Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 58

Fréttablaðið - 23.03.2018, Side 58
Fjölmenni á forsýningu Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, eftir samnefndri bók Gunnars Helgasonar, var forsýnd í gær við góðar viðtökur. Mikið fjöl- menni mætti til að gleðjast með leik- stjóranum sem og að sjá dýrðina á hvíta tjaldinu. Frægir foreldrar kíktu við með börnunum sín- um og gengu glaðir út í kvöldið eftir kraftmikla sýningu. Listakonan Melkorka Katrín, gjarnan kölluð Korkimon, opnar sína fyrstu einkasýningu í dag. Sýningin samanstendur af sex teikningum og fimm skúlptúrum og er í Kjallaranum í Geysi Heima á Skólavörðustíg. Spurð út í hvaða hráefni hún notar í skúlptúra sína segir Mel- korna: „Ég vinn aðallega með vax, steypu og gifs í skúlptúrunum mínum sem aðalhráefni og svo aukahluti úr ýmsum hornum. Til dæmis er fléttan í einum skúlp- túrnum gömul flétta af mér síðan ég var átta ára og fór fyrst í klippingu. Ég er einstaklega hrifin af krókum og hjólum, hlutum með einhvern tilgang en ég tek þá úr samhengi og sýni í nýju ljósi,“ segir Melkorka. Þess má geta að verk Melkorku á sýningunni snúast að vissu leyti um skort á tilgangi og notagildi. Í til- kynningu um sýninguna segir m.a.: „Sumir skúlptúranna eru algjörlega ónothæfir til nokkurs. En hvers vegna þarf alltaf að vera gagn af hlutum? Hvers vegna þurfum við að setja allt í hólf? Skilgreina hvern ein- asta hlut? Hugsun um gagnleika allra hluta kemur í veg fyrir fram- farir og nýjungar. Það er óþarfi að afmarka alla skap- aða hluti.“ – gha Tekur tilganginn og notagildið úr hlutum Melkorka lærði myndlist og listasögu í Sarah Lawrence College í New York. MYND/ANNA MAGGÝ Ég er ein- sTaklega hriFin aF krókum og hjólum, hluTum með einhvern Tilgang en Ég Tek þá úr samhengi og sýni í nýju ljósi. Sýnishorn af verkum Melkorku sem verða á sýningunni Krummi, Guðlaug, Jóhann og Guðrún. Einar Örn Jónsson, Elísabet Ása, Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Gunnar Helgason höfundur og Bragi Þór Hinriksson leikstjóri. Oliver Nord­ quist og Róbert Aron Magnússon, betur þekktur sem Robbi Chronic. Sveppi, Arnaldur Flóki, Þórdís Katla og Bergþór Ingi. Eyþór Einars­ son og Hilmar Gunnarsson. 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r34 l í F i ð ∙ F r É T T a B l a ð i ð Lífið 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -B 8 B 0 1 F 4 8 -B 7 7 4 1 F 4 8 -B 6 3 8 1 F 4 8 -B 4 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.