Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 26

Fréttablaðið - 23.03.2018, Síða 26
Arndís segir að þau hafi ákveðið fyrir mörgum árum að ganga í hjónaband. „Við létum samt aldrei verða af því. Einhvern veginn hélt maður að þetta yrði svo mikið umstang. Við höfðum bæði verið gift áður og mig langaði alls ekki að hafa eitthvert rjómatertubrúðkaup. Þegar við loksins ákváðum daginn vorum við sammála um að hafa allt í hófi, bara eins og okkur langaði helst til að hafa umgjörðina,“ segir Arndís. Þegar hún er spurð hvort þessi dagsetning hafi einhverja þýðingu fyrir þau, svarar hún: „Karlinn minn á erfitt með að muna dagsetn- ingar. Þegar við trúlofuðum okkur gerðum við það 1. apríl. Hann hefur aldrei getað gleymt þeim degi. Það var því ágætt að hafa brúðkaupið 1. júlí í góðu veðri,“ segir hún. Vöndur úr lúpínum Arndís segir að þau hafi valið Kálfatjarnarkirkju vegna þess hversu falleg hún er auk þess sem hún er í þeirra sveitarfélagi. „Mér finnst kirkjan yndisleg og á svo fallegum stað,“ segir hún. Það var séra Kjartan Jónsson sem gaf þau saman. „Þessi dagur var geggjaður. Við vöknuðum snemma og fórum út að tína blóm í brúðarvöndinn. Ég bjó hann til sjálf úr lúpínum. Ég hafði samband við nokkra blóma- skreytingamenn en þeir treystu sér ekki til að útbúa blómvönd með lúpínum. Ég vildi hafa blómin frjálsleg og vöndinn lafandi og fékk Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 ráðleggingar um að ég yrði að tína blómin sama dag svo þau myndu haldast falleg. Það voru allir mjög hrifnir af vendinum,“ segir Arndís sem er mikil handavinnukona og flest allt föndur leikur í höndunum á henni. Í kúrekafötum frá Nashville Kjóllinn var sérsaumaður hjá Evu- klæðum og mágkona mín, Sigrún Kristjánsdóttir, var álitsgjafinn minn. Ég teiknaði grunnhug- myndina sjálf og þessar yndislegu konur hjá Evuklæðum saumuðu. Ég fann mig strax í þessum kjól. Róbert fékk hins vegar brúðarfötin sín í Nashville. Hann hefur alltaf langað í kúrekaföt enda hlustar hann mikið á kántrítónlist. Við fórum í ferðalag til Nashville og þar fékk hann allan gallann og var virkilega sáttur með sig. Róbert hefur alltaf verið einhvers konar kúreka-indíáni í sér og hefur gengið í kúrekastígvélum frá því ég kynntist honum,“ útskýrir Arndís og segir að ferðin til Nashville hafi verið í þeim tilgangi að kynnast tónlistinni. Það var þó ekki leikin slík tónlist í kirkjunni á brúðkaupsdaginn. „Nei, við áttum okkar lög sem við lékum mikið á ferðalagi um landið þegar við vorum að byrja saman. Hann valdi eitt lag með Neil Young og ég annað með Eagles. Síðan var eitt sameiginlega valið, You’ve Got a Friend, með James Taylor. Okkur hefur alltaf þótt vinátta skipta miklu máli í sambandinu. Við höfum alltaf verið góðir vinir og erum jafnskotin hvort í öðru og fyrst þegar við hittumst. Ég er tíu árum yngri en Róbert og það hefur aldrei skipt máli, hann er fæddur 1950 og ég 1960. Maður er bara eins gamall og maður vill vera,“ segir Arndís. Sérstök boðskort Arndís útbjó sérstök boðskort sem hún keypti á indianweddingcard. com sem er eins konar pappírs- rolla, líkt og handrit sem sent var til hefðarfólks fyrr á öldum. Kortið var upprúllað og fallegt band utan um og síðan sett í gjafaöskju. Arn- dís segir að hún hafi sett öll kortin í póst sama dag en bróðir hennar í Noregi fékk það fyrst. Arndís segir að þau hafi boðið nánustu fjölskyldu í brúðkaupið, börnum þeirra, mökum, barna- börnum, systkinum og mökum auk foreldra hennar. Foreldrar Róberts eru fallnir frá. Við buðum öllum út að borða í Hörpu og það var virki- lega flott og skemmtilegt. Okkur langaði auðvitað að bjóða miklu fleirum en ákváðum að njóta dagsins vel með okkar nánasta fólki og hafa tíma fyrir það. Þetta var svo gaman allan daginn að ég get varla lýst því,“ segir Arndís. Range Rover í morgungjöf Þegar Arndís er spurð hvort laga- leg mál hafi flýtt fyrir giftingunni svarar hún því játandi. „Við erum að eldast og vildum hafa þessi bönd á milli okkar,“ segir hún. Róbert var ekkert að spara við sig þegar hann gaf frúnni Range Rover í morgungjöf sem kom brúðinni að sjálfsögðu mikið á óvart. Þau hjónin hafa svipuð áhuga- mál, stunda stangveiði og ferðast mikið um landið. Arndís hnýtir flugur í frístundum en þau fóru í brúðkaupsferð í Sæmundará þar sem þau nutu sín við veiðar í nokkra daga. Glæsileg brúðhjón ganga að kirkjunni. Róbert í kúrekafötunum og Arndís í fallegum hvítum kjól sem hún hannaði sjálf. Þau tíndu sjálf lúpínur í brúðarvöndinn. MYNDIR/THELMA Gengið inn í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Arndís og Róbert á stóra deginum. Brúðarkossinn í íslenskri náttúru. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRÚÐKAup 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -C 2 9 0 1 F 4 8 -C 1 5 4 1 F 4 8 -C 0 1 8 1 F 4 8 -B E D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.