Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 16

Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 16
Rússland Ýmis glæpagengi í Rúss- landi, meðal annars í Tsjetsjeníu, hafa undir höndum nægilegt magn af taugaeitri af gerðinni Novichok til þess að drepa hundruð manna. Efnavopnið var til að mynda notað til að drepa bankamanninn Ívan Kívelídí árið 1995. Þetta er á meðal þess sem kom fram í umfjöllun sem rússneski miðillinn Novaya Gazeta birti í gær. Novaya Gazeta hefur gögnin úr réttarhöldunum í og rannsókn á Kívelídí-málinu undir höndum. Miðillinn er  einn af stærstu rúss- nesku miðlunum sem gagnrýna ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Frá aldamótum hafa sex blaðamenn Novaya Gazeta verið myrtir er þeir rannsökuðu ýmis mál. Novichok-taugaeitur var notað í tilræðinu við fyrrverandi gagn- njósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í Bretlandi fyrr í mánuðinum. Málið hefur haft mikils háttar áhrif á samskipti Breta og Rússa. Bretar saka Rússa um að hafa staðið að árásinni. Hafa Bretar og bandamenn þeirra gagnrýnt Rússa harðlega og sakað um þessa fyrstu efnavopnaárás í evrópskri borg í áratugi. Í gær tilkynnti ESB að sendi- herra sambandsins í Rússlandi yrði afturkallaður. Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússa, sagðist harma ákvörðunina. Sagði hann Breta reyna að þvinga bandamenn sína til að taka afstöðu gegn Rússum. Aug- ljóst væri að Bretar væru vísvitandi að reyna að gera deiluna verri. Rússar hafa ítrekað neitað sök. Hafa þeir til að mynda sagt að Rússar framleiði engin efnavopn, verkefnum Sovétríkjanna hafi verið hætt árið 1992. Þá hafi vopnabúrinu verið eytt að fullu í fyrra. Vasilí Nebeznja, fastafulltrúi Rússa hjá SÞ, hefur  sagt að engar rannsóknir eða verkefni undir nafn- inu Novichok hafi farið fram í Rúss- landi. María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins, hefur sagt að hvorki Rússar né Sovétmenn hafi nokkurn tímann framleitt efnavopn undir því heiti. Þetta stangast hins vegar á við gögnin sem Novaya Gazeta hefur undir höndum og greindi frá. Þar sögðu sérfræðingar og vitni frá því að þróun og framleiðsla á Novi- chok-eitri hefði ekki tekið enda fyrr en 1994. Viðtal RIA Novostí, ríkismiðils sem hliðhollur er Pútín, við pró- fessor Leoníd Rink frá því fyrr í mánuðinum vakti athygli Novaya Gazeta og birti miðillinn útdrátt úr því samhliða umfjölluninni um Kívelídí-skjölin, sem Rink kemur reyndar einnig fyrir í. Í upphaflegri mynd fréttarinnar var haft eftir Rink að Novichok væri ekki nafn á eitri heldur heildstæðu kerfi í kringum notkun efnavopna. Í leiðrétti mynd var hins vegar haft eftir Rink að fáránlegt væri að tala um að Novichok-eitur eða Novi- chok-verkefni væru til. Uppfærða fréttin stangaðist því ekki á við opinbera afstöðu Rússa, að því er Novaya Gazeta greinir frá. Hins vegar stóð enn í frétt RIA Novostí að rússneski herinn hefði gefið efnavopnum nöfn eftir að hafa fengið þau í sínar hendur. Novichok væri eitt þeirra nafna. Rink þessi var yfirheyrður vegna Kívelídí-málsins á sínum  tíma  og greindi Novaya Gazeta frá ummæl- um hans úr yfirheyrslunni í gær. Sagði Rink meðal annars frá því að hann hefði, ásamt hópi rann- sakenda á rannsóknastofu á vegum yfirvalda í lokaða bænum Shíkhaní, framleitt Novichok-taugaeitur. Hann hefði tekið eitrið heim með sér, eitt gramm í fjórum hylkjum. Ef eitrið kæmist í snertingu við húð gæti innihald eins hylkis kostað hundrað lífið. Þá sagði hann frá því að hann hefði selt manni, sem Rink vissi að ætlaði að nota eitrið á aðra manneskju, hylki á um 150.000 krónur. thorgnyr@frettabladid.is Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. Miðillinn hefur undir höndum skjöl úr rannsókn morðmáls þegar maður var drepinn með sama eitri. Bretar reyna vís- vitandi að gera deiluna verri. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa Novichok-eitur var notað í tilræðinu við Skrípal-feðgin í Salisbury fyrr í mánuðinum. NordicphotoS/Getty 2 4 . m a R s 2 0 1 8 l a U G a R d a G U R16 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -C 8 0 8 1 F 4 C -C 6 C C 1 F 4 C -C 5 9 0 1 F 4 C -C 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.