag-
fræðistofnun Evrópusambandsins,
Eurostat, greindi frá þessu í gær.
Í umfjöllun Eurostat kemur fram
að meðalaldur frumbyrja á Íslandi
hafi verið 27,8 ár en alls voru fyrstu
fæðingar 1.559 talsins á Íslandi árið
2016. Annars voru frumbyrjur yngst-
ar í Búlgaríu og Rúmeníu, eða 26 ára
að meðaltali. Í raun voru rúm fjór-
tán prósent allra fæðinga í Evrópu
þar sem móðir er á unglingsaldri í
þessum tveimur löndum.
Á sama tíma voru frumbyrjur
elstar á Ítalíu, eða 31 árs að meðaltali.
Rannsókn Eurostat, sem byggir á
útgefnum gögnum frá aðildarríkj-
unum, sýnir að aðeins fimm prósent
af fyrstu fæðingum í Evrópusam-
bandinu voru hjá konum sem voru
tvítugar eða yngri og um leið að þrjú
prósent frumbyrja voru fertugar eða
eldri.
Fæðingartíðni í ESB árið 2016
var 1,6 fæðingar fyrir hverja konu.
Lægsta tíðnin var á Spáni, eða 1,34,
en hæst í Frakklandi, eða 1,92.
Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer
hækkandi. Samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu var meðalaldur þeirra
frá byrjun sjöunda áratugarins og
fram yfir 1980 undir 22 árum. Eftir
miðjan níunda áratug síðustu aldar
fór meðalaldurinn hækkandi og var
27,8 ár árið 2016, eins og áður segir.
– khn
Fæðingum fjölgar í Evrópu en frumbyrjur verða eldri
Þrjú prósent frumbyrja í
ríkjum Evrópusambandsins
voru fertugar eða eldri.
ViðskiPti Hagar hf. hafa sent inn nýja
samrunatilkynningu vegna samruna
við Olíuverzlun Íslands (Olís) og fast-
eignafélagið DGV ehf. Þar eru boðin
skilyrði sem ætlað er að eyða sam-
keppnishindrunum sem Samkeppnis-
eftirlitið (SKE) taldi að væru til staðar
við rannsókn málsins á fyrri stigum
og varð til þess að Hagar afturkölluðu
samrunatilkynningu þann 8. mars.
Til stóð að annar seljandi Olís
og DGV, Fisk-Seafood, sem er í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga, fengi eignar-
hlut í sameinuðu félagi fyrir hlutafé
sitt í Olís. Þetta taldi SKE að hefði
skaðleg áhrif á samkeppni. Hagar
segja Kaupfélagið reiðubúið að selja
sig niður í sameinuðu félagi innan til-
tekins tíma og hlíta ákvörðun SKE um
heimilt eignarhlutfall og munu Hagar
aflétta sölubanni vegna afhentra
hluta í félaginu sem Fisk-Seafood
fær. – smj
Kaupfélagið
minnki hlut sinn
2 9 . m a r s 2 0 1 8 F i m m t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
6
-7
0
7
C
1
F
5
6
-6
F
4
0
1
F
5
6
-6
E
0
4
1
F
5
6
-6
C
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K