Fréttablaðið - 24.03.2018, Síða 79
Mainframe/DB2 kerfisstjóri
Við hjá RB erum að byggja upp framtíðarteymi fyrir stórtölvurekstur landsins og
leitum að dugmiklum aðila sem er tilbúinn að takast á við kreandi verkefni í öflugu
fyrirtæki. Starfið tilheyrir tæknirekstri á sviði rekstrarlausna RB.
HÆFNISKRÖFUR
Reynsla úr rekstri tölvuumhverfa og menntun við hæfi (t.d.
tölvunarfræði, kerfisfræði og/eða verkfræði)
Sjálfstæð vinnubrögð og samviskusemi
Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
HELSTU VERKEFNI
Rekstur á IBM-stórtölvuumhverfi RB
Rekstur, greining og umsjón með IBM DB2 og/eða IBM CICS
Samráð við forrritara um bestun á hugbúnaði
Starfið býður upp á frábært tækifæri til að koma að rekstri þar sem uppitímakröfur og
öryggi fara í fararbroddi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjón Sverrisson,
forstöðumaður tæknireksturs, kristjon@rb.is, sími 569 8877.
Öryggissérfræðingur í upplýsingaöryggi
Við hjá RB vinnum að því að styrkja öryggisteymi RB. Við leitum að frábærum einstaklingi
sem hefur brennandi áhuga á öryggismálum á sviði upplýsingatækni til að vinna með okkur í
skemmtilegum framtíðarverkefnum. Starfið tilheyrir grunnrekstri á sviði rekstrarlausna RB.
HÆFNISKRÖFUR
Ástríða fyrir upplýsingaöryggi og upplýsingatækni
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Skilningur á greiningu veikleika, öryggi hugbúnaðar og öryggi veflausna (OWASP TOP10)
Þekking á miðlægum rekstri og upplýsingaöryggi
Geta og vilji til að vinna vel í hópi en einnig geta til að vinna sjálfstætt
Drifkraftur og vilji til að takast á við stór og skemmtileg öryggisverkefni
HELSTU VERKEFNI
Þátttaka í áframhaldandi uppbyggingu upplýsingaöryggis RB
Vinna að greiningu veikleika og innleiðingu úrbóta
Framkvæmd á öryggisúttektum
Umsýsla á öryggiseftirlitskerfum
Fylgjast með tækniþróun á sviði upplýsingaöryggismála
Starfsaðferðir RB eru vottaðar skv. alþjóðastöðlunum ISO27001:2013 og PCI DSS 3.2
Nánari upplýsingar um starfið veitir Daníel Örn Árnason,
forstöðumaður grunnreksturs, daniel@rb.is, sími 569 8877.
REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is
NÁNAR UM RB
RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu
ármálalausnir, þar á meðal öll megingreiðslukerfi landsins. Helstu viðskiptavinir RB eru
ármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Framtíðarsýn RB er að auka gæði og hagkvæmni
ármálaþjónustu á Íslandi. RB nær því með þróun framsækinna og öruggra lausna og þjónustu
sem eru bæði vel samþættar og samnýttar af markaðnum. Hjá RB starfar margt af öflugasta
upplýsingtæknifólki landsins.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra
samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða eru undirstaða allra verka.
RB leitar að öflugu starfsfólki
á svið rekstrarlausna
100%
ÁSTRÍÐA
100%
FAGMENNSKA
100%
ÖRYGGI
ERT ÞÚ 100%?
Umsóknarfrestur er til 2. apríl.
Óskað er eftir því að áhugasamir fylli út umsóknir á heimasíðu RB, www.rb.is.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
FRANZ ERIC LEÓSSON
FRAMENDAFORRITARI
RB er öflugt hugbúnaðarfyrirtæki þar sem
margir spennandi hlutir eru í vinnslu.
Það skemmtilegasta við vinnustaðinn er
starfsfólkið og starfsandinn — verkefnin eru
spennandi og kreandi.
ALEXANDRA EINARSDÓTTIR
KERFISSTJÓRI
Það sem mér finnst skemmtilegast við
vinnustaðinn er alveg klárlega verkefnin sem ég
kem að. Á hverjum degi hef ég tækifæri til að
læra og þróast í starfi sem er að mínu mati
nauðsynlegt í þessari starfsgrein og sem
tölvunarfræðingur.
2
4
-0
3
-2
0
1
8
0
3
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
4
D
-4
8
6
8
1
F
4
D
-4
7
2
C
1
F
4
D
-4
5
F
0
1
F
4
D
-4
4
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
4
4
s
_
2
3
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K