Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 50

Fréttablaðið - 24.03.2018, Side 50
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Máté Dalmay, mate@frettabladid.is, s. 512 5442 , Ég er mikill sveitastrákur og Hornfirðingur í húð og hár. Heimakær að eðlisfari og ein- falt, reglusamt líf á best við mig,“ segir Grétar sem sleit barns skónum á Höfn í Hornafirði. „Á heimili móðurforeldra minna var mikil tónlist og Signý amma átti mjög gott Wagner-píanó sem konur í Austur-Skaftafellssýslu höfðu gefið henni í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf, en hún var ljósmóðir. Ég sat við píanóið eins oft og lengi og ég mátti og lærði þannig að spila fyrstu lögin,“ segir Grétar sem náði fyrst tökum á uppáhaldslaginu sínu, Blátt lítið blóm eitt er. „Þegar ég varð fimmtán ára eignaðist ég tveggja borða Yamaha- orgel með fótbassa og fékk fljótlega tækifæri til að spila með eldri og reyndari tónlistarmönnum á Hótel Höfn. Með þeim lærði ég að spila sígild dægurlög, djass-standarda og gömlu dansana. Það var heilmikill skóli og hefur alla tíð nýst mér vel,“ segir Grétar og það lá strax í loftinu í hvaða átt hann stefndi. „Tónlistin átti hug minn allan, en ég gat ekki helgað mig henni á þessum tíma. Eins og aðrir ungir menn á Höfn vann ég ýmis störf, eins og í saltfiskverkun, byggingar- vinnu, málningarvinnu og sópaði göturnar hjá bænum. Ég kynntist líka sjómennsku lítillega þegar ég réð mig, alls óreyndur, sem kokkur á bát. Ég hafði matreiðslubók frá ömmu með mér um borð og hún reyndist mér heldur betur vel við pottana. En tónlistin togaði sterkt í mig og mig dreymdi um að stofna hljómsveit. Hljómsveitin Tilbreyting varð svo til 1978 og við spiluðum nánast um hverja helgi í félagsheimilinu Sindrabæ.“ Vinátta og bræðralag Hljómsveit Grétars Örvarssonar hafði spilað í nokkur ár á Hótel Sögu þegar Grétar fann löngun til að breyta um áherslur. „Ég fékk þá Öldu Ólafsdóttur söngkonu og Matthías Hemstock trommuleikara til liðs við hljóm- sveitina. Við byrjuðum að æfa og hlutirnir gerðust hratt og skemmti- lega. Alda og Matti höfðu áður verið í hljómsveit sem gekk undir nafninu Stjórnin og þegar við áttum í vand- ræðum með að finna heiti lagði Alda til að við kölluðum hana bara Stjórnina. Það varð úr og hljóm- sveitin tók til starfa í apríl 1988,“ útskýrir Grétar um tilurð Stjórnar- innar sem stendur á þrítugu. Síðla sumars það sama ár fékk Grétar símtal frá skemmtanastjór- anum Birgi Hrafnssyni. „Hann tjáði mér að sjálfur Ólafur Laufdal vildi fá hljómsveitina sem „húsband“ á Hótel Ísland og þar var tækifærið komið sem ég þáði með þökkum. Hljómsveitin lagði á sig ómælda vinnu sem skilaði sér strax í miklum vinsældum og staðurinn var yfirfullur allar helgar. Alda vakti athygli fyrir söngstíl, sviðsfram- komu, skrautlega búninga og ekki síst fyrir frumlega hárgreiðslu.“ Grétar segist ekki hafa séð fyrir hversu vinsæl Stjórnin yrði. „Nei, í raun og veru ekki. En með þennan góða mannskap, sem bjó yfir mikilli spilagleði og æfði af elju, kom mér það ekki á óvart. Hlutirnir gerðust hratt og áður en ég vissi af vorum við orðin eitt vinsælasta band landsins.“ Eftir tæpt ár með Stjórninni flutti Alda til London og Sigga Beinteins kom í hennar stað. „Sigga hafði leyst Öldu af í nokkur skipti á Hótel Íslandi og ég hafði strax augastað á henni þegar ljóst var að Alda yfirgæfi bandið. Sigga var sem betur fer til í að ganga til liðs við Stjórnina og saman höfum við haldið um Stjórnartaumana með mýkt og æðruleysi að leiðar- ljósi. Á þrjátíu árum hafa margir komið að samstarfinu. Menn hafa skipst á skoðunum og ekki alltaf verið einhuga, en í dag ríkir vinátta og bræðralag, við njótum þess að hittast og koma fram saman.“ Ævintýri á sumarnóttum Stjórnin hefur afmælisárið með tveimur páskaböllum á Bryggjunni Brugghúsi, miðvikudaginn 28. mars og laugardagskvöldið 31. mars. Í apríl verða tónleikar í Menningar- húsinu Miðgarði í Skagafirði og sjálfir afmælistónleikarnir verða í Háskólabíói 28. september og í Hofi daginn eftir. „Við lofum stjórnlausu fjöri og mikilli spilagleði,“ segir Grétar kátur. „Við erum að setja saman og skoða nokkur ný lög sem okkur langar að gefa út á afmælisárinu.“ Þegar horft er um öxl, til þess tíma er frægðarsól Stjórnarinnar reis hæst, segir Grétar það hafa verið skemmtilegan og krefjandi tíma. „Þetta var annasamt líf en til- finningin er góð þegar maður nær markmiðum sínum og draumar manns rætast. Ég hafði unnið að því árum saman að byggja upp vinsæla hljómsveit og það tókst að lokum. Því fylgdi mikil ánægja og gleði. Við vorum á ferð og flugi um allt land. Sveitaballamenningin var í hámarki og mikil stemning á böllunum. Fullt út úr dyrum hvar sem við komum og íslensk sumarnóttin umvafði þetta ævintýri okkar.“ Af lögum Stjórnarinnar þykir Grétari vænst um lag Jóhanns G. Jóhannssonar, Við eigum samleið. „Jóhann var góður vinur minn. Við áttum saman margar stundir þar sem við sátum á stofugólfinu heima hjá honum og hlustuðum á lög af kassettum sem hann hafði samið. Við eigum samleið er eitt þeirra, einnig önnur vinsæl lög sem Stjórnin flutti eins og Ég lifi í voninni og Ef ekki er til nein ást. Jóhann var vandaður lagasmiður og tónlistarmaður.“ Önnur kær minning sem tengist Stjórninni er þegar hljómsveitin vann undankeppni Eurovision með laginu Eitt lag enn árið 1990. „Það var hápunktur ferils hljóm- sveitarinnar og skilaði okkur á sviðið í Zagreb. Alveg ógleymanleg ferð og lífsreynsla. Ég gleymi því ekki hve stoltur ég var af frammi- stöðu hljómsveitarinnar,“ segir Grétar sem nýtur þess að koma fram á sviði. „Það eru forréttindi að fá að spila með jafn hæfu tónlistarfólki og skipað hefur Stjórnina.“ Grétar óskar Ara góðs gengis í Lissabon og vonar að Evrópubúar kunni að meta framlag hans. „Í öllu falli veit ég af eigin reynslu að Ari styrkist við áskorunina um að syngja fyrir alla Evrópu. Þetta er ógleymanlegt tækifæri fyrir hann.“ Sonur harmóníkupoppara Grétar er sonur Örvars Kristjáns- sonar sem var einn ástsælasti harmóníkuleikari þjóðarinnar. „Pabbi er í mínum huga mesti „harmóníkutöffari“ sem Ísland hefur átt. Hann var eiginlega „harm- óníkupoppari. Pabbi hafði sinn persónulega kraftmikla stíl, góða tilfinningu fyrir lagavali og heillaði fólk með flutningi sínum. Ég held að ég hafi fengið tónlistarhæfileikana í erfðaefnunum frá pabba. Foreldrar mínir skildu þegar ég var lítill peyi svo ég ólst ekki upp hjá honum. Ég man þó vel hve mikið mér þótti til þess koma þegar ég var lítill strákur þegar pabbi kom til Hafnar ásamt hljómsveit og spilaði þar fyrir dansi. Þá fékk ég að hlusta á hjómsveitina æfa sig og það þótti mér gaman.“ Örvar spilaði á harmóníkuna í tuttugu ár á Kanaríeyjum á veturna og segir Grétar hann líka hafa verið dáðan þar. „Meðan pabbi lifði fórum við Sigga í nokkur skipti til Kanaríeyja og skemmtum ásamt honum á þorrablótum. Stuttu eftir að pabbi lést ákvað ég að heimsækja þá staði sem hann hafði spilað sem lengst á og dvaldi þar í nokkrar vikur. Það var gott að finna hve mikils hann hafði verið metinn. Margir komu til mín sem höfðu þekkt pabba, bæði Íslendingar og útlendingar, og minntust hans með hlýju og þakk- læti. Það verður ekki svo auðveld- lega fetað í fótspor pabba. Hann var einstakur í sínum tónlistar- flutningi.“ Lífið er núna Grétar er fæddur 1959. Hann er fimm barna faðir og afi sem nýtur þess að fylgjast með barnabörn- unum þroskast og dafna. „Ég á fjórar dætur og soninn Krist- ján og fjögur barnabörn, vönduð og vel gerð öllsömul. Tvær dætur mínar búa í Los Angeles og starfa þar við tónlist, sú þriðja býr á Akureyri með sambýlismanni sínum og sú fjórða býr ásamt fjölskyldu sinni í Mos- fellsbæ. Næstelsta barnabarn mitt og nafni fermist á pálmasunnudag svo það er hátíðisdagur í vændum á morgun.“ Kristján, sonur Grétars, tók sæti í Stjórninni þegar Friðrik Karlsson flutti búferlum til London 1996. Hann var fastur liðsmaður til ársins 2000 og hefur æ síðan spilað reglu- lega með hljómsveitinni. „Það er vissulega gaman að hafa strákinn með. Ég er ákaflega stoltur af honum, topp gítarleikari og fag- maður,“ segir Grétar. Þessa dagana er Grétar upptekinn við að undirbúa og bóka Stjórnina vítt og breitt um landið í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar. „Það sem gerir líf atvinnutón- listarmanns skemmtilegt er fjöl- breytileikinn og frelsið,“ segir hann. „Enginn einn dagur er eins og hver dagur felur í sér ný verkefni. Þá daga sem ég er að spila er ég upptekinn við undirbúning og æfingar. Aðra daga leita ég tilboða, geng frá pönt- unum á samkomur og dansleiki og vinn að útsetningum.“ Grétar gaf eftirfarandi heilræði í tímaritinu Æskunni 1992: „Byrjið aldrei að reykja! Byrjið heldur aldrei að neyta áfengis eða nota vímuefni því slíkt er eintómt böl.“ „Góð vísa er aldrei of oft kveðin og þessi gömlu heilræði mín eiga jafn mikið erindi í dag og þá. Þegar ég var 25 ára gamall tók ég þá ákvörðun að hætta bæði að reykja og drekka áfengi. Ég hef reynt að fylgja því allar götur síðan. Lífið er núna. Njótum þess, verum þakklát og kærleiksrík í garð annarra,“ segir Grétar sem er heilbrigðið uppmálað og einn af myndarlegustu mönnum landsins. „Ég mun seint flokkast undir að vera heilsugúrú og heilsuátökin hafa komið í skorpum. Ákveðnum grunnreglum reyni ég þó að fylgja, að fá nægan svefn, borða hollt og hreyfa mig. Ég reyni að sneiða hjá brauði, borða lítið kjöt og gæti hugsað mér að hafa fisk í öll mál.“ Spurður út í ástamálin svarar Grétar að bragði: „Ég er umvafinn ást og kærleika og nýt hvers dags.“ Grétar ætlar að spila í einkasamkvæmi í kvöld en á morgun fer hann í fermingu afastráks síns og nafna. MYND/EYÞÓR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ K R I N G L U N N I & S M Á R A L I N D Full búð af nýjum vörum 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 D -3 E 8 8 1 F 4 D -3 D 4 C 1 F 4 D -3 C 1 0 1 F 4 D -3 A D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.