Fréttablaðið - 23.03.2018, Page 20

Fréttablaðið - 23.03.2018, Page 20
ÍR - Stjarnan 67-64 ÍR: Danero Thomas 20, Ryan Taylor 17, Matthías Orri Sigurðarson 13, Sveinbjörn Claessen 7, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sæ- þór Elmar Kristjánsson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Kristinn Marinósson 1. Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/17 fráköst, Róbert Sigurðsson 13, Collin Ant- hony Pryor 10/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Tómas Þórður Hilmars- son 9/10 fráköst, Egill Agnar Októsson 2 . Staðan í einvíginu er 2-1, ÍR í vil. KR - Njarðvík 81-71 KR: Pavel Ermolinskij 24/11 fráköst/8 stoð- sendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst, Darri Hilmarsson 15, Jón Arnór Stefáns- son 13, Björn Kristjánsson 4, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Vilhjálmur K. Jensson 4. Njarðvík: Terrell Vinson 20, Logi Gunnars- son 12, Maciek Baginski 11, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10/18 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristinn Pálsson 3. KR vinnur einvígið 3-0. Nýjast Domino’s-deild karlaBreiðhyltingar vörðu heimavöllinn og eru komnir í lykilstöðu Garðbæingar með bakið upp að vegg ÍR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að slá út Stjörnuna í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla eftir nauman sigur í Breiðholtinu í gær. Tíu ár eru síðan ÍR-ingar komust síðast í undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta en en þeir eru einum sigri frá því að komast þangað. Liðin mætast að nýju á sunnudaginn þar sem Stjarnan verður að vinna ætli liðið ekki að fara í sumarfrí. FRéttablaðið/ERNiR Fótbolti Freyr tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann valdi til þess að mæta Slóveníu og Færeyjum í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019. Nokkrar breytingar eru á leikmannahópnum frá síðasta leik liðsins í undankeppninni sem var 1-1 jafntefli gegn Tékklandi síðasta haust. Þar á milli tók liðið þátt í Algarve- mótinu í Portúgal. Þar fengu nokkrir óreyndir leikmenn tækifæri sem sumir gripu svo fast að þeir fengu sæti í liðinu að þessu sinni. Þá snúa Elín Metta Jensen, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Harpa Þorsteins- dóttir aftur í leikmannahópinn eftir mislanga fjarveru. „Við náðum að æfa vel varnarleik- inn í leikjunum á Algarve-mótinu og náðum að halda þeim sterku þjóðum sem við spiluðum við þar í skefjum. Það verður hins vegar allt önnur nálgun sem við förum með inn í leikina sem við erum að fara að spila næst í undankeppninni. Þar munum við stýra leiknum meira og við verðum að sýna betri frammi- stöðu í sóknarleiknum en við gerð- um í Portúgal,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Elín Metta hefur glímt við meiðsli undanfarið og Sigríður Lára við veikindi og þær hafa ekki leikið með íslenska liðinu síðan í jafn- teflinu gegn Tékklandi. Vonast er til þess að Elín Metta hafi hrist af sér meiðslin í tæka tíð fyrir leikina gegn Slóveníu og Færeyjum sem leiknir verða í apríl. Sigríður Lára er síðan búin að ná tökum á liðagigtinni sem hefur verið að hrjá hana í vetur. Þá er Harpa Þorsteinsdóttir að komast í feiknarlega gott form og hún snýr til baka, en hún lék síðast með íslenska liðinu á Evrópumeistaramótinu í Hollandi árið 2017. Það er skarð fyrir skildi hjá íslenska liðinu að Dagný Brynjars- dóttir sem hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum íslenska liðsins í undankeppninni til þessa er barns- hafandi og tekur þar af leiðandi ekki þátt í næstu verkefnum Íslands. „Það er auðvitað stór ástæða þess að sóknarleikurinn gekk ekki betur en raun bar vitni að við söknuðum Elínar Mettu og Dagnýjar sem hafa verið aðsópsmiklar í sóknarleikn- um hjá okkur síðustu misseri. Þá var Fanndís [Friðriksdóttir] að glíma við smávægileg meiðsli í Portúgal og gat ekki beitt sér af fullum krafti,“ sagði Freyr um ástæður þess að sóknarleikurinn hikstaði örlítið á Algarve-mótinu. „Ég sé fyrir mér að Rakel [Hönnu- dóttir] geti framkvæmt marga þá þætti sem Dagný hefur verið að færa okkur. Rakel er góð að vinna návígi, getur sótt fram með boltann og er mikil ógn inni í vítateig and- stæðinganna. Harpa er svo í góðu formi þessa dagana og gefur okkur aðra vídd í sóknarleikinn en við gátum boðið upp á í Portúgal. Svo erum við með fljóta leikmenn, eins og Öglu Maríu [Albertsdóttur], sem geta sært andstæðinginn,“ sagði Freyr um leiðir til þess að fylla það skarð sem Dagný skilur eftir sig inni á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. hjorvaro@frettabladid.is Leikmenn munu sjá til þess að við söknum ekki Dagnýjar Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, telur sig hafa fundið lausnir til þess að bregðast við fjarveru Dagnýjar Brynjarsdóttur. Ungir leikmenn gripu gæsina í Portúgal og fá sæti í leikmannahópnum sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM. Leikirnir fara fram í byrjun apríl. Freyr alexandersson á blaðamannafundinum í gær. FRéttablaðið/aNtoN bRiNK Rakel er góð að vinna návígi, getur sótt fram með boltann og er mikil ógn inni í vítateig andstæðinganna. Freyr Alexandersson Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því mexíkóska í vináttulandsleik á Levi’s vellinum í San Francisco í nótt. Leikurinn hefst klukkan 02.00. Íslenska liðið leikur í fyrsta sinn í HM-búningnum í nótt. Þetta er í fjórða sinn sem þessar þjóðir mætast en alltaf hefur verið leikið í Bandaríkjunum. Það væri synd að segja að fyrstu þrír leikir Íslands og Mexíkó hafi verið fjör- ugir. Árið 2003 gerðu liðin marka- laust jafntefli í San Francisco og sömu úrslit urðu í leik liðanna sjö árum seinna í Charlotte. Í fyrra vann Mexíkó svo Ísland með einu marki gegn engu í Las Vegas. Þetta er fjórði síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Rússlandi. Ísland mætir Perú í Harrison í næstu viku og svo Noregi og Gana í byrjun júní. – iþs Ekkert mark gegn Mexíkó Jóhann berg lék gegn Mexíkó fyrir átta árum. FRéttablaðið/EyþóR íshokkí Falur Birkir Guðnason, leikmaður meistaraflokks karla hjá Skautafélaginu Birninum, komst að samkomulagi við Lyfjaeftirlit ÍSÍ um að fara í átta mánaða bann vegna kannabisnotkunar. Eftir leik þann 13. janúar síðast- liðinn gekkst Falur undir lyfjapróf. Í sýni hans greindist Tetrahydro- cannabinol (THC) yfir leyfilegum mörkum. Það er í flokki átta á lista WADA yfir bönnuð efni og aðferðir (bannað í keppni). Bannið tók gildi 13. janúar og hann gæti því snúið aftur á ísinn næsta haust. – iþs Settur í átta mánaða bann 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s t U D a G U r20 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð spoRt 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -A 0 0 0 1 F 4 8 -9 E C 4 1 F 4 8 -9 D 8 8 1 F 4 8 -9 C 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.