Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 22
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvenna­athvarfsins, er fædd og uppal­ in í Hrunamannahreppi og lauk námi í félagsfræði og kennslufræði við HÍ. Hún hóf störf sem fram­ kvæmdastýra Kvennaathvarfsins fyrir ellefu árum. „Ég sá þetta starf auglýst og hringdi í fráfarandi framkvæmdastýru sem lýsti starf­ inu þannig að ég hugsaði: hvernig er hægt að taka allt það skemmti­ legasta í þessu fagi og setja það í eitt starf? Og svo var ég svo ótrú­ lega heppin að umsókn mín var valin. Ég þekkti aðeins til hér því ég skrifaði BA­ritgerðina mína upp úr gögnum úr Kvennaathvarfinu og hafði starfað hér sem sjálfboðaliði meðan ég var í háskólanámi.” Margir ímynda sér að það sé þungt yfir í Kvennaathvarfinu en Sigþrúður segir svo ekki vera. „Vissulega á sér margt sorglegt og erfitt stað hérna en það er líka gríðarlega mikið hlegið í Kvennaathvarfinu. Konurnar sem eru hér eru náttúrlega kröftugustu konur í heimi og þær eru að stíga svo merkileg skref, kannski að lifa fyrstu vikurnar án ofbeldis í mörg ár og áratugi. Það eru algjör forréttindi að fá að eyða með þeim hversdeginum þeirra. Athvarfið er heimili kvennanna á meðan þær eru hér og þær og börnin þeirra sinna sínu daglega lífi en eru líka í stuðningi og viðtölum hjá ráðgjöf­ unum sem starfa hér við að hjálpa þeim að vinna í sínum málum. Þetta er heimili og úlfatíminn eftir skóla er hér eins og annars staðar. Hér eru að meðaltali tíu börn á dag og við höldum jól og afmæli og hrekkjavöku og þess háttar.” Hún segir að konur þurfi að vera misjafnlega lengi í Kvennaathvarf­ inu. „Það er enginn skilgreindur dagafjöldi, svo lengi sem okkur finnst við vera að hjálpa konu er hún hér. Stundum er ofbeldis­ maðurinn fjarlægður af heimilinu fljótlega, í einstaka ánægjulegum tilfellum hafa hjónin samið um að hann fari og hún komi heim og þau vinni í sínum málum, stundum bjóða ættingjar og vinir skjólshús en konur sem eiga ekkert bakland þurfa kannski að vera hér lengur.“ Börnin efst í huga Hún segir konur gjarnan líta á Kvennaathvarfið sem síðasta úrræðið. „Það er risastórt skref að koma hingað og við hittum alls ekki allar sem verða fyrir heim­ ilisofbeldi. Mörg hundruð konur hafa komið í Bjarkarhlíð í viðtöl vegna heimilisofbeldis sem greini­ lega sjá Kvennaathvarfið ekki sem kost í sinni stöðu. Okkar markmið er að hjálpa konunum sem hingað leita að losna við ofbeldið úr lífi sínu og gera þeim grein fyrir styrk sínum og hugrekki því þær hafa lifað af aðstæður sem aðrir geta vart gert sér í hugarlund.“ Hún segir að í flestum tilfellum sé skiln­ aður óumflýjanlegur fyrir konur í þessari stöðu. „Ég held að það þurfi mikið til að hjónaband gangi upp eftir langvarandi ofbeldi því svo margt hefur gengið á sem erfitt er að fyrirgefa. Stundum fara kon­ urnar aftur til ofbeldismanna þar sem við vitum að ofbeldið heldur áfram. En sem betur fer fækkar þeim tilfellum milli ára og einstaka sinnum er maðurinn tilbúinn til að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að rjúfa mynstrið.“ Hún viðurkennir að börnin séu henni alltaf ofarlega í huga við þessar aðstæður sem og aðrar. „Við tilkynnum til barnaverndar ef það eru börn í spilinu sem eru þá að fara aftur á vígvöll, stundum bara pínulítil og auðvitað er það erfitt.“ Hún bendir á að rannsóknir sýni að heimilisofbeldi hafi djúpstæð áhrif á börn og framtíðarmögu­ leika þeirra, jafnvel þó ofbeldið beinist ekki að þeim. „Við sjáum að margar kvennanna sem koma hingað til dvalar eiga ofbeldissögu úr æsku að baki og oft kemur í ljós að það eiga margir mannanna líka þó það sé alls ekki algilt. Börn sem alast upp við heimilisofbeldi þekkja oft ekki aðrar aðferðir til að leysa úr ágreiningi. Ég viðurkenni að eftir að ég varð amma drengs þá hugsa ég mikið um hvernig það gerist að drengir verði að mönnum sem beita ofbeldi. Þetta er keðja sem okkur langar svo til að brjóta svo þessi börn geti notið sömu lífs­ gæða og mannréttinda og önnur börn.“ Lífið eftir skilnað reynist mörg­ um þessara kvenna erfitt og ógn­ vekjandi. „Þess vegna erum við að leggja í það stóra verkefni að byggja lítið fjölbýlishús sem verður nokk­ urs konar áfangaheimili fyrir konur í veikri stöðu sem geta þá farið í húsnæði á viðráðanlegu verði og unnið að því að styrkja stöðu sína, klára nám, læra íslensku, fá vinnu og svo framvegis.“ Fólki þykir vænt um Kvenna- athvarfið Sigþrúður segist verða vör við mikinn hlýhug í garð Kvenna­ athvarfsins sem er sjálfseignar­ stofnun og rekið af Samtökum um kvennaathvarf. „Ég er nánast alltaf með eitthvað í bílnum mínum sem fólk vill gefa okkur. Svo erum við líka með sjálfboðaliða hérna sem ganga í þau verk sem til falla og sýna þannig stuðning í verki. Í kringum tíu þúsund einstaklingar styrkja okkur mánaðarlega, mörg félagasamtök líka og svo eru ýmsir sem hafa samband og vilja gefa okkur húsgögn og þess háttar. Konurnar geta oft ekki sótt eigur sínar þar sem ofbeldismaðurinn er enn á heimilinu og vantar því stundum allt til að hefja nýtt líf, eru stundum bara með fötin sem þær standa í. Við erum því miður ekki lengur með aðstöðu til að geyma hluti en svo er ótrúlegt hvað allt smellur saman, kannski hringir einhver með sófa, ísskáp og þvottavél og það er akkúrat að fara frá okkur kona inn í galtóma íbúð. Okkur þykir óskaplega vænt um þennan hlýhug.“ Sigþrúður var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu um áramótin og finnst sú viðurkenning mikilvæg, bæði persónulega og fyrir mála­ flokkinn. „Ég varð fyrst mjög hissa og svo þótti mér ógurlega vænt um að við skyldum fá þessa viður­ kenningu. Það þýðir að þessi mála­ flokkur þykir mikilvægur, sem hann er því starf okkar snýst um að búa konum og börnum betra líf. Svo bættist ofan á öll gleði fólks yfir því að ég skyldi hafa fengið þessa viðurkenningu sem mér þykir líka rosalega vænt um.“ Skemmtilegast að vera amma Sigþrúður áttaði sig fljótt á því að starf og einkalíf yrðu ekki aðskilin með góðu móti. „Ég fer til dæmis aldrei svo í veislu eða gönguferð með gönguhóp án þess að þessi mál beri á góma.“ Hún segist þó stundum þurfa að taka sér frí og þá er best að fara upp í sveit eða út í lönd. „Ég á bróður sem er kúa­ bóndi og það gefst sveitastelpunni stundum best að taka til hendinni í búskapnum. Mér finnst líka gott að fara til útlanda og í lengri og skemmri gönguferðir, sérstaklega í rigningu og roki, þá gustar svo vel út úr höfðinu. Það skemmti­ legasta sem ég gerði áður en ég varð amma var að fara eitthvert, nú er að vera amma það skemmti­ legasta og ég eyði miklum tíma með ömmu stráknum mínum og fjölskyldunni.“ Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að starfa hjá Kvennaathvarfinu næstu ellefu árin segist Sigþrúður ekkert geta sagt um það. „Ég get ekki ímyndað mér skemmtilegra og meira gefandi starf. En ég vona að einhver hnippi í mig þegar ég verð of þaulsætin og farin að staðna. Þá vona ég að einhver hvísli mjög hlýlega í eyrað á mér að nú sé kominn tími til að fara.“ „Að fá fálkaorðuna þýðir að þessi málaflokkur þykir mikilvægur, að búa konum og börnum betra líf.“ mynd/ernir Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | máté dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Framhald af forsíðu ➛ Okkar markmið er að hjálpa konunum sem hingað leita að losna við ofbeldið úr lífi sínu og gera þeim grein fyrir styrk sínum og hugrekki. NÝ SENDING! 2 KynninGArBLAÐ FÓLK 2 3 . m A r S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -B 3 C 0 1 F 4 8 -B 2 8 4 1 F 4 8 -B 1 4 8 1 F 4 8 -B 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.