Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 20
ÍR - Stjarnan 67-64 ÍR: Danero Thomas 20, Ryan Taylor 17, Matthías Orri Sigurðarson 13, Sveinbjörn Claessen 7, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sæ- þór Elmar Kristjánsson 3, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Kristinn Marinósson 1. Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/17 fráköst, Róbert Sigurðsson 13, Collin Ant- hony Pryor 10/10 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Tómas Þórður Hilmars- son 9/10 fráköst, Egill Agnar Októsson 2 . Staðan í einvíginu er 2-1, ÍR í vil. KR - Njarðvík 81-71 KR: Pavel Ermolinskij 24/11 fráköst/8 stoð- sendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst, Darri Hilmarsson 15, Jón Arnór Stefáns- son 13, Björn Kristjánsson 4, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Vilhjálmur K. Jensson 4. Njarðvík: Terrell Vinson 20, Logi Gunnars- son 12, Maciek Baginski 11, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10/18 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristinn Pálsson 3. KR vinnur einvígið 3-0. Nýjast Domino’s-deild karlaBreiðhyltingar vörðu heimavöllinn og eru komnir í lykilstöðu Garðbæingar með bakið upp að vegg ÍR þarf aðeins einn sigur til viðbótar til að slá út Stjörnuna í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla eftir nauman sigur í Breiðholtinu í gær. Tíu ár eru síðan ÍR-ingar komust síðast í undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta en en þeir eru einum sigri frá því að komast þangað. Liðin mætast að nýju á sunnudaginn þar sem Stjarnan verður að vinna ætli liðið ekki að fara í sumarfrí. FRéttablaðið/ERNiR Fótbolti Freyr tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann valdi til þess að mæta Slóveníu og Færeyjum í næstu leikjum liðsins í undankeppni HM 2019. Nokkrar breytingar eru á leikmannahópnum frá síðasta leik liðsins í undankeppninni sem var 1-1 jafntefli gegn Tékklandi síðasta haust. Þar á milli tók liðið þátt í Algarve- mótinu í Portúgal. Þar fengu nokkrir óreyndir leikmenn tækifæri sem sumir gripu svo fast að þeir fengu sæti í liðinu að þessu sinni. Þá snúa Elín Metta Jensen, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Harpa Þorsteins- dóttir aftur í leikmannahópinn eftir mislanga fjarveru. „Við náðum að æfa vel varnarleik- inn í leikjunum á Algarve-mótinu og náðum að halda þeim sterku þjóðum sem við spiluðum við þar í skefjum. Það verður hins vegar allt önnur nálgun sem við förum með inn í leikina sem við erum að fara að spila næst í undankeppninni. Þar munum við stýra leiknum meira og við verðum að sýna betri frammi- stöðu í sóknarleiknum en við gerð- um í Portúgal,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Elín Metta hefur glímt við meiðsli undanfarið og Sigríður Lára við veikindi og þær hafa ekki leikið með íslenska liðinu síðan í jafn- teflinu gegn Tékklandi. Vonast er til þess að Elín Metta hafi hrist af sér meiðslin í tæka tíð fyrir leikina gegn Slóveníu og Færeyjum sem leiknir verða í apríl. Sigríður Lára er síðan búin að ná tökum á liðagigtinni sem hefur verið að hrjá hana í vetur. Þá er Harpa Þorsteinsdóttir að komast í feiknarlega gott form og hún snýr til baka, en hún lék síðast með íslenska liðinu á Evrópumeistaramótinu í Hollandi árið 2017. Það er skarð fyrir skildi hjá íslenska liðinu að Dagný Brynjars- dóttir sem hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum íslenska liðsins í undankeppninni til þessa er barns- hafandi og tekur þar af leiðandi ekki þátt í næstu verkefnum Íslands. „Það er auðvitað stór ástæða þess að sóknarleikurinn gekk ekki betur en raun bar vitni að við söknuðum Elínar Mettu og Dagnýjar sem hafa verið aðsópsmiklar í sóknarleikn- um hjá okkur síðustu misseri. Þá var Fanndís [Friðriksdóttir] að glíma við smávægileg meiðsli í Portúgal og gat ekki beitt sér af fullum krafti,“ sagði Freyr um ástæður þess að sóknarleikurinn hikstaði örlítið á Algarve-mótinu. „Ég sé fyrir mér að Rakel [Hönnu- dóttir] geti framkvæmt marga þá þætti sem Dagný hefur verið að færa okkur. Rakel er góð að vinna návígi, getur sótt fram með boltann og er mikil ógn inni í vítateig and- stæðinganna. Harpa er svo í góðu formi þessa dagana og gefur okkur aðra vídd í sóknarleikinn en við gátum boðið upp á í Portúgal. Svo erum við með fljóta leikmenn, eins og Öglu Maríu [Albertsdóttur], sem geta sært andstæðinginn,“ sagði Freyr um leiðir til þess að fylla það skarð sem Dagný skilur eftir sig inni á miðsvæðinu hjá íslenska liðinu. hjorvaro@frettabladid.is Leikmenn munu sjá til þess að við söknum ekki Dagnýjar Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, telur sig hafa fundið lausnir til þess að bregðast við fjarveru Dagnýjar Brynjarsdóttur. Ungir leikmenn gripu gæsina í Portúgal og fá sæti í leikmannahópnum sem mætir Slóveníu og Færeyjum í undankeppni HM. Leikirnir fara fram í byrjun apríl. Freyr alexandersson á blaðamannafundinum í gær. FRéttablaðið/aNtoN bRiNK Rakel er góð að vinna návígi, getur sótt fram með boltann og er mikil ógn inni í vítateig andstæðinganna. Freyr Alexandersson Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því mexíkóska í vináttulandsleik á Levi’s vellinum í San Francisco í nótt. Leikurinn hefst klukkan 02.00. Íslenska liðið leikur í fyrsta sinn í HM-búningnum í nótt. Þetta er í fjórða sinn sem þessar þjóðir mætast en alltaf hefur verið leikið í Bandaríkjunum. Það væri synd að segja að fyrstu þrír leikir Íslands og Mexíkó hafi verið fjör- ugir. Árið 2003 gerðu liðin marka- laust jafntefli í San Francisco og sömu úrslit urðu í leik liðanna sjö árum seinna í Charlotte. Í fyrra vann Mexíkó svo Ísland með einu marki gegn engu í Las Vegas. Þetta er fjórði síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Rússlandi. Ísland mætir Perú í Harrison í næstu viku og svo Noregi og Gana í byrjun júní. – iþs Ekkert mark gegn Mexíkó Jóhann berg lék gegn Mexíkó fyrir átta árum. FRéttablaðið/EyþóR íshokkí Falur Birkir Guðnason, leikmaður meistaraflokks karla hjá Skautafélaginu Birninum, komst að samkomulagi við Lyfjaeftirlit ÍSÍ um að fara í átta mánaða bann vegna kannabisnotkunar. Eftir leik þann 13. janúar síðast- liðinn gekkst Falur undir lyfjapróf. Í sýni hans greindist Tetrahydro- cannabinol (THC) yfir leyfilegum mörkum. Það er í flokki átta á lista WADA yfir bönnuð efni og aðferðir (bannað í keppni). Bannið tók gildi 13. janúar og hann gæti því snúið aftur á ísinn næsta haust. – iþs Settur í átta mánaða bann 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s t U D a G U r20 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð spoRt 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -A 0 0 0 1 F 4 8 -9 E C 4 1 F 4 8 -9 D 8 8 1 F 4 8 -9 C 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.