Fréttablaðið - 29.03.2018, Side 48
Architectural Digest telur mark-
verðastar eru meðal annars Gar-
dens by the Bay í Singapúr, Linked
Hybrid í Peking, The Shard í Lund-
únum, Guangzhou óperuhúsið í
Kína og Metropol Parasol í Sevilla.
„Þetta er einstaklega gaman og er
enn ein fjöður í hatt þessa fallega
húss okkar,“ segir Svanhildur Kon-
ráðsdóttir, forstjóri Hörpu. „Harpa
var sæmd einum merkustu verð-
launum í byggingarlist í heimi þegar
húsið fékk Mies van der Rohe verð-
launin 2013, fékk World Architect-
ure Award 2010 auk fleiri verðlauna
fyrir byggingarlist og hefur auk
þess ítrekað verið viðurkennd fyrir
hljómburð og heimsklassa aðstöðu
fyrir tónleika, fundi- og ráðstefnu-
hald. Húsið hefur þegar sannað sig
sem umbreytingarafl fyrir íslenska
menningu og ferðaþjónustu og er
nú að festa sig enn frekar í sessi sem
áfangastaður á heimsmælikvarða
í Reykjavík. Viðurkenning sem
þessi styrkir stöðu Hörpu á öllum
sviðum.“ – kb
Hann telur Hörpu
gott dæmi um
byggingu þar sem arki-
tektúr birtist sem afl til
að virkja borgir og efla
menningu.
Safnaverðlaunin eru viðurkenning,
veitt annað hvert ár íslensku safni
fyrir framúrskarandi starfsemi.
ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM
frá almenningi, stofnunum og
félagasamtökum um safn eða
einstök verkefni á starfssviði
safna sem þykja til eftirbreytni
og íslensku safnastarfi til
framdráttar. Söfnum er jafnframt
heimilt að senda inn kynningar
á eigin verkefnum.
Til greina koma sýningar, útgáfur
og annað er snýr að þjónustu við
safngesti jafnt sem verkefni er
lúta að faglegu innra starfi svo
sem rannsóknir og varðveisla.
Valnefnd tilnefnir þrjú söfn eða
verkefni sem tilkynnt verða á
Alþjóðlega safnadeginum á Íslandi,
18. maí og hlýtur eitt þeirra viður-
kenninguna. Safna verð launin verða
veitt í ellefta sinn þriðjudaginn
5. júní 2018 á Bessastöðum.
Ábendingum skal skilað í síðasta
lagi 16. apríl 2018
Sendist:
Safnaverdlaun@icom.is eða
Safnaverðlaunin 2018 – Íslandsdeild
ICOM – pósthólf 1513 – 121 Reykjavík
Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna
standa saman að verðlaununum.
ÍSLENSKU SAFNaVERÐLAUNIN
2012
ÍSLENSKU
SAFNAVERÐLAUNIN
2018
TónlisT
★★★★★
Jón Leifs: Edda II. Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands lék undir stjórn Her-
manns Bäumer. Schola cantorum
(kórstjóri: Hörður Áskelsson) söng.
Einsöngvarar: Kristinn Sigmunds-
son, Elmar Gilbertsson og Hanna
Dóra Sturludóttir.
Eldborg í Hörpu
föstudaginn 23. mars
Píanóleikari sem ég þekki sagði mér
að hann hefði einu sinni æft Stráka-
lag eftir Jón Leifs (1899-1968). Forn-
eskjuleg stemningin í verkinu hafði
svo mikil áhrif að hann langaði
mest til að fara út að höggva mann
og annan.
Að höggva mann og annan var ein-
mitt mjög freistandi á stórtónleikum
í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöld-
ið. Eða bara krafsa í næsta tónleika-
gest og éta efnisskrána hans! Flutt
var Edda II eftir Jón Leifs, annar hluti
þríleiks sem aldrei hefur hljómað á
tónleikum fyrr í heild sinni. Fyrsti
hlutinn var frumfluttur árið 2006 í
Háskólabíói og fjallaði á stórbrotinn
hátt um sköpun heimsins eins og
henni er lýst í norrænni goðafræði. Í
þetta sinn var umfjöllunarefnið guð-
irnir, valkyrjurnar, ásynjurnar, norn-
irnar og einherjarnir, þ.e. framliðnar
sálir þeirra sem deyja í orrustu.
Af hverju var stórvirkið ekki frum-
flutt á meðan Jón lifði? Skýringuna
er að finna í þeim litla meðbyr sem
hann naut. Tónlist hans var líka allt
öðruvísi en sú sem þá þekktist. Hún
var fyrsta þjóðlega fagurtónlistin á
Íslandi, innblásin af ofbeldisfullum
bókmenntaarfinum og hrjóstrugri
náttúrunni. Fyrir bragðið þótti hún
erfið áheyrnar.
Edda II er mögnuð tónsmíð, og þó
að hún hafi virkað fráhrindandi fyrst
á tónleikunum á föstudagskvöldið,
var krafturinn og kynngin slík að
áður en yfir lauk var eins og maður
væri kominn aftur í gráa forneskju.
Of langt mál væri að fjalla um allt
verkið hér, en tónlistin var ákaflega
lýsandi fyrir það sem var að gerast í
textanum hverju sinni. Gott dæmi
er kaflinn um valkyrjurnar, hinar
herskáu vættir sem ráða sumum
bana en vernda aðra. Leikur hljóm-
sveitarinnar var taktfastur og hrika-
legur, reis aftur og aftur upp í ofsa-
fengna hápunkta. Kórinn söng nöfn
valkyrjanna eins hvasst og hugsast
gat, þau hljómuðu eins og byssuskot.
Útkoman var ógnvekjandi, svo mjög
að hún sat í manni lengi á eftir.
Flutningurinn á öllu saman, undir
stjórn Hermanns Bäumer, var glæsi-
legur. Schola cantorum söng og stóð
sig firnavel í afar krefjandi hlutverki.
Innkomur voru oftar en ekki sérlega
erfiðar, gjarnan hátt á tónsviðinu
og svo var stokkið yfir ómstríð tón-
bil. Samhljómur kórsins var tær og
þróttmikill, en kórinn var þó heldur
lítill fyrir svo stóra tónsmíð. Upptaka
með tónlistinni, sem ráðist verður í
á næstunni, er tilhlökkunarefni;
kórinn verður þar án efa framar í
heildarhljómnum.
Einsöngvarar voru þrír, þau
Hanna Dóra Sturludóttir, Elmar
Gilbertsson og Kristinn Sigmunds-
son. Raddir þeirra allra voru fagur-
hljómandi og gæddar viðeigandi
krafti. Hljómsveitin var sömuleiðis
í essinu sínu, en þar gekk ekki lítið
á. Slagverkið var yfirgengilegt og
málmblásturinn þrumandi. Tveir
fornlúðrar voru áberandi, en þeir
eiga ættir sínar að rekja til bronsald-
ar. Hljómurinn í þeim var vissulega
ekki hreinn, en rímaði samt þannig
enn þá betur við stemninguna í tón-
listinni.
Í heild var túlkunin einkar
spennuþrungin, eins og vera bar.
Andrúmsloft óhugnaðar varð æ
sterkara, og það heltók mann. Í lokin
var leikinn sterkasti hljómurinn í
öllu verkinu, svo ægilegur að það
var sem himnarnir opnuðust. Það
hlýtur að vera einhver áhrifamesti
endir í íslenskum tónbókmenntum.
Jónas Sen
niðursTaða: Frumflutningurinn á
Eddu II eftir Jón Leifs var stórfenglegur.
Að höggva mann og annan
Harpa hefur verið valin ein af 10 fremstu byggingum heims á sviði hönnunar.
Tímaritið Architechtural Digest,
sem er einn virtasti vettvangur fyrir
umfjöllun um byggingarlist, fékk
heimsþekkta arkitekta til að velja
markverðustu byggingar samtímans
og er Harpa þeirra á meðal.
Arkitektinn Steven Hall segir
Hörpu birtingarmynd frábærrar
samvinnu á milli Henning Larsen
Arkitekta, Batterísins og Ólafs Elí-
assonar og að á kvöldin bjóði bygg-
ingin upp á ljósasýningu sem sé jafn
heillandi og sjálf norðurljósin. Hann
telur Hörpu gott dæmi um byggingu
þar sem arkitektúr birtist sem afl til
að virkja borgir og efla menningu.
Aðrar byggingar sem valnefnd
Harpa meðal fremstu bygginga heims
„Þetta er enn ein fjöður í hatt þessa fallega húss okkar,“ segir Svanhildur Kon-
ráðsdóttir, forstjóri Hörpu, um hina nýju viðurkenningu. FréttabLaðið/ViLHELm
2 9 . m a r s 2 0 1 8 F i m m T u D a G u r28 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
2
9
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:2
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
5
6
-6
1
A
C
1
F
5
6
-6
0
7
0
1
F
5
6
-5
F
3
4
1
F
5
6
-5
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K