Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 18
Við erum ekki sammála
Sæunni í því að ekki taki
því að byggja fleiri leikskóla
þar sem vandi þeirra sé svo
mikill. Við teljum öðru nær
að um leið og við byggjum
fleiri leikskóla getum við
fækkað börnum á öðrum
leikskólum, minnkað barna-
hópa og aukið þannig rými.
Í lok febrúar gaf Ríkisendur-skoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem
kaupandi heilbrigðisþjónustu“.
Flestir hafa fagnað útkomu skýrsl-
unnar þó að sumir séu ósammála
ábendingunum sem þar er að finna.
Ábendingar Ríkisendurskoðunar
Ríkisendurskoðun beinir því til
velferðarráðuneytisins að marka
þurfi heildstæða stefnu sem Sjúkra-
tryggingar Íslands geti byggt á við
samninga um kaup á heilbrigðis-
þjónustu. Einnig að styðja þurfi
við stofnunina sem faglegan samn-
ingsaðila kaupanda þjónustunnar.
Ábendingarnar til SÍ eru að styrkja
þurfi innviði stofnunarinnar til að
greina þarfir landsmanna fyrir heil-
brigðisþjónustu, auka gæðakröfur
í samningum og markviss kaup á
heilbrigðisþjónustu. Síðast en ekki
síst telur Ríkisendurskoðun brýnt
að SÍ þrói áfram gerðan samning
um þjónustu Landspítalans.
Vegvísir
Skýrslan er „hvítbók“ í þeim skiln-
ingi að þar er að finna fínar ábend-
ingar byggðar á ítarlegri yfirferð
fyrir áframhaldandi umbótastarf.
Í skýrslunni er horft til þess sem
betur má fara og alls þess sem er
ógert. Hún er vegvísir inn í fram-
tíðina. Þrátt fyrir þann árangur sem
náðst hefur við erfiðar aðstæður
eftir efnahagshrunið eru stór og
aðkallandi verkefni fram undan.
Forsenda góðrar þjónustu og
árangurs í rekstri er að þjónustan
sé vel skilgreind út frá hagsmunum
hinna sjúkratryggðu og þar með
tryggt að á grundvelli gagnreyndr-
ar læknisfræði hafi þeir greiðan
aðgang að samfelldri og áreiðanlegri
heilbrigðisþjónustu. Óháð rekstrar-
formi og óháð því hvort verið er að
ræða heilsugæslu, sjúkraþjálfun,
þjónustu sjálfstætt starfandi sér-
greinalækna eða Landspítalans þarf
fjármagn að fylgja sjúklingum og
greiðslur ríkisins til veitenda heil-
brigðisþjónustu að vera í samræmi
við þörf og umfang þjónustunnar.
Hvítt verður svart
Þegar fram koma ábendingar og
hvatning til stjórnvalda frá Ríkis-
endurskoðun að efla og styrkja
Sjúkratryggingar Íslands sem kaup-
anda heilbrigðisþjónustu vekur
undrun að fram skuli stíga menn
sem segja að skýrslan sé svört og
óþægileg. Jafnframt að alþingis-
maður sem starfað hefur innan
heilbrigðis kerfisins skuli láta til-
finningarnar hlaupa með sig í gönur
með gífuryrðum og ómálefnalegum
fullyrðingum. Hann málar heiminn
ekki aðeins svart-hvítan heldur snýr
öllu á hvolf – hvítt verður svart.
Í tveimur blaðagreinum um SÍ
og skýrslu Ríkisenduskoðunar er
skotið í allar áttar af lítilli yfirvegun.
Að „semja um heilbrigðisþjónustu“
er kallað að „véla með heilbrigðis-
þjónustu“ og það sagt mikið álita-
mál hvort sú stefnumörkun „að fé
fylgi sjúklingi“ sé ekki „uppfull af
misskilningi“ – byggð á því sjónar-
miði að heilbrigðisþjónustan sé eins
og hver önnur „hilluvara“. Og þegar
geðshræringin nær hæstu hæðum
eru Sjúkratryggingar Íslands kall-
aðar „spunaverk“ og „spilaborg“.
Hvorki er fjallað um mikilvægi þess
að hafa hagsmuni sjúkratryggðra
að leiðarljósi né að þjónustan sé
skilgreind með heildstæðum hætti
út frá þörfum og vel skilgreindum
réttindum sjúklinganna. Þess í stað
óttast höfundurinn að með ein-
földum verkgreiðslum hlaupi heil-
brigðisstarfsfólki „kapp í kinn“ með
hættu á auknum kostnaði samfara
auknum afköstum.
Sjúklingurinn í forgrunni
Aukin og bætt þjónusta sjálfstætt
starfandi sérgreinalækna er gerð
tortryggileg þar sem kostnaður
vegna hennar hefur vaxið mikið á
undanförnum árum, en í skýrslu
Ríkisendurskoðunar má sjá að
lækniskostnaður sjúkratrygg-
inganna hefur vaxið úr 6,1 ma.kr.
árið 2012 í 9,8 ma.kr. árið 2016. Í
stað þess að horfa til hagsmuna og
þarfa sjúklinganna er horft til ann-
arra þjónustuveitenda og þá fyrst
og fremst til kostnaðar við rekstur
opinberra stofnana, sem á sama
tíma eru sagðar hafa verið „sveltar“,
„rúnar fé, fagfólki og framtíðarsýn“. Í
stað þess að fagna því sem vel hefur
tekist er þjónusta sérgreinalækna
gerð tortryggileg. Í stað þess að
styðja það að opinberu stofnanirnar
verði leystar undan „föstu fjárlögun-
um“ og sjúklingarnir settir í öndvegi
fær neikvæðnin að ráða för.
Mikilvægt er að halda til haga
því sem vel hefur reynst og inn-
leiða það fyrirkomulag að „fé fylgi
sjúklingi“ þegar kemur að þjónustu
opinberu heilbrigðisstofnananna.
Því má heldur ekki gleyma að hug-
myndafræðin að baki nýjum lögum
um opinber fjármál styður þessa
umbreytingu. Fjárheimildir í fjár-
lögum eiga ekki og eru ekki lengur
ákveðnar með tilliti til stofnana
eða einstakra rekstraraðila. Þær eru
ákveðnar með tilliti til viðfangsefna
og stjórnvöldum þannig gert kleift
að færa heimildir á milli rekstrar-
aðila innan fjárlagaársins í sam-
ræmi við þörf og umfang veittrar
þjónustu.
Sjúkratryggingar Íslands –
Hvítbók
Steingrímur
Ari Arason
forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands
Sæunn Kjartansdóttir sál-greinir skrifar pistil í Frétta-blaðið 19. mars síðastliðinn
þar sem hún setur fram efasemdir
um menntunargildi leikskóla fyrir
börn yngri en tveggja ára. Jafnframt
staðhæfir hún að leikskólar glími
við krónískan skort á hæfu starfs-
fólki og að sumir vilji byggja fleiri
slíka leikskóla með þetta króníska
vandamál innanborðs.
Á hverju ári eru gerðar viðhorfs-
kannanir meðal foreldra allra leik-
skólabarna í Reykjavík. Í þessum
könnunum hefur yfirleitt komið
fram að foreldrar eru 98 til 100%
ánægðir með leikskóla barna sinna.
Ólíklegt er að leikskólarnir komi svo
vel út úr könnunum ef skortur er á
hæfu starfsfólki. Teljum við að flest
starfsfólk leikskólanna sé að vinna
afbragðs starf miðað við efni og
aðstæður.
Umfjöllun Sæunnar um mennt-
unarhlutverk leikskóla byggir á
afar þröngri hugmynd um hvað
felst í menntun ungra barna. Við
höfum áhuga á að bjóða Sæunni í
heimsókn í okkar leikskóla til að
sýna henni hvernig við vinnum með
yngstu börnin. Hvernig við eflum
og örvum forvitni barna og rann-
sóknarþörf í bland við umhyggju,
virðingu og traust.
Ekki viljum við gera lítið úr
umfjöllun Sæunnar um mikilvægi
fyrstu áranna og byggingarefni
sjálfsins en tillögur Sæunnar um
að borga foreldrum fyrir að vera
heima með barninu fyrstu árin
finnast okkur vera frekar forn-
fálegar og afturhvarf til fortíðar.
Börn á þessum aldri eru að læra á
heiminn í gegnum leik og samvistir
við jafnaldra og því mikilvægt að
þau fái bestu örvun sem kostur er
á. Við erum líka hissa á sálgreini að
tala til foreldra þannig að þeir fái
enn meira samviskubit en þörf er á
þegar hún nefnir slæman kost dag-
foreldra og leikskóla. Teljum við að
flestir leikskólar og dagforeldrar séu
að gera sitt allra besta. Við erum öll
sammála því að foreldraorlof þurfi
að lengja og brúa bilið milli fæð-
ingarorlofs og leikskóla eða ung-
barnadeilda sem nú eru á döfinni í
Reykjavík.
Ef við ætlum að hætta að byggja
leikskóla erum við ekki að horfa til
framtíðar eins og Loris Malaguzzi,
sálfræðingur og borgarstjóri í borg-
inni Reggio Emilia á Ítalíu, gerði
eftir seinni heimsstyrjöldina. Til
að breyta heiminum til hins betra
þarf að byrja á börnunum, sagði
Malaguzzi. Hann byggði barna-
heimili á rústum í stað þess að byrja
á að reisa brýr og leggja vegi. Ef við
hefðum farið að ráðum Malaguzzi
fyrir 20 árum værum við betur sett
í dag með yngstu börnin og foreldra
þeirra. En borgin er að taka við sér
og nú stendur til að byggja fjóra til
fimm nýja leikskóla á næstu fimm
árum sem er mjög gleðilegt.
Börnin okkar eiga það besta
skilið: fallegt, bjart og rúmgott hús-
næði með góða hljóðvist, þar sem
þau geta leikið og rannsakað með
jafnöldrum sínum í ró og næði. Við
erum ekki sammála Sæunni í því að
ekki taki því að byggja fleiri leik-
skóla þar sem vandi þeirra sé svo
mikill. Við teljum öðru nær að um
leið og við byggjum fleiri leikskóla
getum við fækkað börnum á öðrum
leikskólum, minnkað barnahópa
og aukið þannig rými. Um leið og
rýmið eykst fer betur um börn og
starfsfólk og þá er líklegra að starfs-
menn ílengist í starfi sem er í hag
allra í samfélaginu. Bættar starfsað-
stæður fyrir börn og starfsfólk, nýir
og rúmbetri leikskólar virka hvetj-
andi á þá sem eru að hugsa sér að
læra fagið. Við teljum að krónískur
vandi leikskóla, sé hann þá til stað-
ar, sé helst virðingarleysi annarra
fyrir starfi þeirra.
Krónískur vandi leikskóla
Anna Gréta
Guðmundsdóttir
aðstoðarleik-
skólastjóri
Soffía
Þorsteinsdóttir
leikskólastjóri
Fyrir fjórum árum var flestum ljóst að húsnæðisskortur væri í uppsiglingu. Flest sveitar-
félög fóru í aðgerðir til að bregðast
við vandanum með því að tryggja
nægt lóðaframboð. Núverandi
borgarstjóri lofaði miklu eða um
3.000 leiguíbúðum til viðbótar
við íbúðir á almennum markaði.
Fjórum árum síðar bólar lítið á
efndum, enda var heildarfjöldi allra
byggðra íbúða á síðasta ári aðeins
322 íbúðir sem er langt undir öllum
markmiðum borgarinnar sjálfrar.
En hvaða áhrif hefur þetta sleifar-
lag haft? Þegar fasteignaverð er
skoðað sést að verðið hefur hækkað
um 50-60% á aðeins fjórum árum.
Þessi mikla hækkun bitnar mest á
þeim sem eru að reyna að kaupa sér
sína fyrstu íbúð. Jafnframt lendir
þessi mikla verðhækkun á þeim
sem ekki eiga eign og þurfa að reiða
sig á leigumarkaðinn.
En hvernig íbúðir hafa verið
byggðar? Þegar fasteignaauglýsing-
arnar eru skoðaðar er algengt að sjá
íbúðum lýst sem „lúxusíbúðum“.
Eða jafnvel „luxury apartments“.
Þetta á við um lóðir sem borgin
sjálf hefur úthlutað á kjörtíma-
bilinu. Þetta eru íbúðir með allra
hæsta fasteignaverðið og gagnast
því fáum.
Af hverju er þetta svona dýrt?
Stærsta ástæða hækkandi verðs er
skortur á eignum, en fleira kemur
til. Reykjavíkurborg innheimtir
gatnagerðargjald til að standa
straum af kostnaði. Ofan á það er
síðan lagt byggingarréttargjald sem
er orðið gríðarlega hátt í Reykja-
vík. Í sumum tilfellum er lagt á
„innviðagjald“ sem hækkar grunn-
kostnaðinn enn frekar. Þá verða
margir fyrir áralöngum töfum þrátt
fyrir að hafa fjárfest í byggingarlóð
og lendir fjármagnskostnaðurinn
á lóðarhafanum. Allur þessi við-
bótarkostnaður lendir á endanum
á íbúðarkaupandanum og því taka
margir til þess ráðs að gera út á
„lúxusmarkaðinn“. Vandinn er sá
að fáir hafa efni á svona dýrum
íbúðum og því flytja mjög margir
burt í önnur sveitarfélög.
Breytum þessu
Loforðin ein duga skammt. Efnd-
irnar skipta öllu máli. Sú stefna sem
hefur verið rekin síðustu fjögur ár
hefur leitt af sér fækkun íbúa á mið-
svæði Reykjavíkur og fólksflótta
yfir í önnur sveitarfélög. Þeir sem
flytja burt þvert á vilja sinn þurfa
síðan að aka lengri vegalengdir sem
aftur eykur á umferðarþungann.
Það er morgunljóst að það þarf að
breyta um stefnu í vor. Við viljum
leyfa íbúðabyggð á hagstæðari
stöðum en nú er gert. Þar koma
Keldur og uppbygging í Vestur-
bænum við Grandann í Örfirisey
sterklega inn. Leggja áherslu á
minni einingar fyrir þá sem vilja,
en jafnframt leyfa á ný að byggja
sérbýli í Reykjavík. Hætta að reyna
að stýra fólki um of og veita íbúum
valfrelsi um búsetu. Þannig breyt-
um við borginni til hins betra.
Loforð og lúxusíbúðir
Eyþór Arnalds
skipar 1. sæti
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík
Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu
á ársfundinum.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum
sjóðsins.
Tillögur um breytingar á samþykktum þurfa að
berast stjórn með skriflegum hætti tveimur vikum
fyrir ársfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir
á ársfundi þurfa að berast stjórn með skriflegum
hætti viku fyrir ársfund. Framboðum aðalmanna til
stjórnar skal skila inn til stjórnar viku fyrir ársfund.
Tillögur og framboð skulu berast til stjórnar Íslenska
lífeyrissjóðsins, Austurstræti 11, 101 Reykjavík.
Tillögur að breytingum á samþykktum og framboð til
stjórnar verða birt á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is.
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins hvetur sjóðfélaga til
þess að mæta. Allar nánari upplýsingar má nálgast
á vefsvæði sjóðsins, islenskilif.is eða hjá Verðbréfa-
og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040.
Ársfundur
Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður
haldinn föstudaginn 27. apríl 2018 kl. 17.00
í Landsbankanum, Austurstræti 11.
Það er morgunljóst að það
þarf að breyta um stefnu í
vor. Við viljum leyfa íbúða-
byggð á hagstæðari stöðum
en nú er gert.
5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
0
5
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
B
-B
E
4
C
1
F
5
B
-B
D
1
0
1
F
5
B
-B
B
D
4
1
F
5
B
-B
A
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K