Fréttablaðið - 24.03.2018, Qupperneq 38
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
unnið með Lútherska heims-
sambandinu og samtökunum
Rakai Community Based AIDS
Organization (RACOBAO) í hér-
uðunum Rakai og Lyantonde í
ellefu ár. Fátækt mælist þar
mun meiri en annars staðar í
landinu en 35% íbúanna, fyrst
og fremst konur og börn, búa
við sára fátækt. Á svæðinu er
nýsmit HIVveirunnar þónokkuð
algengara en annars staðar í
landinu og stúlkur á aldrinum
15–24 ára eru mun útsettari en
aðrir.
Skjólstæðingar Hjálparstarfs-
ins eru fyrst og fremst börn
sem misst hafa foreldra sína úr
alnæmi og búa ein en líka
HIVsmitaðir einstæðir foreldr-
ar og ömmur sem hafa börn á
framfæri og búa við sára fá-
tækt og mikið óöryggi en þegar
fáir eða engir ættingjar eru til
staðar eru börnin útsett fyrir
misnotkun og jaðarsetningu.
Þau hafast við í hreysum, hafa
takmarkað aðgengi að vatni og
hreinlætisaðstöðu. Sár fátækt
þeirra kemur í veg fyrir að þau
geti sótt skóla.
Í tilefni æskulýðsdags þjóðkirkjunnar þann 4. mars
síðastliðinn ákváðu börn og unglingar í Kjalarnespró-
fastsdæmi að safna fyrir múrssteinshúsum fyrir mun-
aðarlaus börn í Úganda. Þau seldu m.a. kaffi, kakó og
vöfflur, gengu í hús, tóku við framlögum með samskot-
um við guðsþjónustur og söfnuðu samtals um hálfri
milljón króna til þess að tryggja jafnöldrum sínum í
Úganda þak yfir höfuðið, vatn, og hreinlætisaðstöðu.
Þegar stelpa ein sem tók þátt í verkefninu með því
að selja vöfflur var spurð hvers vegna hún gerði
það, svaraði hún: „Ég vil vera með, því ég vil að allir
eigi heimili. Öll börnin í heiminum eiga að standa
jafnt.“ Þetta er vitnisburður um kærleika í verki.
Minnir á hversu dýrmætt er, að unga fólkið láti að
sér kveða og taki virkan þátt í að skapa þeim sem
minna mega sín bjartari framtíð.
Unglingar á Íslandi aðstoða
munaðarlaus börn í Úganda
Unglingar í Kjalarnesprófastsdæmi, þar á meðal í Bessastaðasókn, sýndu samkennd í verki á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar og söfnuðu um hálfri milljón króna
svo munaðarlaus börn í Úganda fái þak yfir höfuðið.
Fólkið býr til handþvottaaðstöðu
hjá kömrunum. Sérstakt fótstig
kemur bununni af stað úr brúsanum
og kemur í veg fyrir að fólk snerti
stútinn fyrir handþvott.
„ Eg vil að allir eigi heimili“ sagði skottan sem lagði sitt af
mörkum með því að hræra í vöfflur.
Fókið fær fræðslu um smitleiðir sjúkdóma og hvernig sé hægt að auka
hreinlæti, meðal annars með því að búa til þvottagrindur sem halda
óhreinindum frá áhöldunum.
Aðstoð sem veitt er munaðarlausum og
alnæmissjúkum í Rakai og Lyantonde:
• Einföld múrsteinshús með þremur aðskildum rýmum
• Rúmdýnur, teppi og moskítónet
• Söfnunartankar fyrir rigningarvatn
• Útieldhús með sparhlóðum og eldhúsáhöld
• Kamrar
• Handþvottaaðstaða og aðstaða til þvotta
• Fræðsla um nauðsyn hreinlætis og smitleiðir sjúkdóma
• Geitur til fæðu- og tekjuöflunar
• Fræ, útsæði og verkfæri til að rækta grænmeti í húsgarðinum
• Stjórrnvöld eru hvött til að svara betur þörfum munaðar
lausra barna og veikburða fólks með alnæmi
• Fræðsla er veitt um afleiðingu ofbeitar
Rennur eru á þökum húsanna og rennur vatn úr þeim í tanka sem reistir
eru hlið húsanna. Vatnið í tönkunum dugar fjölskyldunum langt inn í
þurrkatímann.
6 – Margt smátt ...
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
7
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
C
-B
E
2
8
1
F
4
C
-B
C
E
C
1
F
4
C
-B
B
B
0
1
F
4
C
-B
A
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K