Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 4

Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 ® ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM VERÐ FRÁ 5.490.000 KR. Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð, leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari, LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. VERÐLÆKKUN Menntun „Okkar mat að loknum þessum fundi er að við séum ekkert að ná saman á þessum tímapunkti um kjarasamning,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara. Þungt hljóð er í forystu félagsins eftir samningafund hjá Ríkissáttasemjara í gær. Forysta félagsins og samninga- nefnd ætla að hittast á mánudag til að fara yfir næstu skref. „Við höfum ekki endalaust langlundargeð við samningaborðið. Við erum búin að sýna gagnaðila talsvert svigrúm og erum búin að vera öll af vilja gerð til þess að ná samningum og hugsa í lausnum. En núna erum við farin að hugsa til hvaða aðgerða framhalds- skólakennarar þurfa að grípa til þess að knýja á um samning,“ segir Guð- ríður. Forysta félagsins sé því farin að skoða verkfallsaðgerðir. Guðríður segir að krafa framhalds- skólakennara sé fyrst og fremst sú að ríkið standi við samning sem gerður var árið 2014 og Félagsdómur stað- festi árið 2016, að þær meginbreyt- ingar sem urðu í framhaldsskólunum með styttingu náms í þrjú ár hafi falið í sér viðbótarálag á kennara. Þetta viðbótarálag eigi að meta, en það hafi aldrei verið gert. „Það hafa orðið grundvallarbreyt- ingar í sumum skólum á sumum áföngum þar sem er verið að breyta kennsluháttum og kennslutíma og það hafa verið einhliða ákvarðanir af hálfu stjórnenda án samráðs við kennara,“ segir Guðríður. Hún segir að lengi vel hafi kennarar vonað að hægt væri að ná saman um þessi umsömdu atriði þannig að það yrði hægt að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll og það yrði ekki viðvarandi ágreiningur á milli aðila. Staðan sé hins vegar orðin sú að kennarar muni aftur sækja rétt sinn fyrir félagsdómi. Guðríður segir að samið hafi verið um nýtt vinnumat kennara árið 2014 þar sem ákveðið var að meta inn í vinnu kennara ýmsa aðra þætti en staðna kennslu. Svo sem samsetn- ingu nemendahópa, hvaða kennslu- hættir eru notaðir og fleira. Ekkert fjármagn hafi fylgt þessa nýja vinnu- mati. „Þannig að í rauninni snýst þetta um efndir svo að við getum látið þetta kerfi, sem við sömdum um og þróuðum, virka,“ segir Guð- ríður. Kerfið sé andvana fætt ef því fylgi ekkert fjármagn. Guðríður segir að fulltrúar kenn- ara muni ekki ganga frá samninga- borði núna með óefnd samnings- ákvæði frá síðasta samningi. „En framhaldsskólakennarar eru algjör- lega búnir að fá sig fullsadda á því að dragast ítrekað aftur úr í kjörum og við munum gera það sem þarf til að koma í veg fyrir að slíkt gerist.“ jonhakon@frettabladid.is Forysta framhaldsskólakennara er farin að huga að verkfalli Forystumenn framhaldsskólakennara eru vonlitlir um að samningar við ríkið náist á næstunni. Eru farnir að huga að verkfalli. Segja ríkið ekki hafa staðið við fyrirheit sem gefin voru í samningum árið 2014. Ekki tekið tillit til viðbótarvinnu sem fylgdi styttingu náms og fjármagn hafi ekki fylgt nýju vinnumati. Forystumenn Félags framhaldsskólakennara telja að ríkið hafi ekki efnt ákvæði í samningi frá 2014. Fréttablaðið/Eyþór Við höfum ekki endalaust lang- lundargeð við samninga- borðið. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði starfsemi og starfsaðferðir fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem safnaði per- sónuupplýsingum Facebook-notenda, vera sálfræðihernað gegn kjós- endum. Upplýsingarnar voru nýttar við greiningu á stjórnmála- viðhorfum fólks til að ávarpa óákveðna kjósendur. Smári sagði ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upp- lýsingaverndarlöggjöf. Eva Bjarnadóttir sérfræðingur hjá UNICEF segir samnorræna skýrslu frá UNI- CEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd, sýna að ekk- ert Norðurlandanna tryggi réttindi barnanna samkvæmt viðmiðum Barnasáttmálans. Annie Mist Þórisdóttir CrossFit-stjarna sigraði þegar fimmta æfinga- röðin svokallaða, sem er undanfari heimsleikanna í CrossFit, var kynnt í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík. Hún setti jafn- framt heimsmet í greininni. Kepp- endur þurftu að ná sem flestum endurtekningum og umferðum í upphífingum og lyftingum á sjö mínútum. Þrjú í fréttum Persónuvernd, börn á flótta og heimsmetið tölur vikunnar 18.03.2018-24.03.2018 króna námu árslaun og hlunnindi Gylfa Sigfússonar, forstjóra Eim- skips, á síðasta ári. Hækkunin frá 2014 var 41 prósent. tæp er aukning hestaútflutnings frá árinu 2010. Á síðasta ári voru flutt út 1.485 hross. milljarðar króna voru út- lán Íbúðalánasjóðs í fyrra. Höfðu þau dregist saman um 78 milljarða frá árinu 2016. hafa frá árinu 2010 verið ætluð áfengis- og vímuefnasjúklingum. Þegar mest var, árið 1985, voru slík sjúkrarúm 265. ríflega verður varið til uppbyggingar á fjöl- sóttum stöðum í náttúru Íslands og innviðaupp- byggingar á ferðamanna- stöðum á næstu þremur árum. Fjármagnið kemur úr vasa skattgreiðenda. var hlutfall atvinnulausra af vinnu- afli í febrúar. Atvinnulausir eru um 1.200 færri en á sama tíma árið 2017 og hlutfall þeirra lækkaði um 0,6 prósentustig. 2,4% 62 50 0 2,8 milljörðum 103 milljónumsjúkrarúm 30% 2 4 . M a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 7 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -B 9 3 8 1 F 4 C -B 7 F C 1 F 4 C -B 6 C 0 1 F 4 C -B 5 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.