Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 22
Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2018 Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 25. apríl næstkomandi kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3. Dagskrá: 1. 2. 3. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b eigi síðar en viku fyrir ársfund. Einnig verður hægt að nálgast tillögurnar og allar nánari upplýsingar á vef sjóðsins www.lifbank.is. Vakin er athygli á að á fundinum fer fram kosning þriggja stjórnarmanna af sex og skulu tilkynningar um framboð vegna stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Haukar - Keflavík 78-81 Stigahæstir: Paul Anthony Jones 21/11 fráköst, Kári Jónsson 17, Haukur Óskarsson 14 - Guðmundur Jónsson 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 17, Ragnar Örn Bragason 10. Haukar leiða einvígið 2-1. Tindastóll - Grindavík 84-81 Stigahæstir: Sigtryggur Arnar Björnsson 21, Antonio Hester 17, Axel Kárason 12, Pétur Rúnar Birgisson 7 - Sigurður Gunnar Þor- steinsson 20, Ingvi Þór Guðmundsson 16, Dagur Kár Jónsson 15, J’Nathan Bullock 15. Tindastóll vinnur einvígið 3-0. Nýjast Domino’s-deild karla, 8-liða úrslit Crossfit Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í beinni útsendingu um allan heim aðfara- nótt föstudags þegar þær reyndu fyrstar í heiminum 18.5 æfinguna sem er hluti af undankeppninni fyrir CrossFit-leikana. Tæpar tvær millj- ónir manna fylgdust með í beinni útsendingu á netinu þegar þær spreyttu sig á æfingunni í CrossFit Reykjavík stöðinni. Annie Mist náði besta árangrinum með 178 endur- tekningar (e. reps) en skammt undan voru Katrín Tanja með 176 og Sara með 171 endurtekningu. Var með fiðrildi í maganum Var þetta í fyrsta sinn sem æfing er tilkynnt í Evrópu. Þar kom Ísland snemma til greina enda náð ótrúleg- um árangri á leikunum. Annie Mist ruddi brautina og varð hraustasta kona heims 2011 og 2012 en Katrín Tanja lék það eftir árið 2015 og 2016. „Þetta var öðruvísi aðdragandi, sem stöðvareigandi var ég mikið í starfi milliliðs CrossFit en á mánu- daginn þurfti ég að loka á allt það og einblína á að undirbúa mig fyrir æfinguna,“ segir Annie Mist stuttu eftir æfinguna. „Það var góð tilfinning að labba inn og sjá andlit sem maður þekkir. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn slök á leiðinni inn í æfingu (e. wod). Ég er búin að vera með fiðrildi í maganum af spennu yfir að gera þetta hérna með stelpunum og fyrir framan fólkið okkar.“ Upplifun sem hittir í hjartastað Katrín Tanja sem býr og æfir í Boston tekur undir orð Annie Mistar en hún var gífurlega stolt af að fá að æfa fyrir framan fjölskyldu og vini á Íslandi. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég tek þátt í svona tilkynningu um næstu æfingu í CrossFit Open en manni þykir langmest vænt um þessa, hún hittir nálægt hjartastað. Fjölskylda mín var í salnum, bestu vinir mínir og þjálfarinn minn,“ segir Katrín sem átti ekki í erfiðleikum með að halda einbeitingu þó að fjölskylda og vinir væru í stúkunni. „Það var gott að sjá þau áður en ég byrjaði og að geta talað við þau eftir á en ég tek lítið eftir fólkinu í kring meðan á æfingu stendur. Ég finn fyrir orkunni og öskur úr stúkunni getur veitt manni aukakraft. Annars er ég bara með einbeitinguna á æfingunni hverju sinni.“ Katrínu fannst sérstakt að stilla líkamann inn á að keppa á miðnætti. „Það var í raun mesta áskorunin, ég hef aldrei keppt svona seint að nóttu. Ég var mikið að bíða og var farin að stressa mig svolítið um kvöldið en þetta var mjög skemmti- legt.“ Finnum fyrir miklu þjóðarstolti Annie og Katrín voru báðar hrærðar yfir fallegum orðum sem forráða- menn CrossFit létu falla um Ísland. Níu ár eru síðan Annie tók þátt í leik- unum fyrst Íslendinga. „Ég finn fyrir miklu stolti yfir árangri okkar, við erum búnar að standa okkur frábærlega og að fá þessa tilkynningu hingað er mikil viðurkenning fyrir Ísland og Cross- Fit-senuna á Íslandi. Það er erfitt að lýsa því í orðum þegar maður bíður og heyrir forráðamennina lofsama Ísland, ég fyllist stolti. Það hefur ótrúlega margt breyst frá því ég keppti fyrst árið 2009, þá var þetta bara á litlum sveitabæ í Bandaríkj- unum,“ segir Annie og Katrín er á sama máli. „Annie ruddi brautina fyrir okkur Íslendingana og nú erum við allar þrjár í þessu og erum að bæta hver aðra með samkeppninni, við þurfum hver aðra til að bæta okkur.“ Sara hafði einnig orð á því hversu stoltir Íslendingar væru af árangri þeirra. „Við erum ótrúlega stoltar af okkar árangri og Ísland líka, það er þannig með Íslendinga að þegar einhverjum gengur vel gengur þjóðinni yfirleitt vel. Við erum góð í CrossFit, við erum góð í fótbolta. Þjálfara mínum og umboðsmanni fannst ótrúlegt hvað við værum dugleg í að styðja hvert annað sem þjóð.“ kristinnpall@frettabladid.is Með fiðrildi í maga af spennu Annie Mist, Katrín Tanja og Sara frumsýndu næstu CrossFit-æfingu í beinni frá Íslandi í vikunni. Mikil virðing var borin fyrir afrekum Íslendinga í CrossFit. Sara, Katrín Tanja og Annie Mist sáttar og sælar eftir að hafa lokið æfingunni í vikunni en þær voru á fullu í sjö mínútur. FréTTAblAðið/eyþór 2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r22 s p o r t ∙ f r É t t a B L a ð i ð sport hanDBoLti Íslenska kvennalands- liðið í handbolta mætir því slóv- enska í Celje í undankeppni EM á morgun. Liðin mættust í Laugar- dalshöllinni á miðvikudaginn og gerðu 30-30 jafntefli. Það var fyrsta stig Íslands í undankeppninni. Íslenska liðið er í fjórða og neðsta sæti riðils 5 með einu stigi minna en Slóvenía sem er í 3. sætinu. Tvö efstu liðin í riðlinum komast í lokakeppni EM, sem og liðið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. – iþs Kemur fyrsti sigur Íslands? 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -A F 5 8 1 F 4 C -A E 1 C 1 F 4 C -A C E 0 1 F 4 C -A B A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.