Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 52
Smart föt,
fyrir smart konur
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Flott föt,
fyrir flottar konur
Stærðir 38-58
HEIMILI OG SKÓLI
ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL
FORELDRAVERÐLAUNA 2018
Tilnefningar sendist með því að fylla út rafrænt
eyðublað á heimiliogskoli.is. Hægt er að tilnefna
til Foreldraverðlauna en einnig má tilnefna
dugnaðarfork Heimilis og skóla. Síðasti skiladagur
tilnefninga er 10. apríl 2018.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Einn af eftirminnilegustu viðburðum tónlistarhátíðar-innar Sónar, sem haldin var í
Hörpu um síðustu helgi, voru tón-
leikar tónlistarmannsins Bjarka.
Sjálfsagt kannast ekki allir við
nafnið en Bjarki hefur þó skapað
sér gott orð á erlendri grundu og
verið á miklu ferðalagi undanfarin
ár þar sem hann hefur fyllt tón-
listarhús, næturklúbba og stærstu
tónleikasvið um allan heim.
Tónleikarnir um síðustu helgi
voru fyrstu stóru tónleikarnir
hans á Íslandi og var öllu tjaldað
til að hans sögn. „Það er eitt að
spila í útlöndum en allt annað að
spila hér á Íslandi í kringum fólkið
sitt. Ég á marga ættingja sem
fylgjast með mér og meira að segja
mamma mín og 86 ára gömul
amma mín sóttu tónleikana. Ég
lagði mikla vinnu í undirbúning
tónleikanna. Þar naut ég m.a.
aðstoðar æskuvina minna Daníels
Arnar Heimissonar og Baldvins
Vernharðssonar, fyrirtækisins
Irma, Inga Kristjáns og Einars Þor-
björnssonar auk Gabríels Brynjars
og Ingibjargar Írisar sem rekur
útgáfufyrirtækið bbbbbb Records
með mér. Ég er bara nokkuð
ánægður með árangurinn og fann
strax að áhorfendur voru mjög vel
með á nótunum. Ég þakka bara
fyrir mig, þakka þeim sem mættu
og einnig forráðamönnum Sónar.“
Mikið ævintýri
Undanfarin ár hafa verið mjög
annasöm hjá Bjarka sem hefur
m.a. komið fram í öllum löndum
Evrópu, í Ísrael, Líbanon og
Túnis, í Mið- og Suður-Ameríku
og Bandaríkjunum, í Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og Japan. „Auð-
vitað hefur þetta verið talsvert
ævintýri en um leið mikil vinna
sem krefst þess að ég sé með fulla
athygli allan tímann. Það gengur
t.d. alls ekki upp að fá sér einn eða
tvo bjóra í vinnunni. Slíkt er bara
ófagmannlegt og gengur aldrei
upp. Ég hef yfirleitt verið einn á
ferð og stundum er maður að spila
á nokkuð vafasömum stöðum og
því betra að vera vel vakandi. Oft
sér maður skuggahliðar mann-
legrar tilveru, hóflausa áfengis- og
eiturlyfjaneyslu og fólk sem er
hreinlega að eyðileggja sjálft sig.
Þetta eru skuggahliðar tónleika-
haldsins. Björtu hliðarnar eru þær
að kynnst góðu og vönduðu fólki
sem endurgeldur kurteisi með
kurteisi, gleði með gleði og þann-
ig verður til vinátta sem maður
eignast bæði meðal áhorfenda
og tónleikahaldara. Öllum þykir
hrósið gott og það fær mann til að
líða betur í hjartanu og vonandi er
það vegna þess að fólk kann vel að
meta tónlistina og útrásina sem
henni fylgir.“
Byrjaði á Blönduósi
Tónlistaráhuga Bjarka má rekja
til æskuráranna á Blönduósi þar
sem hann kynntist bræðrum sem
bjuggu til tónlist í tölvum. „Ég varð
dolfallinn og byrjaði að fikta. Átján
ára hélt ég til Hollands og lauk þar
námi í hljóðverkfræði þar sem ég
lærði m.a. uppbyggingu tónlistar,
framreiðslu hennar og fleira sem
síðan hjálpaði mér við tónsmíðar.
Þannig varð tónlistarmaðurinn
Bjarki til sem hverfur daglega inn
í tónsmíðar sínar og óskar þess
heitast að fá næði fyrir hugsanir
og tjá þær í gegnum tóna. Af og til
vil ég segja frá og þá ferðast ég um
heiminn og tjái hugsanir, tilfinn-
ingu og reynslu í gegnum tóna sem
ég vinn í að þróa til þess sem ég tel
réttast.“
Eftirspurnin eykst
Segja má að straumhvörf hafi orðið
í lífi hans þegar hann kynntist
rússnesku tónlistarkonunni og
útgefandanum Ninu Kraviz árið
2014. „Við kynntumst eitt kvöld
í Kaupmannahöfn og í kjölfarið
sendi ég henni nokkur tóndæmi.
Hún varð nokkuð hrifin og þar
með hófst samstarf okkar. Nina
hefur glöggt eyra fyrir því hvað
áhangendur teknótónlistar vilja.
Hún hvatti mig áfram og spilaði
m.a. lög eftir mig á tónleikum víða
um heim. Þar að auki gaf hún út
plötur á vínyl með gömlum og
nýjum lögum eftir mig sem seldust
þokkalega. Um leið varð til eftir-
spurn eftir mér og fyrr en varði var
ég farinn að spila á jafnvel gríðar-
lega stórum tónleikum víða um
Evrópu, Ameríku og víðar.“
Kynnir framtíðina
Lítil afslöppun er fram undan hjá
Bjarka sem heldur áfram að ferðast
um heiminn en líka að kynna
íslenska tónlist, m.a. gegnum
bbbbbb Records. „Ekkert fæst án
fyrirhafnar. Síðustu ár hafa verið
afar erfið og innihaldið mikil
ferðalög sem eru þreytandi þegar
til lengdar lætur. Ég hef verið að
einblína á að kynna íslenska dans-
tónlist erlendis, m.a. Volruptus,
Lord Pusswhip og dj. flugvél og
geimskip sem eru í miklu uppá-
haldi. Sömuleiðis er tvöföld safn-
plata væntanleg í sumar sem mun
heita Future Sound Of Selfoss og
mun innihalda margt af því besta
frá nýrri framtíð íslenskrar dans-
tónlistar.“
Bjarki hefur einnig haldið litla
tónleika með Ninu Kraviz um mitt
sumar úti í náttúru landsins og
boðið útlendum blaðamönnum
þar sem hann hefur bæði kynnt
landið fyrir þeim og tónlistina.
„Í sumar mun ég halda svipaða
tónleika einn. Þeir verða ekki fjöl-
mennir, kannski um 500 manns,
og um helmingur gesta kemur frá
útlöndum. Aðalatriðið er að kynna
landið og tónlistina, gleðja fólk og
deila út hamingju.“
Hlusta má á tónlist Bjarka m.a. á
Spotify og Soundcloud.
Ekkert fæst án
fyrirhafnar
Einn af hápunktum Sónar um síðustu helgi voru tónleikar
tónlistarmannsins Bjarka. Þrátt fyrir að vera lítt þekktur
hér á landi hefur hann skapað sér nafn erlendis.
Tónleikar Bjarka voru einn af hápunktum tónlistarhátíðarinnar Sónar um siðustu helgi. MYND/SÓNAR REYKJAVÍK
Stendur undir nafni
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
D
-2
A
C
8
1
F
4
D
-2
9
8
C
1
F
4
D
-2
8
5
0
1
F
4
D
-2
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K