Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 28
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook Glæsilegur Verð 39.900 kr. Stærð 38-46 Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRúÐKAup Hjónin Valgerður Sigurðardóttir og Friðbjörn Björns- son hafa verið gift í tæp 47 ár. Þau segjast heppin með hvort annað og hlakka til að vakna á morgnana og horfa til hvers nýs dags. Í farsælu hjónabandi segja þau mikilvægt að gefa hvort öðru svigrúm. Það er ekki sjálfgefið að eiga farsælt hjónaband í nær hálfa öld en það þekkja hjónin Valgerður Sigurðardóttir (Vala) og Friðbjörn Björnsson (Böddi) úr Hafnarfirði sem hafa verið gift í tæp 47 ár. Þau segjast hafa verið heppin með hvort annað og hlakka til að vakna á morgnana og horfa til nýs dags. Besta ráðið sem þau geta gefið ungum brúðhjónum er að gefa hvort öðru svigrúm og leyfa hinum aðil- anum að njóta sín á eigin vettvangi. „Hann Böddi er t.d. mikill veiði-, golf- og útivistarmaður og ég hef lengi verið í félags- og stjórnmálum. Núna gegni ég t.d. stöðu formanns Félags eldri borgara í Hafnarfirði en við höldum upp á 50 ára afmæli félagsins á næstu dögum. Áhugamál okkar beggja eru tímafrek en okkur hefur tekist vel að vinna úr því. Við eigum svo líka sameiginleg áhuga- mál og hjálpuðumst að heima fyrir með eldamennsku og uppeldi og nutum þá hvort á sinn hátt þess sem við vorum að gera, áhyggjulaus,“ segir Vala. Halda upp á daginn Vala og Böddi ólust upp og gengu saman í skóla í Garðahreppi sem nú heitir Garðabær. Böddi segist hafa fallið fyrir Völu því hún hafi verið bæði sæt og skemmtileg meðan hún segist hafa heillast af því hversu flottur fótboltamaður hann hafi verið auk þess að vera fyndinn og skemmtilegur. „Við áttum ekkert formlegt fyrsta stefnumót heldur fórum við að vera saman í útilegu sem var haldin á vegum æskulýðsfélagsins þetta sumarið. Við vorum komin í foreldra- og íbúðarkaupendahlut- verkið innan við tvítugt þannig að ábyrgðin var mikil á þessum fyrstu árum eins og tíðkaðist gjarnan á þessum tíma. Við vorum bæði að stíga okkar fyrstu skref að heiman og því tók það smá tíma að fóta sig en okkur tókst það,“ segir Böddi. Þau giftu sig 19. desember árið 1971 og hafa haldið upp á daginn frá því þau áttu tíu ára brúðkaups- afmæli. „Þennan dag höfum við lengi nýtt í að gera eitthvað fyrir bara okkur tvö, t.d. farið saman á hótel yfir nóttina eða út að borða og átt notalega kvöldstund saman. Þegar við fögnuðum t.d. 20 ára brúðkaupsafmæli okkar fórum við á Hótel Örk í Hveragerði og vorum ein á hótelinu því allir voru heima að undirbúa jólin. Fyrir vikið fengum við afbragðs þjónustu.“ Ógleymanlegur dagur Hjónin ráku saman fiskverkun í fimmtán ár og segja þau þessi Ástin kviknaði í útilegu Nýgift hjón þann 19. desember árið 1971. Friðbjörn og Valgerður hlakka til næstu ára og eru stað- ráðin í því að njóta lífsins í botn. Valgerður sigurðardóttir og Friðbjörn Björnsson ásamt dætrum sínum þremur. Í þessari samhentu fjölskyldu eru auk þeirra tengdasynirnir, átta barnabörn og tvö langömmu- og langafabörn. ár hafa verið góðan tíma fyrir hjónabandið og fjölskylduna. „Við framleiddum saltfisk og skreið og stóðum sjálf í útflutningi seinni árin. Stelpurnar okkar þrjár höfðu gaman af því að vera með okkur þótt þær hafi ekki verið háar í loftinu í byrjun og var það fjöl- skyldulífinu ómetanlegt. Auðvitað tókum við oft vinnuna með okkur heim þar sem verkunin var það sem líf okkar snerist um. Það sem hefur sjálfsagt haft jákvæð áhrif á þessa miklu samveru okkar var hvað þetta var allt gaman. Lífið var sannarlega saltfiskur í þá daga.“ Vala og Böddi endurnýjuðu heit sín þegar Böddi varð sextugur árið 2012. Hann segir það hafa verið sína hugmynd. „Mig langaði alltaf að kvænast Völu aftur þar sem ég var svo ungur þegar við giftum okkur. Ég var líka ákveðinn í að gera eitthvað ógleymanlegt þegar ég yrði sextugur. Við byrjuðum daginn á því að bjóða gestum í golfmót á Úthlíðarvelli. Eftir mótið stormuðu gestir til Úthlíðarkirkju þar sem Kristján Valur vígslubisk- up, vinur okkar, kom og blessaði samband okkar. Um kvöldið var haldin veisla að sveitasið.“ Gæðastundir eru góðar Þau hlakka bæði til næstu ára og eru staðráðin í því að njóta lífsins. „Við erum bæði búin að ganga í gegnum veikindi undanfarin ár. Ég fékk brjóstakrabbamein og Böddi hefur farið þrisvar sinnum í hjartaþræðingu og vonum við að sá kafli sé endanlega að baki. Golfið er á hraðri leið með að verða sameiginlegt áhugamál okkar og svo eigum við sam- henta fjölskyldu í dætrum okkar þremur og tengdasonum, átta barnabörnum og tveimur lang- ömmu- og langafabörnum. Það hefur verið ánægjuefni fjölskyld- unnar að ferðast, fyrst í tjaldi og svo í tjaldvagninum. Kannski hefur upphaf sambands okkar haft þau áhrif á okkur, hver veit,“ segir Vala. Þau segjast gera sér grein fyrir því að ung brúðhjón í dag búi í allt öðru og hraðara samfélagi en þau, þegar þau hófu búskap fyrir nærri hálfri öld síðan. „Umhverfið gerir meiri kröfur til ungs fólks í dag en áður. Það keyra færri um á lélegum bílum og búa í rúm- lega fokheldum húsum, eins og margir gerðu hér á árum áður. Við hvetjum því ungt fólk til sjálf- stæðis og að haga seglum eftir þeirra eigin vindaspá. Einnig er gott að eiga gæðastundir í ró og næði þar sem þau geta spjallað um heima og geyma og gleymt skyldum hverdagsins.“ Valgerður og Friðbjörn endurnýjuðu heit sín í úthlíðarkirkju árið 2012. 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -A E D 0 1 F 4 8 -A D 9 4 1 F 4 8 -A C 5 8 1 F 4 8 -A B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.