Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hvert annað hlægilegt öfugmæli. Á meðan ýmsir boða byggingu múra – vilja Norðurlöndin opna dyr. Hinn 23. mars ár hvert fagna Norðurlöndin sam-vinnu sem er rótgróin og víðfeðm en líka skapandi og skilvirk. Lengi vel lá lífæð Íslands í gegnum Kaupmannahöfn og nú skapa samskiptin við hinar Norðurlandaþjóðirnar, þ. á m. á vettvangi Norrænu ráð- herranefndarinnar og Norðurlandaráðs, trausta fótfestu á alþjóðavettvangi. En norrænt samstarf er svo miklu meira en bara stjórn- mál. Undirstaðan er hið sumpart kyrrláta en þó kraft- mikla samstarf sem fram fer úti um allt land. Ég leyfi mér að fullyrða að tugþúsundir Íslendinga hafi tekið og taki þátt í norrænni menningarsamvinnu, skóla- og vísinda- samstarfi, eða hafi unnið og lært á Norðurlöndunum, og hátt í 30 þúsund Íslendingar búa þar. Norðurlöndin eru þannig sterkur heimavöllur fyrir Ísland. Þangað flytja fyrirtækin út vörur og þjónustu en samanlagt eru Norðurlöndin okkar stærsta einstaka viðskiptaland. Norðurlöndin vilja verða samþættasta svæði heims. Þá geta 27 milljónir manna, fólk og fyrirtæki, fært sig hindrunarlaust og áreynslulítið á milli landa og freistað gæfunnar. Á meðan ýmsir boða byggingu múra – vilja Norðurlöndin opna dyr. Í viðskiptum geta norræn fyrirtæki náð betri árangri sem heild heldur en hvert í sínu horni, ekki síst á fjarlægum mörkuðum. Árangur danskra arkitekta í Asíu getur rutt brautina fyrir finnska bændur sem draga vagninn fyrir íslenska fatahönnuði. Norræna glæpasagan selur bækur en líka fisk. Vörumerkið „Norður- lönd“ er verðmætt og nýverið var sameiginlegu kynn- ingarátaki TheNordics.com hleypt af stokkunum. Og eins og í góðum fjölskyldum er heilbrigð samkeppni milli fólks, við lærum hvert af öðru og berum okkur saman. Þannig var ánægjulegt hve Ísland kom vel út úr síðustu skýrslu Nordregio um efnahagsþróun og vaxtar- möguleika á Norðurlöndunum. Þar voru sex íslenskir landshlutar sannkallaðir hástökkvarar, auk Færeyja. Í norrænum samanburði gengur margt vel á Íslandi en við sjáum líka hvar við þurfum að bæta okkur. Meira um það á fundi í Norræna húsinu kl. 14 í dag. Ísland hlakkar til formennsku í Norrænu ráðherra- nefndinni á næsta ári. Það verður skemmtilegt verkefni í norrænu „fjörskyldunni“! Norræna fjörskyldan Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráð- herra Norður- landa MAR0KKÓ 9. maí í 11 nætur Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann Frá kr. 99.595 Hlátur í þingsal Brynjar Níelsson, eins umdeild- ur og hann er, má eiga það að hann er sá þingmaður sem oftast uppsker hlátur í þingsal. Slíkt gerðist í gær í umræðum um kosningaaldursfrumvarpið. Þingmaðurinn er einn þeirra sem vilja að málið verði ekki afgreitt í flýti. Í ræðu hans var kallað fram í að börn gætu verið í flokknum þó þau gætu ekki kosið. „Þeir mega vera í flokkn- um. Það er einmitt þroskaferlið, að byrja á að koma í flokkinn og svo þegar búið er að þroska þau þar, þá geta þau kosið,“ sagði Brynjar úr pontu meðan þing- heimur hló dátt. Táknræn byssa Annað atvik, miður geðslegt og líklega án fordæma í þing- heimi, átti sér stað í umræð- unum um kosningaaldur í gær. Hinum spurningaglaða Pírata Birni Leví Gunnarssyni mis- líkaði þá málflutningur Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Ákvað þing- maðurinn að láta þá skoðun sína í ljós með því að mynda byssu með fingrum sínum, leggja hana að höfði sér og taka í ímyndaðan gikkinn. Slíkt athæfi, sem var vafalaust mis- heppnuð tilraun til hnyttni, á hvergi að sjást og sennilega allra síst af þingmanni í þingsal. Er það þingmanni til smánar. joli@frettabladid.is Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburða-sigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráð- herra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjöl- yrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðar íhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austur- hluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði veru- lega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofn- anir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum inn- viðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Skrípaleikur 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -7 D 7 0 1 F 4 8 -7 C 3 4 1 F 4 8 -7 A F 8 1 F 4 8 -7 9 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.