Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 18

Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Af opin- berum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sam- bærilega starfsemi hjá Vodafone. Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karl- læga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokks- ins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þór dís Kol brún Reyk fjörð Gylfa dótt ir, ráðherra iðnaðar- og ný sköp un ar mála, var kjör in vara formaður og þingmaður- inn Áslaug Arna Sig ur björns dótt ir var end ur kjör in rit ari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Har ald ur Bene dikts- son alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til emb- ættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „takt laust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekk- legri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringn- um og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðis- flokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndl- aðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítil- magnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Bene- diktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættis- brotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugar- farsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar. Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar ALICANTE Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Brottfarir um páska 27. mars 28. mars Frá kr. 19.950 Aðra leið m/sköttum og tösku Frá kr. 39.900 Báðar leiðir m/sköttum og tösku Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um liðna helgi ályktun um Ríkisútvarpið. Þar sagði að endurskoða þyrfti hlutverk RÚV – þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Þá ályktaði landsfundur að rekstur ríkisins á fjölmiðlum megi ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. Mikilvægt væri því að RÚV hyrfi af auglýsinga- markaði. Fyrir þá sem starfa á fjölmiðlamarkaði er fagnaðarefni að stærsti stjórnmálaflokkur landsins álykti svo. Hins vegar kennir reynslan því sama fólki að draga djúpt andann og bíða aðgerða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin 27 ár, frá 1991, haldið um stjórnartaumana í menntamálaráðuneytinu, ef frá er talin fjögurra ára ráðherratíð Katrínar Jakobs- dóttur og svo örfáir mánuðir af embættistíð Lilju Alfreðs- dóttur. Eftir valdatíð flokksins liggur sáralítið í málefnum RÚV. Ýmislegt bendir til að ályktun landsfundar sé innan- tómt hjal. Líklega munu framámenn flokksins í lands- málunum skýla sér bak við skort á stuðningi frá sam- starfsflokkum í ríkisstjórn. Í tíð Illuga Gunnarssonar var skipuð enn ein nefndin um rekstrarumhverfi fjölmiðla. Nefndin skilaði niður- stöðum í upphafi árs. Meðal nokkurra ágætra tillagna var að RÚV skyldi hverfa af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar skyldu leyfðar. Þá lagði nefndin til að ríkið myndi endurgreiða hluta kostnaðar vegna fram- leiðslu á fréttatengdu efni og talsetningar, en sambæri- legar reglur gilda nú um framleiðslu á afþreyingarefni. Ekki kom sérstaklega á óvart þegar Lilja Alfreðsdóttir skipaði nefnd um niðurstöður nefndarinnar! Nauðsynlegt er að jafna samkeppnisgrundvöll á fjölmiðlamarkaði. RÚV nýtur árlega fjögurra milljarða forskots vegna greiðslna úr ríkissjóði, og fær tvo til við- bótar með þátttöku á auglýsingamarkaði. RÚV hefur því úr sambærilegu fé að spila og allir sjónvarps og útvarps- miðlar Vodafone sem er einkarekni risinn á markaðnum. Fyrir þetta fé rekur Vodafone fimm sjónvarpsstöðvar (auk sportrása), eigin streymiþjónustu í anda Netflix, fjölvarpsþjónustu, átta útvarpsrásir og tónlistarstreymi- þjónustu. Þá rekur Vodafone fréttastofu og framleiðir eigið sjónvarpsefni. RÚV rekur eina og hálfa sjónvarpsstöð og tvær útvarps- rásir. Félagið starfrækir fréttastofu og framleiðir talsvert af eigin efni en kaupir jafnframt erlendis frá. Af opinberum tölum má ráða að það starfi um helmingi fleiri hjá RÚV en við sambærilega starfsemi hjá Vodafone. Saman- burðurinn bendir til að við gerum annaðhvort allt of litlar kröfur um afköst hjá RÚV, eða að kostnaðaraðhaldi sé stórkostlega ábótavant. Sennilega er það hvort tveggja, enda lítill hvati til hagræðingar þegar tekjurnar berast í áskrift. RÚV keppir ekki bara á auglýsingamarkaði, heldur yfirbýður keppinauta í samkeppni um starfsfólk og veldur verðbólgu á efniskaupamarkaði með því að keppa við einkaaðila um kaup á afþreyingarefni þvert á tilgang stofnunarinnar. Vonandi er ályktun landsfundar merki um breytingar. Orð og athafnir 2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -B 4 4 8 1 F 4 C -B 3 0 C 1 F 4 C -B 1 D 0 1 F 4 C -B 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.