Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 18

Fréttablaðið - 29.03.2018, Síða 18
Angela Müller frá Stuttgart í Þýskalandi kom með eigin-manni sínum til Íslands í fyrrasumar. Þau dvöldu hér í níu daga og fóru hringinn í kringum landið á bílaleigubíl. Þau borðuðu á veitinga- stöðum bæði í hádeginu og á kvöldin og nýttu auk þess ýmsa afþreyingu, siglingu, hvalaskoðun og fóru á nokkur söfn. Þau keyptu sér þar að auki íslenskar bækur. Kostnaður þeirra við Íslandsferð- ina var á þessa leið, miðast við tvo, fyrir utan flugfargjald: l Flugvallagjöld á Íslandi námu 4.150 kr. l Gisting í 9 nætur á 3ja stjörnu hót- elum kostaði 234.360 kr. Þar af var gistináttaskattur 300 kr. per einingu, samtals 2.700 kr. og virðisaukaskatt- ur (11%) á gistingu 23.225 kr. l Kostnaður vegna morgunverðar var 36.000 kr. og þar af voru greiddar 3.568 kr. í virðisaukaskatt (11%). l Kostnaður vegna bílaleigubíls í millistærð var 164.000 kr., þar af voru greiddar 31.742 kr. í virðisaukaskatt (24%). l Kostnaður vegna eldsneytis var um 40.000 kr. (Eknir 2.500 km). Af þeim kostnaði rann rúmur helming- ur í ríkissjóð vegna bensín- og olíu- gjalds ásamt virðisaukaskatti (24%), eða 22.920 kr. l Kostnaður vegna hádegisverða var um 45.000 kr. Þar af var virðisauka- skattur (11%) eða 4.460 kr. l Kostnaður vegna kvöldverða var um 126.000 kr. Þar af virðisauka- skattur (11%) eða 12.487 kr. l Kostnaður vegna áfengra drykkja (9 flöskur af léttvíni á veitingahúsi) var 54.000 kr. Þar af nam áfengisgjald og virðisaukaskattur 12.555 kr. l Í þjóðgörðunum á Þingvöllum og í Skaftafelli greiddu hjónin bílastæða- gjald, alls 1.100 kr. l Fyrir siglingu á Jökulsárlóni voru greiddar 11.000 kr. Þar af var virðis- aukaskattur (11%) 1.090 kr. Jafn- framt fóru þau í hvalaskoðunarferð sem kostaði 20.000 kr. Virðisauka- skattur (11%) af þeirri ferð var 1.982 kr. Þá heimsóttu hjónin tvö söfn og greiddu samtals 8.000 kr. Sú þjónusta er án virðisaukaskatts. l Keyptar voru tvær ferðahand- bækur fyrir 7.000 kr. Þar af nam virðisaukaskattur (11%) 694 kr. Samkvæmt ofangreindu eru Müller-hjónin frá Stuttgart að greiða í skatt og þjónustugjöld til hins opinbera og til fyrirtækja í eigu rík- isins, samtals 123.673 kr. sem eru um 16,3% af heildarverði ferðarinnar og er þá óbeint framlag til hagkerfisins ótalið. Müller hjónin eru dæmigerðir sumarferðamenn á Íslandi og eru í hópi tugþúsunda annarra gesta sem ferðast um landið á svipaðan hátt. Þau nýta sér fjölbreytta þjónustu vítt og breitt um landið eins og flest- ir ferðamenn gera. Þau borga skatta og gjöld eins og lög gera ráð fyrir og greiða þar með fyrir notkun vegakerf- is og aðstöðu á ferðamannastöðum. Fyrirhugað stórátak í uppbyggingu innviða sem ferðamála- og umhverf- isráðherrar kynntu fyrir skömmu er því vissulega í boði skattgreiðenda. En við skulum hafa það hugfast að gestir okkar, ferðamennirnir, eru líka stórir skattgreiðendur á Íslandi. Þeir leggja miklu meira inn heldur en þeir taka út. Er Angela Müller skattgreiðandi á Íslandi? Samhjálpin er eitt af megin-einkennum siðaðs samfélags. Hvernig staðið er að veitingu lágmarksframfærslu, segir mikið til um hver afstaða samfélagsins er til þeirra sem höllustum fæti standa. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er öryggisnetið í samfélaginu, sem er ætlað að grípa þá sem falla á milli velferðarkerfa. Oft eru um að ræða einstaklinga sem lenda í ýmsum áföllum eða veikjast skyndilega eða búa við mjög bágar félagslegar aðstæður. Réttaróvissa um lögmæti framkvæmdar fjárhagsaðstoðar hefur verið á vitorði stjórnsýslunnar og Alþingis nú um áratugi. Engu að síður hefur löggjafinn ekki breytt lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga til að eyða slíkri óvissu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir alþingis- manna, nú um langt árabil. Félagsmálaráðherra hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga, og er óhætt að segja að það valdi vonbrigðum, þar sem það eyðir í engu umræddri réttaróvissu. Yfirskrift þessarar greinar er vísun í hina svokölluðu jákvæðu laga- áskilnaðarreglu framfærsluréttar 76. gr. stjórnarskrárinnar. Í henni er fólgin skylda löggjafans til að taka afstöðu til þess hvaða rétt borgar- arnir eigi að hafa til lágmarks- framfærslu. Í henni er einnig fólgin skylda löggjafans til að tilgreina hversu langt stjórnvöld megi ganga til að skilyrða eða skerða þann rétt. Hingað til hefur verið talið að 19. og 21. gr. félagsþjónustulaga – með vísan til sjálfstjórnarréttar sveitar- félaga, veiti sveitarstjórnum heimild til að skilyrða og skerða fjárhagsað- stoð t.d. vegna krafna um atvinnu- þátttöku og þátttöku í virkni- úrræðum. Ákvarðanir um synjun eða skerðingu fjárhagsaðstoðar á grundvelli slíkra krafna eru skil- greiningu samkvæmt stjórnsýslu- viðurlög, en 1. mgr. 69. gr. stjórnar- skrárinnar gerir sérstakar kröfur um skýrleika lagaheimilda ef stjórnvöld ætla sér að beita viðurlögum. Almennt þarf ótvíræða heimild í lögum til að skerða mannrétt- indi, auk þess sem stjórnskipuleg mörk eru á því hversu opin, mats- kennd eða óljós reglugerðarheimild má vera, ef henni er ætlað að veita heimild til skerðingar mannréttinda með íþyngjandi stjórnvaldsákvörð- unum. Stjórnvöld mega ekki fara of langt á verksvið löggjafans, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar, og getur löggjaf- inn ekki afnumið þau valdmörk og hlutverkaskiptingu. Löggjafinn þarf að taka afstöðu Ljóst má vera að sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga þokar ekki lagaáskiln- aðarreglu framfærsluréttarins burt, og enn síður veitir hann lög- gjafanum heimild til að framselja lög gjafar vald til sveitarstjórna til að renna lagalegum stoðum undir skerðingu á lágmarksframfærslu. 19. og 21. gr. félagsþjónustulaga kveða ekki á um skilyrði fyrir fjár- hagsaðstoð með beinum hætti og veita ekki skýr viðmið um hvenær umsækjandi teljist ekki fær um eigin framfærslu eða hverjar afleiðingarn- ar eigi að vera, bregðist hann fram- færsluskyldu sinni. Löggjafinn þarf að taka afstöðu til slíkra skilyrða eða veita sveitarstjórnum skýra og ótvíræða reglugerðarheimild til að setja slík skilyrði. Að auki er hvergi að finna í félagsþjónustulögum heimild til handa félagsmálanefnd- um til að beita stjórnsýsluviðurlög- um. Löggjafinn þarf að taka afstöðu til þess hve langt sveitarfélög megi ganga við að mismuna íbúum um fjárhagsaðstoð eftir búsetu, og hve langt þau megi ganga til að skerða fjárhagsaðstoð vegna skilyrða – jafn- vel þótt heimild til skilyrða sé veitt viðhlítandi lagastoð. Við setningu laga um félagsþjón- ustu, sem heimila skerðingu eða skilyrðingu fjárhagsaðstoðar, þarf löggjafinn að gæta að skýrleika laga- heimilda, málefnalegra sjónarmiða, jafnræðis og meðalhófs. Ekki verður séð að nýtt frumvarp um félagsþjón- ustu sveitarfélaganna taki nægilega tillit til þessara þátta. Til að undirstrika hversu fram- kvæmd fjárhagsaðstoðar er í mik- illi upplausn má benda á að nokkur sveitarfélög hafa ekki birt reglur um fjárhagsaðstoð í B-deild Stjórnartíð- inda. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 kemur fram að sveitar- félögum sé skylt að birta reglugerðir sínar í B-deild Stjórnartíðinda. Ef þau gera það ekki, telst íþyngjandi ákvörðun sem tekin er á grundvelli slíkra reglna, ólögmæt með tilliti til meginreglu stjórnsýsluréttar um fyrirsjáanleika lagaframkvæmdar. Mun fleira má telja til, en þessi umfjöllun að ofan sýnir að stjórn- völd hafa kerfisbundið brotið á félagsþjónustuþegum um langt árabil með blessun og aðgerðar- leysi löggjafans. Þiggjendur fjár- hagsaðstoðar búa jafnan við bága heilsu og bágar félagslegar aðstæður og eru því illa í stakk búnir til að verja hendur sínar gagnvart stjórn- völdum. Má því segja – til að bæta gráu ofan á svart, að réttaröryggi umsækjenda fjárhagsaðstoðar sé í molum. Vegna þessa leita Samtök um framfærsluréttindi að umsækj- endum fjárhagsaðstoðar, sem hafa sætt synjun eða skerðingu fjárhagsaðstoðar á undanförnum tveimur mánuðum. Samtökin óska eftir aðild þeirra, til að kæra mál þeirra til úrskurðarnefndar vel- ferðarmála, og eftir atvikum senda kvörtun vegna slíkrar ákvörðunar til umboðsmanns Alþingis. Sam- tökin hvetja þá umsækjendur fjár- hagsaðstoðar sem telja á sér brotið að hafa samband við samtökin. „Skal tryggður í lögum“ Líklega hafa ekki margir tekið eftir því ennþá að um daginn var opnað apótek í gamla Hafnarstræti í Reykjavík. Það er nánar tiltekið á jarðhæð við Hafnar stræti 19 þar sem gamla Rammagerðarhúsið hefur verið endurreist og bætt við það fallegri „straujárnsbyggingu“. Um svipað leyti var opnaður nýr veitinga- staður á upplyftri jarðhæðinni í gamla Thomsen vöruhúsinu við Hafnarstræti 17. Hægt er að ganga í gegnum staðinn, eins og apótekið, yfir á Tryggvagötu þar sem risin eru 4 hús með háum jarðhæðum. Þar munu koma verslanir og lík- lega einhverjir veitingastaðir líka en skrifstofur og fjöldi íbúða á efri hæðum. Á þessu mikilvæga miðborgar- svæði við gömlu höfnina voru ára- tugum saman auðnarleg bílastæði. Nú fara þau í feiknastóran bílakjall- ara undir öllum nýbyggingunum. Á yfirborðinu verða til nýjar götur, göngugötur auðvitað: Kolagata, Steinbryggja, Tónagata. Handan við Geirsgötu munu svo koma enn fleiri íbúðir, miðborgarverslanir, höfuðstöðvar Landsbankans og eitt stykki hótel Marriott næst Hörpu. Það eru nýir tímar í Reykjavík. Mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar er hafið. Hún byggist núna inn á við en þenst ekki lengur út, hömlulaust. Ný borgarstefna Stærstur hluti uppbyggingarinnar á sér reyndar stað utan miðborgar- innar. Framkvæmdir eru hafnar, og í einstaka tilvikum langt komnar, í nýrri Vogabyggð, Bryggjuhverfi 2 og 3, í Úlfarsárdal og við Móaveg í Grafarvogshverfi, á Kirkjusandi, við Hlíðarenda, í Efstaleiti á lóð Ríkisútvarpsins, við Höfðatorg, á Lýsisreit og við Sæmundargötu. Þar rísa samanlagt um 3.700 íbúðir og það er bara byrjunin. Um 6.500 íbúðir til viðbótar eru í formlegu skipulagsferli. Stærstu íbúða- hverfin munu rísa við Elliðaárvog, á Ártúnshöfða og við Skerjafjörð. Í öllum tilvikum er lögð áhersla á þétta, skjólgóða, blandaða byggð í manneskjulegum mælikvarða. Íbúðir, verslanir, skrifstofur, þjónusta tvinnast saman. Byggðin verður yfirleitt 3-5 hæðir og þétt- leiki helst ekki minni en 60 íbúðir á hektara. Í flestum hverfum Reykja- víkur, nema þeim elstu, er þétt- leikinn miklu minni. En reynslan sýnir að hverfisverslanir þrífast ekki nema að borgarhverfin búi yfir ákveðnum þéttleika. Sama má segja um almenningssamgöngur. Öllu þessu er nákvæmlega lýst í Aðalskipulagi Reykjavíkur sem var samþykkt 2014 og er nokkurs konar stjórnarskrá hinnar nýju borgarstefnu. Rauður og grænn þráður í þeirri stefnu er áhersla á aukin lífsgæði borgarbúanna í hinu daglega umhverfi borgarinnar og á vist- væna landnotkun, vistvænar sam- göngur og skynsamlega nýtingu innviða. Áhersla er lögð á að hafa uppbygginguna þéttasta á stöðum sem liggja vel við fyrirhugaðri borgarlínu. Það er hárrétt sem Björn Ólafs arkitekt sagði í blaða- viðtali fyrir hálfri öld að borgir eru fyrst og fremst vettvangur fyrir samskipti fólks. Það er ástæðan fyrir því að þær skuli yfirleitt vera til. Borgarskipulag er aðferð til að gera samskiptin skemmtilegri og auðveldari. Miðborgin vöknuð til lífsins Ég er ekkert farinn að minnast á Hverfisgötuna. Hún er að verða flottasta gata bæjarins. Í þessum skrifuðu orðum er verið að byggja þar 250 íbúðir. Öll nýju húsin eru með háum og glæsilegum jarð- hæðum. Það er opnuð ný verslun eða nýtt veitingahús í hverjum mánuði. Enginn vafi er að á algjör endurnýjun á yfirborði götunnar og öllum lögnum undir henni sem borgin réðst í fyrir 6 árum á mik- inn þátt í þeirri uppreist æru sem Hverfis gatan hefur fengið. Sú mikla fjárfesting mun margborga sig. Aftur að nýja apótekinu við Hafnar stræti. Það er ástæða til að vekja athygli á því vegna þess að það er eitt af mörgum táknum um að hnignun miðborgarinnar sé nú lokið. Við skulum líta á tölur. Frá 1950 til 1990 fækkað íbúum innan Hringbrautar úr 30.000 í 12.000. Á fyrri hluta 20. aldar og alveg fram til 1970 var miðborgin miðstöð verslunar, þjónustu og iðnaðar. Auk skipafélaga og heildsölufyrir- tækja, byggingarvöruverslana, tryggingarfélaga, ritstjórna blaða og höfuðstöðva banka, var fjöldi kvikmyndahúsa í miðborginni og ekki má gleyma Ríkisútvarpinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Og það var frægt og fallegt apótek á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Nú er apótek komið aftur í Kvos- ina, glæsilegar nýjar verslanir verða opnaðar á þessu ári við nýju göngu- göturnar, um 150 nýjar íbúðir og fullt af skrifstofum. Miðborgin er vöknuð til lífsins og það er kraftur í henni. Endurreisn borgarinnar Réttaróvissa um lögmæti framkvæmdar fjárhagsað- stoðar hefur verið á vitorði stjórnsýslunnar og Alþingis nú um áratugi. Engu að síður hefur löggjafinn ekki breytt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga til að eyða slíkri óvissu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir alþingismanna, nú um langt árabil. Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslu- fræðingur og for- maður Samtaka um framfærslu- réttindi Rauður og grænn þráður í þeirri stefnu er áhersla á aukin lífsgæði borgarbúanna í hinu daglega umhverfi borgarinnar og á vistvæna landnotkun, vistvænar samgöngur og skynsamlega nýtingu innviða. Áhersla er lögð á að hafa uppbygging- una þéttasta á stöðum sem liggja vel við fyrirhugaðri borgarlínu. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmda- stjóri Katla DMI ehf. og formaður Samtaka ferða- þjónustunnar Fyrirhugað stórátak í upp- byggingu innviða sem ferða- mála- og umhverfisráðherrar kynntu fyrir skömmu er því vissulega í boði skattgreið- enda. En við skulum hafa það hugfast að gestir okkar, ferðamennirnir, eru líka stór- ir skattgreiðendur á Íslandi. Þeir leggja miklu meira inn heldur en þeir taka út. 2 9 . m a r s 2 0 1 8 F I m m T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 2 9 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 6 -6 6 9 C 1 F 5 6 -6 5 6 0 1 F 5 6 -6 4 2 4 1 F 5 6 -6 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.