Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 40

Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 40
Bjarnheiður Hallsdóttir er fyrsta konan sem kjörin er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. MYND/EYÞÓR Bjarnheiður tekur við for-mennskunni af Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, en hann hafði gegnt emb- ættinu frá árinu 2014. Þrír fram- bjóðendur voru í kjöri til formanns en auk Bjarnheiðar gáfu Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, kost á sér. Bjarnheiður segist hafa sóst eftir þessu embætti vegna þess að hún hafi verið í ferðaþjónustu í meira en þrjátíu ár og hafi mikinn áhuga á félagsstörfum. „Ég tel mig hafa eitt og annað fram að færa á þessu sviði. Ferðaþjónustan stendur á kross- götum, margt þarf að framkvæma og taka ákvarðanir sem fyrst. Þetta eru samtök atvinnurekenda í ferða- þjónustu en mjög víðtæk starfsemi heyrir undir SAF, alls kyns innra starf til að bæta gæði, þróunarstörf, rannsóknir og þess háttar. Síðan eru samskipti við stjórnvöld ríkur þáttur í starfseminni og mikilvægt atriði. Mörg mikilvæg mál Eins og staðan er í dag fara þessi samskipti fram í gegnum Stjórnstöð ferðamála þar sem eiga sæti þrír ráðherrar, fulltrúar frá sveitar- stjórnum og Samtök ferðaþjónust- unnar. Samstarfið hófst árið 2015 og mun standa til ársins 2020. Við vonumst til að það eigi eftir að skila áfram góðum árangri. Það er gríðar- lega mikilvægt að koma málum sem hraðast í gegn og auka skilning á milli manna, þess opinbera og ferðaþjónustunnar. Ríkið er stærsti hagsmunaaðilinn í ferðaþjónustu á Íslandi og þetta er í fyrsta skipti sem beint samtal er á milli þessara aðila,“ útskýrir Bjarnheiður og bendir á að íslenska ríkið fái mestar tekjur af ferðamönnum. „Ríkið þarf auðvitað að koma að ýmsum mikilvægum málum er varða þessa starfsemi,“ segir hún. Bjarnheiður hefur starfað á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar auk þess að reka ferðaskrifstofu fyrir þýska ferðamenn. Hún segist hafa valið þetta starfssvið af til- viljun. „Mig langaði í skóla í Þýska- landi, fór út og byrjaði að vinna á hóteli. Þar heillaðist ég af ferða- þjónustu og ákvað að mennta mig á því sviði,“ segir hún. Með þýskum ferðamönnum Bjarnheiður er fædd og uppalin á Akranesi, fædd árið 1967. Eftir að hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1987 og rekstrarhagfræði með sérhæfingu í rekstri ferðaþjónustu- fyrirtækja frá Fachhochschule München 1994 starfaði hún hjá þýska ferðaheildsalanum SET Rei- sen frá 1992-1997. Þá stofnaði hún eigin ferðaskrifstofu í München, Katla Travel. Hennar aðalstarf hefur verið við ferðaskipulagningu og ferðaheildsölu Íslandsferða í fyrir- tækjunum Katla Travel GmbH, Via- tor Summerhouses GmbH og Katla DMI ehf. „Ég kunni ávallt gríðarlega vel við mig í Þýskalandi. Það var þó aldrei ætlunin að setjast þar að. Ég eignaðist mitt fyrsta barn á meðan ég var í námi og þá breytist lífið talsvert,“ segir hún. Bjarnheiður er framkvæmda- stjóri Kötlu DMI ehf. en fyrirtækið er með starfsstöð í Reykjavík og í München. „Við sérhæfum okkur í ferðum Þjóðverja um Ísland. Almennt eru Þjóðverjar áhuga- samir um landið okkar og mjög góðir viðskiptavinir. Þeir hafa áhuga á náttúru og menningu landsins og ferðast gjarnan um allt land. Því miður finnum við fyrir samdrætti vegna þess hversu sterkt gengi krónunnar er um þessar mundir. Ég vil meina að krónan sé orsökin, hún er allt of sterk fyrir útflutningsgreinar en auðvitað eru einhverjir innan ferðaþjónustunnar að verðleggja sig of hátt,“ svarar Bjarnheiður þegar hún er spurð hvort við séum að verðleggja okkur út af markaðnum. „Íslendingar eru með hótel og veitingahús í miklum gæðum. Við gerum þjónustukann- anir og ferðamenn eru sérstaklega ánægðir með veitingahús hér á landi og maturinn þykir í háum gæðaflokki. Við höfum upplifað á síðustu misserum að neyslumyn- staur ferðamanna er að breytast og þeir neyta veitinga og afþreyingar, svo eitthvað sé nefnt, í minni mæli. Þetta sjáum við greinilega. Vissu- lega búa atvinnurekendur í ferða- þjónustu við mjög háan fjármagns-, rekstrar- og launakostnað.“ Óþægileg gjaldtaka Nýja formannsembættið leggst vel í Bjarnheiði. „Ég hlakka mikið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru fram undan. Það sem brennur mest á greininni er óreiðan í gjaldheimtumálum. Við höfum áhyggjur af gjöldum sem er byrjað að innheimta hér og þar um landið. Þau eru mjög tilviljunarkennd, til dæmis var allt í einu sett gjald við Jökulsárlón. Ferðaþjónustan þarf meiri aðlögunartíma fyrir svona skyndihækkanir þar sem erlendir ferðamenn skipuleggja ferðir með löngum fyrirvara og ferðaskrif- stofur hafa fyrir löngu selt þessar ferðir. Það er mjög óþægilegt þegar kostnaður hækkar eftir á. Menn eru því miður aldrei sammála um hverjir eigi að kosta uppbygg- ingu innviða í ferðaþjónustu en ég vonast til að geta haft áhrif á þessu sviði, enda teljum við að ferðamenn séu þegar að greiða hátt verð fyrir ferðalög innanlands og þeir eru stórir skattgreiðendur.“ Þegar Bjarnheiður er spurð hvort forsvarsmenn ferðaþjónustu- fyrirtækja séu áhyggjufullir vegna fækkunar ferðamanna til landsins, svarar hún því játandi. „Það eru greinileg merki um samdrátt, sér- staklega þeirra sem staldra lengur á landinu og ferðast um það. Þeir eru okkur mikilvægastir. Margir koma hingað og staldra við í tvo daga í Reykjavík og eru síðan farnir. Það vantar tilfinnanlega áreiðan- legri gögn um fjölda ferðamanna til landsins til að vinna eftir. Núna eru til dæmis pólskir verkamenn taldir til ferðamanna.“ Baráttukona Bjarnheiður ætlar að leggja sig alla fram sem formaður Samtaka ferða- þjónustunnar. Hún hefur alltaf verið virk í félagsmálum og tekið þátt í ýmsum baráttumálum. Bjarn- heiður var fyrsti formaður Félags háskólamenntaðra ferðamálafræð- inga. Hún hefur setið í stjórn Rann- sóknarmiðstöðvar ferðamála og var lengi í stjórn knattspyrnufélags ÍA. Þá er hún ein þeirra sem hafa barist fyrir bættu ástandi Vestur- landsvegar um Kjalarnes enda fer hún daglega á milli Akraness og Reykjavíkur til að sækja vinnu. Hún segir að rætur sínar liggi á Akranesi og þar ætlar hún að búa áfram. „Ég hlakka til að takast á við krefjandi verkefni í ferðaþjónustunni og vinna með góðu fólki að framförum í greininni. Þetta verða mjög spenn- andi en um leið krefjandi tímar.“ Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Því miður finnum við fyrir samdrætti vegna þess hversu sterkt gengi krónunnar er um þessar mundir. Framhald af forsíðu ➛ Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.is Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 2 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RALLt fYRIR HÓtEL oG VEItINGAHÚS 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -A A 6 8 1 F 4 C -A 9 2 C 1 F 4 C -A 7 F 0 1 F 4 C -A 6 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.