Fréttablaðið - 24.03.2018, Page 24
M illi fjalls og fjöru er heiti sýn-ingar á verkum Rögnu Róberts-d ó t t u r s e m verður opnuð í
Nýlistasafninu í Marshallhúsinu í
dag, laugardaginn 24. mars. „Ég er
mjög ánægð að fá að sýna hérna í
Nýlistasafninu og rýmið er alveg
dásamlegt. Fyrsta einkasýning mín
var einmitt í Nýlistasafninu á Vatns-
stíg árið 1986,“ segir Ragna.
Verk Rögnu hafa sterkar skír-
skotanir í náttúruna, en þau eru
meðal annars úr hrauni, vikri og
skeljum. Spurð hvort þar sé um að
ræða áhrif úr bernsku segir hún: „Ég
held það. Alveg frá því ég var smá-
stelpa fór ég mikið í útilegu með
foreldrum mínum. Við tjölduðum
inni í hraunbreiðunum hjá Heklu,
þar sem vikurbreiðurnar svörtu eru.
Ég man enn þá eftir því hvernig það
var sem krakki að stíga ofan í þær,
þá heyrðist mjög sérstakt hljóð. Allt
hefur þetta setið í mér. Eldfjallaefn-
in sem ég nota við listsköpun mína
eru frá sérstökum stöðum á Íslandi,
til dæmis vikur frá Heklu og Kötlu.
Í Þýskalandi byrjaði ég síðan að
nota akrýlagnir og hef þær með í
innsetningar. Það er sérstaklega
skemmtilegt að nota þær hér á þess-
ari sýningu vegna þess að rýmið í
Nýlistasafninu er svo fjölbreytilegt.“
Eins og að fara í leiðslu
Meðal verka á sýningunni er hraun-
verk á vegg. Hraunverk Rögnu hafa
vakið athygli víða um heim. „Ég
gerði fyrst þannig verk árið 1994.
Áður gerði ég verk þar sem ég not-
aði sagað hraungrýti. Í útlöndum
geri ég mikið af því að setja upp
þessi stóru hraunverk. Útlendingar
hrífast af þeim, finnst þau spenn-
andi og setja hraunið í samband
við Ísland.“
Hún segist ekki vera lengi að
vinna hraunverkin, jafnvel þótt þau
séu afar stór. Vinnuferlið sé þann-
ig að nauðsynlegt sé að hafa hraðar
hendur „Ég ber lím á veggina og set
hraunið þar á smám saman. Það er
ekki hægt að stoppa svo ég held bara
áfram. Þetta er mikil líkamleg vinna
en það er eins og ég fari í leiðslu í tvo
til þrjá tíma. Mér finnst alltaf gaman
að setja hraunverkin upp.“
Stórbrotið landslag
Ragna og eiginmaður hennar, Pétur
Arason, skipta tíma sínum milli
Berlínar, Reykjavíkur og Arnar-
fjarðar þar sem þau eru á sumrin.
„Það er dásamlegt að vera fyrir
vestan því manni líður svo vel í
þessu stórbrotna landslagi. Þarna
er svo margt sem hægt er að sjá og
skoða og veðrabrigðin eru alveg
sérstök,“ segir Ragna. Í Arnarfirði
hefur hún tekið eftir breytingu sem
veldur henni áhyggjum. „Á sumrin
fer ég á hverjum einasta degi niður
í fjöru til að tína skeljar, sérstak-
lega olnbogaskeljar, og undanfarin
ár hafa þær verið að hverfa. Þetta
þykir mér ákaflega leitt. Það er lax-
eldisstússið þarna sem maður hefur
áhyggjur af.“
Ragna segist ekki meðvitað vera
að senda skilaboð með verkum
sínum. „Ég skapa verk mín af þörf,
ég er ekki að predika. Ég fer mína
leið og þarna er minn heimur,“ segir
hún. Hin sterka náttúrutenging í
verkum hennar hlýtur þó að leiða
huga áhorfandans að mikilvægi þess
að huga vel að náttúrunni.
Hún segir að leggja verði aukna
áherslu á náttúruvernd. „Ráða-
menn virðast ekki skilja hvað það
er mikilvægt fyrir okkur að vernda
náttúruna. Ég er orðlaus yfir því.
Mér finnst samt vera að eiga sér stað
vakning hjá mörgum, sérstaklega
ungu fólki. Ég vona að hún haldi
áfram og málstaðurinn nái eyrum
ráðamanna.“
Vegleg bók
Samhliða sýningunni í Marshall-
húsinu kemur út vegleg bók frá for-
laginu DISTANZ um feril Rögnu sem
gefur heildstæða mynd af verkum
hennar frá 9. áratugnum til dagsins
í dag. Þegar blaðamaður hitti Rögnu
var hún nýbúin að fá bókina í hend-
ur. „Það er óskaplega góð tilfinning,
ég var búin að bíða lengi eftir henni.
Ég er óskaplega ánægð með bókina.“
Að lokum er Ragna spurð hvort
hún sjái sjálf þróun í verkum sínum?
„Þessi sýning og bókin hafa hjálpað
mér við að sjá þessa þróun. Verkin á
sýningunni eru frá öllum tímabilum
þannig að þetta er í raun lítil saman-
tekt, og það er góð tilfinning að sjá
hversu vel verkin smella saman,“
segir hún.
Þarna er
minn heimur
Sýning á verkum Rögnu Róbertsdóttur opn-
uð í Nýlistasafninu. Samhliða sýningunni
kemur út vegleg bók um feril listakonunnar.
„Það er góð
tilfinning að
sjá hversu vel
verkin smella
saman.“ Mynd/
I8
Ráðamenn viRðast
ekki skilja hvað það eR
mikilvægt fyRiR okkuR
að veRnda náttúRuna.
Ég eR oRðlaus yfiR því.
mÉR finnst samt veRa
að eiga sÉR stað vakn-
ing hjá möRgum, sÉR-
staklega ungu fólki.
Ég skapa
veRk mín
af þöRf,
Ég eR ekki
að pRe-
dika.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
„Mér finnst alltaf gaman að setja hraunverkin upp,“ segir Ragna FRéttablaðIð/anton bRInk
2 4 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
helgin
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
C
-C
3
1
8
1
F
4
C
-C
1
D
C
1
F
4
C
-C
0
A
0
1
F
4
C
-B
F
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K