Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 48

Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 48
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Hér má sjá Guinness heims- metið í því þegar saman komu fleiri kokkar í kokkabúningi en áður hefur gerst en við- burðurinn átti sér stað í Daej- eon í Kóreu. Með Ragnari á myndinni eru Anton Mosiman, fyrsti þriggja stjörnu kokkur- inn á Dor chester hótelinu í Bretlandi og Rick Moonen, stjörnukokkur í Las Vegas sem tekur meðal annars þátt í keppninni um Járnkokkinn. Alheimssamtök matreiðslu-manna eða Worldchefs eru eins konar Sameinuðu þjóðir matreiðslumanna. Þetta eru sam- bönd landssamtaka kokka í 105 löndum, þar á meðal eru samtök íslenskra matreiðslumanna og saga þeirra nær aftur til 1919. „Okkar takmark er að hækka staðla á fagmennsku innan geirans,“ segir Ragnar. „Við störfum að ýmsum málum sem tengjast menntun, mat- reiðslukeppnum, og ráðstefnum. Einnig vinnum við að sjálfbærni og mannúðarmálum í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og World Food Program.“ Ragnar bjó og starfaði í kampa- vínshéraðinu í Frakklandi þegar leitað var til hans um að taka að sér framkvæmdastjórastöðuna fyrir níu árum. „Gissur Guðmundsson var kosinn forseti samtakanna 2008 ásamt Hilmari B. Jónssyni og Einari Helgasyni. Þá var starfsemi sam- takanna frekar óskipulögð og þeir voru kosnir gegn því kosningaloforði að þeir myndu opna höfuðstöðvar samtakanna í París. Íslenska sendi- ráðið kom Gissuri í samband við mig en ég starfaði þá sem ljósmyndari og útgefandi matreiðslubóka ásamt því að vera með menntun tengda faginu frá Íslandi, Noregi, Englandi og Frakklandi. Ég heillaðist strax af verkefninu og hef nú starfað hjá samtökunum í níu ár. Á þeim tíma höfum við ráðið sex manns í vinnu, fimmfaldað veltuna og sett af stað ýmis ný verkefni.“ Matur er mannsins megin Ragnar segir starfið hafa verið marg- breytilegt gegnum árin og ýmis verkefni á borði samtakanna. „Til að mynda stofnuðum við kennslu- stofnun fyrir bágstadda í Brasilíu í samstarfi við Electrolux og Sodexo og stefnan er að endurtaka leikinn í Egyptalandi og Rússlandi í ár. Við erum að undirbúa heimsþing í Matur er mannsins megin Ragnar Friðriksson hefur verið framkvæmdastjóri alheimssamtaka matreiðslumanna, WACS Worldchefs. í níu ár og fengið að smakka mat úr öllum heimshornum. Samtökin leggja sitt af mörkum fyrir bágstadda í heiminum og hugsa í sjálfbærum og náttúruvænum lausnum. Malasíu í sumar, erum með fjórar vefsíður og tímarit í framleiðslu. Sem framkvæmdastjóri er ég ábyrgur fyrir samningaviðræðum við stuðnings- aðila, ráðningum og fjármálunum yfirhöfuð. Þannig að það er nóg að gera og ég er alltaf á ferðinni. Ég hef verið svo heppinn að fá að ferðast um allan heim í þessu starfi, hef kynnst ótrúlegasta fólki og fengið að upplifa margt, bæði erfitt og ánægju- legt. Eftirminnilegastar eru ferðir til Palestínu og Ísraels, Filippseyja, Ind- lands og nokkurra héraða í Kína.“ Aðspurður hvar sé besti matur í heimi segir Ragnar að hver staður hafi sín spennandi sérkenni. „Það er nú svo skemmtilegt við þennan geira að matur er alltaf mannsins megin. Hvert sem ég fer eiga allir það sam- eiginlegt að njóta góðs málsverðar og það er fátt skemmtilegra en að upp- götva matarmenningu lands með matgæðingum þess. Skemmtilegasta matarminningin mín er frá Asíu þar sem við fórum á lítinn veitingastað í þröngri hliðargötu þar sem einn úr vinahópnum þekkti til. Þar var hægt að velja sér fisk beint úr kari sem var svo matreiddur og eldaður að hætti landsmanna á meðan við biðum.“ Kokkar eru rokkstjörnur Þegar Ragnar kemur heim fer hann beint út í búð að finna besta hráefnið og dundar sér í eldhúsinu heima hjá mömmu sem hann segir vera uppáhalds íslenska veitinga- staðinn sinn. „Íslenska lambið er alltaf alveg einstakt og þegar ég mæti á Frón finnst mér gaman að hægsjóða lambaskanka og grilla humarhala og hafa með íslenskar kartöflur sem eru í heimsklassa. Bleikjan frá Laugarvatni er líka alveg frábær. Skemmtilegasta sagan er frá Keflavík. Þegar ég var þar síðast fór ég með börnin að veiða makríl á bryggjunni þar sem var fullt af fólki við sömu iðju og ég sá að Íslend- ingarnir ýmist hentu makrílnum eða gáfu erlendu veiðimönnunum. Þeir göptu þegar ég sagðist ætla að fara með minn makríl heim og elda hann og enginn trúði því að makríll væri mannamatur. Makríll er nýttur um allan heim og er næringarríkasti og sjálfbærasti fiskur sem völ er á. Það er kominn tími til að Íslend- ingar gefi honum tækifæri." Hann segir spennandi tíma í matargerðarlistum. „Kokkar eru orðnir rokkstjörnur og ná til meiri fjölda og hafa meiri áhrif en nokk- urn tíma áður. Hvert land á sína spennandi kokka og matarhefðir og nú á dögum er mikil áhersla á sjálf- bærni, virðingu við náttúruna og heilsusamlega nálgun ð hráefninu. Staðan í umhverfismálum gerir það að verkum að við þurfum að borða minna kjöt af betri gæðum og minnka sóun á hráefni. Þar geta kokkar haft áhrif með að kenna fólki að gera góðan mat úr aðgengi- legu og oft ódýrara hráefni eða að nýta hráefni sem annars hefði verið hent. Við höfum til dæmis sett upp námskeið til að kenna hvernig er hægt að búa til ljómandi gott brauð úr bananahýði eða súkkulaðiköku þar sem notaður er gamall kúrbítur í staðinn fyrir hveiti.“ Hann segir íslenska kokka standa sig frábærlega á alheimsvísu. „Það er svo gaman að fylgjast með þeirri jákvæðu þróun sem hefur orðið á matargerðarlist á Norðurlöndum undanfarin tuttugu ár sem nú vekur athygli um allan heim og snýst um að nota ferskt hráefni og láta ein- faldleikann njóta sín. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt þegar allt sem við þurfum er við nefið á okkur. Hefur einhver smakkað hundasúrur nýlega? Spretta út um allt og bragðast dásamlega!“ Hér má sjá Ragnar gæða sér á góm- sæti á hinum heimsfræga Da Dong’s veitingastað í Beijing.  Hljóðeinangrun hefur oftar en ekki verið ábótavant á íslenskum hótelum og gisti- stöðum, hvort sem það er fram á ganga úr herbergjum eða hreinlega herbergja á milli,“ segir Sverrir Krist- finnsson, söluráðgjafi hjá Idex, en fyrirtækið sérhæfir sig í að þjónusta byggingariðnaðinn með gæðavöru á hagkvæmu verði. Idex hóf í fyrra að bjóða upp á innréttingar og húsgögn fyrir hótel og gististaði, þar á meðal hljóðeinangrandi hurðir frá fyrir- tækinu Neuform-Türenwerk Hans Glock GmbH & Co. KG. sem stofnað var 1933 og býr því að langri reynslu og þróun í hurðasmíði. Sverrir segir að það séu ekki mörg fyrirtæki á markaðnum hérna heima sem bjóði upp á 42-47 db hljóðein- angrandi hurðir. Neuform hurðir hafa verið settar upp víða um heim á hótelum og gistiheimilum og eru þær sérsniðnar að kröfum viðskiptavina. Sér- stakar hurðir eru í boði sem eru með hljóðvörn og um leið innbyggðri loftræstingu. Sverrir segir að einnig sé boðið upp á eldvarnarhurðir með 30, 60 og 90 mínútna brunaþoli. Þær eru einnig frá Neuform og geta verið sérstaklega hljóðeinangraðar. Húsgögn og innréttingar Idex er ekki aðeins með hurðir fyrir hótel og gististaði því fyrirtækið hefur einnig hafið sölu á vönduðum húsgögnum og innréttingum. Sverrir segir að um sé að ræða ítalska fram- leiðslu eins og hún gerist best en sé engu að síður á góðu verði. Idex býður upp á fjölbreytt úrval og má þar nefna náttborð, höfðagafla, skrif- borð, skápa, töskustanda, stóla, sófa, ljós og rúm sem uppfylla alla staðla og kröfur sem gerðar eru hér á landi. Þrátt fyrir að hafa ekki boðið upp á húsgögn og innréttingar fyrir íslensk hótel og gististaði nema í á annað ár má þegar finna lausnir frá Idex víða, til dæmis í Hótel Kríunesi, Light House Inn og Lilja Guest house. Sverrir segir að fyrirtækið geti tekið að sér vinnu fyrir allt frá smæstu gistihúsum og upp í stærstu hótel landsins og sérhannað lausnir eftir þörfum hvers og eins. Smáíbúðalausnir: Einnig eru í boði frá Mobilspazio mjög hentugar lausnir fyrir litlar íbúðir og gististaði eins og smáeld- húsinnréttingar sem hægt er að loka auðveldlega og fellirúm sem breytist í sófa með einu handtaki. Eldhús- innréttingarnar eru í mörgum útfærslum og hægt að velja um tvær eða fjórar hellur, ísskáp, vask ásamt uppþvottavél eftir því sem plássið leyfir og fylgja öll tækin með. Að geta svo rennt hurð fyrir eldhúsið þegar það er ekki í notkun er snilldarlausn. „Allt sem hefðbundin hótel eða gististaðir þurfa, það getum við gert,“ segir Sverrir Hægt er að fá samband við söluráð- gjafa Idex í síma 412-1700 og skoða úrvalið á idex.is Hágæða hurðir og húsgögn Idex er rótgróið fyrirtæki með áratuga reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Idex býður upp á há- gæða hljóðeinangrandi hurðir frá þýska fyrirtækinu Neuform auk innréttinga og húsgagna. Sverrir Kristfinnsson, söluráðgjafi hjá Idex. MYND/ANTON BRINK Glæsilegar smáinnréttingar frá Mobilspazio eru góð lausn fyrir gististaði. 10 KYNNINGARBLAÐ 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U RALLT FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 D -4 3 7 8 1 F 4 D -4 2 3 C 1 F 4 D -4 1 0 0 1 F 4 D -3 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.